31.10.03

Gódan dag, gódan dag.

Í gær fór ég til Horsens. Ég fór til ad syngja med tessum kór. Gunnthóra mín yndislega frænka baud mér í mat og var í midri spínatsósu er mig barad gardi.. mmm.. gunnthóra er besti kokkurinn minn í Danmörku, og thótt vídar væri leitad! Og svo gerdi Búddi tetta líka lekkera cappochino á eftir og aduvitad Toffifee med..æ hvad teta var gott. Svo gott ad audvitad kom ég of seint. Stelpurnar voru byrjadar ad æfa. Og kirkjan læst!! Svo stód ég fyrir utan og bankadi og bankadi. Tangad til organistinn Michael Ruaff opnadi fyrir mér, helstil fúll á svip. Unskyld sagdi ég. Svo sungum vid og tetta gekk vel, en um hugleidslustund var ad ræda. Á eftir ræddum vid framtíd mína í tessum kór. Audvitad átti enginn ord yfir tví ad ég væri flutt til Esbjerg... Og tók steininn úr tegar ég sagdist ætla til Ameríku um jólin! Hvad ætli tau haldi ad ég sé? Ég er snillingur í ad gera líf mitt óskiljanlega flókid á óendanlega stuttum tíma. (mótsögn? óendanlega stutt?) Svo vard tad úr ad ég má mæta klukkan 11 tegar ég get. èg er svo sem alveg til í tad, en tilkynnti ad ég kæmæist ei næsta sunnudag, ENDA ERU PARTÝ Ì UPPSIGLINGU!
Svo tók ég lestina til Fredericia og skipti tar yfir í lest til Esbjerg. Ég valdi mér hálftóman vagn og settist í fjögurrasæta sætaeiningu vid glugga. Ég ítreka ad tad var fullt af lausum sætum í ödrum fjögurra sæta einingum. Svo kemur einhver kaudi og hlammar sér beint á móti mér! Halló! Tetta minnti á strætóbókarbrandarann:
-Hvad er perralegra en ad sitjast vid hlidina á eina farteganum í strætó?
-Setjast í fangid á honum.

Nema hvad ad audvitad fannst mér tetta mjög ótægilegt. Kaudi stendur upp og fer fram og ég hjúkkadi og hóf ad skrifa Àstu sms um tetta atvik. Kemur hann tá ekki nema aftur!! Og sest í sama sæti, beint á móti mér!! Og hóf ad horfa á mig tessu líka daudans augnarádi. Sögnin ad horfa á í rauninni ekki vid, frekar mætti tala um ,,ad stara", ,,ad pressa" eda jafnvel til raun til ad ,,drepa". Fylgdi tessu thungur og ör andárdráttur. Vard mér nú ekki um sel, eins og gefur ad skilja. Fann ég fyrir miklum trýstingi undan augum tessa manns, og mjög neikvædum straumum. Tetta var mjög undarleg tilfinning og otægileg, eins og einhver væri í alvöru ad trýsta einhverjum tungum hlut á brjóstkassann á mér. Svo ég sá mér ekki annad fært en ad færa mig, enda adrenalín farid ad flæda og ég farin ad fá vott af andtrengslum.
Óged.
Svo lét hann mig í fridi eftir tad. Ég las í hinni frábæru bók Good in bed eftir Jennifer Weiner
og svo fór ég í smá snake. Snake er nefninlega alltaf til í leik. Mér finnst ágætt ad taka smá snake ödru hvoru til ad örva einbeintinguna. Í gær toppadi ég highskorid og alles.
Á endastöd spurdi annar madur hvort ég ætladi ekki heim. Èg ákvad nefninlega ad fara sídust út og vita hvort kaudinn væri ekki farinn. Madurinn spurdi hvort ég byggi í Esbjerg og hvort ég væri rússnesk og hvort ég taladi rússnesku. Hvad er málid?
Èg minnist tess er mér var sagt ad ég líktist Miss Russiaí Bosníu í fyrra!
Èg hef reyndar kenningu um tetta, hvad Slavar og Ìslendingar eru jafnklikkadir oft á tídum, tó útlit og yfirbragd sé yfirleitt ólíkt. En tad voru einmitt Keltar sem komu á tad svædi tar sem núna búa slavneskar tjódir. Og Keltarnir fóru til Írlands. Og Írarnir til Íslands...=skyldleiki!
En tetta er víst ábyggilega ekki í fyrsta sinn sem ég er kennd vid Rússland og vonandi eki tad sídasta tví ég hef lúmskt gaman af tessum dylgjum. Gaman ad eda gaman af?
Á eftir mun Ásta Hannesdóttir leika á píanó ásamt Ingeborgu, blokkflaututalentinum. Í gærkvöld fengu tær einhverjar listrænar vitranir og tetta fór allt saman ad flæda. Ég hlakka vitaskuld mikid til ad hlusta á tær, en mér skilst ad tær ætli ad ad koma hlaupandi inn á svid og taka 3 valhopp hönd í hönd.
HÙSREGLAN okkar er ordin ad alheimsbrandara í konservatoríinu og Thormódur hefur sjálfur frétt af henni og tótti hún fyndin. Hann sagdi einmitt Ástu draumfarir sínar í fyrradag, ad hann hefdi dreymt ad tau Ásta og Hákon væru tátttakendur ástartríhyrnings..
Herratrúr.

|

29.10.03

skrifað af tótu:
jæja nú hafa gagngerar breytingar orðið hér á annars mjög fallegri síðu. ég þakka veitt traust og vona að úrbætur verði fólki til gamans og skemmtunar. svo vil ég minna á að það er öllum frjálst, hvar og hvenær sem er, að bjóða tótunni upp á kaldan bjór.
góðar stundir,


yðar innilegust
tótfríður harðdal.

|
Okei.
Nú tarf ég bara ad breyta nafninu á comments... Hvernig ætli tad sé gert?

|
Ég er snillingur!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

|
Ég gat tad! Èg gat tad!!!!!!

|

28.10.03

Tetta er nú meiri glötunin tessi gestabók.
Jötunglötun alveg.

|
PÌANÒ Ì HÙSINU!
Nú er píanóid loksins komid. Ég beid eftir tví í allan dag. Og svo loksins tilkynntu teir komu sína (flutningamennirnir) og jafnframt útskýrdu teir nákvæmlega hvers vegna teir hefdu tafist svona.. tad var víst tengt einhverjum rúmflutningum og gamalli konu.. nádi tví ekki alveg enda tilgangslaust ad vera ad setja mig eitthvad sérstakleg inn í tad. Ég fór líka med Espen ad sækja eitthvad forláta orgel sem hann keypti fyrir lítid í Kirkens Korsher og adstodadi hann vid ad koma tví heim. En ekki voru neinar grindur til undir mína dýnu.. tad bídur betri tíma. Píanóflutningamennirnir voru alveg eins og týpur úr einhverjum ud på landet framhaldstætti og komu hljódfærinu inn á réttum kili. Tad er hin mesta prýdi en tarfnast vidgerdar.... og verdur unnid ad vidgerdum tessum um helgina og jafnvel verdur hljódfærid heimastillt af okkar kæru norsku vinum. Vonandi fer tetta vel tví tetta er alls ekki slæmt hljódfæri ad mínu mati, hefur bara ekki átt sjö dagana sæla. Håkon hélt jómfrúarkonsert og tádi kaffi á eftir hjá okkur stöllum. Svo spiladi ég alveg eins og ég ætti líf ad leysa á medan Ásta æfdi sig á eina af nýju Steinweigunum. Svo fór ég út ad hlaupa hvorki meira né minna.
Á morgun verd ég ad fara med atvinnuumsóknir. Èg ætla ad sækja um á næstum öllum elliheimilum í Esbjerg.
Tess má geta ad í dag keypti ég ost er ber nafnid Gudrun sérstaklega til heidurs Gudrúnu Dalíu Salómonsdóttur píanóleikara er tessa dagana dvelur í Stuttgart.
Gódar stundir

|
Jæja.
Nú er nýbreytt íbúd.
Ég hef hugsad mér ad lýsa íbúdinni.
Hún er á jardhæd í H. C. Ørstedshúsinu sem stendur vid H. C. Ørstedsgötu og er byggt fyrir konsfólkid, nemendur í konservatoríinu. Konservatoríid er einmitt beint á móti. Um tad bil 10 skref tangad inn takk fyrir. Ekki amalegt. Í tessu húsi eru svo ýmist eins eda tveggja herbergja íbúdir og erum vid Ásta í tveggjaherbergja.
Gengid er inn í forstofu, sem sídan í gær er tad eina smekklega í íbúdinni, og gengur tví undir nafninu menningarhornid. Kommóda á hægri hönd sem geymir gáfulegustu bækurnar - dönskíslensk-íslenskdöns ordabók, afmælisdagabók, miniheimsAtlas og Erotic poems. Àsamt japönskum dúk og mjög lekkerum lampa. Mjög lekkert alt. Úr forstofunni er svo gengid ýmist inn á bad (t. h.), inn til Ástu ( beint áfram), eda inn í eldhús/stofu/mitt herbergi (t.v.). Píanóid mun í framtídinni vera inni hjá Ástu, sem mun tá réttilega verda the musicroom. Hér í stofunni (tar sem ég sat og skrifadi ádur en ég skrifadi á blokkina) er svo ledursofinn rosalegi, grænu hægindastólarnir (sem eru á hjólum...) bordstofubordid ljóta sem er hulid med dúk sem einu sinni var vafningspils (og tar hvílir einnig forláta glertafl..) og blámann minn gódi (sem hugsanlega fær lappir í dag). Svo er tad risakommódan. Vid erum farnar ad kunna ágætlega vid hana bara, svei mér tá. Og vid sem vorum í alvöru ad pæla í ad kveikja í henni í gær!!!! Nú er hún líka ordin svolítid smekkleg trátt fyrir sína yfirtyrmandi stærd og lögun. Tetta lagadist eftir ad vid tókum okkur pásu frá störfum og vorum búnar ad heyra í módur Àstu, en hún sagdi ad vid tyrftum ad hafa pláss til ad dansa.
Ég er sjálfskipud í undirbúningsnefnd fyrir partýid okkar um helgina. Innflutningspíanópartý. Ég vil vera med vesen og skera út grasker og búa til ostapinna og bollu... men Ásta er ikke så vildt med det ...
Gud hvad ég hlakka til! Helgi Steinar kemur líka kannski í heimsókn frá Árósum. Brjálad stud í Esbjerg.
í gær budum vid Håkoni ad líta árangur um erfidisins og einn bjór. Ad vonum var kátt á hjalla, svo kátt ad nágranni okkar Tormod bankadi upp á og bad okkur vinsamlegast ad hafa oss hæg. Vid tókum tad ad sjálfsögdu til greina og skrifudum okkar fyrstu húsreglu. Hún er svohljódandi:
THORMÓDUR VILL EKKI HAFA HÁTT EDA VILL EKKI AD ADRIR HAFI HÁTT Á MEDAN HANN ER AD SOFNA...
Tetta hengdum vid uppp á vegg.
Svo hlógum vid náttúrulega. Eiginlega dálítid mikid. Píndumst af nidurbældum hlátri alveg..
En nú verd ég ad sinna henni Ástu sem dreif sig upp fyrir allar aldir til ad ná stofu en var svo rekin úr henni eftir klukkutíma og tarf virkilega ad láta vonbrigdin bitna á einhverju og tala svolítid illa um fidlur og flautur sem sitja og reykja og kjafta á ganginum trátt fyrir ad vera med stofur. Fuj.

|

27.10.03

Æi
eg get ekki sett inn gestabok sama hvad eg reyni
well...
Vid vorum ad breyta í íbúdinni og erum alveg úrvinda. Fengum lánada einhverja beljakakommódu sem er eins og einn hektari ad stærd. Tvílíkt ferlíki! Svo tegar hun var komin saman blasti hún bara vid, einhvern veginn eins og sjórekid skip. Mein gott. Og vid bisudumst vid ad færa og bera allt fram og til baka svona 5 sinnum, og tá vorum vid komnar í hring. Svo núna lítur tetta út eins og í Kirkens korsher búd, eins og hjá mædrastyrksnefnd. En tad er bara homy. Homie?

|
Verd ad klikkja út med einu hugtaki dagsins:
Andleg stólpípa.

Sigrún Steingrímsdóttir fær takkir fyrir ad koma med hugtak dagsins í dag.
Svo gat ég sett inn hlekk! Tókudu eftir tví?

|
http://american-diary.blogspot.com/

|
Breyttir tímar
Jæja. Tilraun 3 til ad segja frá.
Helgin var eftirfarandi:
À laugardaginn fór ég hjólandi í Bilka ásamt Ingeborg sem er 18 ára undrabarn á hljódafæri daudans: BLOKKflautu (hrollur). Tó ekki Bloggflautu! Tad væri samt fyndid. ,,À hvad spilar tú?" -,,Bloggflautu". Èg myndi alla vega springa úr hlátri. En alla vega. Èg tarf í tessu sambandi ad gera eina hryllilega játningu.
Èg er í flautuhatarafélaginu. Tessi félagsskapur er yfirleitt aldrei nefndur upphátt, en tó veit ég ad ég er ekki ein um ad vera í tessu leynifélagi. Ò nei.
Og hvad gerir stofnfélagi tegar hann rekst á BLOKKflautuleikara? Svarid er einfalt. Hann hugsar: ,,Ùrkynjun".
Hvada edlileg manneskja velur sér tad ad verda blokkflautuleikari? Engin.
Blokkflautuleikarar fædast til ad verda blokkflautuleikarar, teir eiga ekker val, ergo: teir eru úrkynjadir.
Valhoppandi um í 3/4 med hneigingu, síbrosandi eins og hirdfífl. Ég meina tad.
Mér vard svo sem ekki meint af ad fara tarna í Bilka med blokkflautunni. Allt tók bara svo endurreisnarlangan tíma...
Svo fór ad rigna á leidinni heim svo ég var nidurrignd. Grind. Girnd. Rignd girndargrind.
Um kvöldid fórum vid upp til Hákons og ég tók rússnesku ævintýrabókina mína med og las eitt ævintýri med Lenny. Sem heitir, eins og mig hafdi reyndar lengi grunad, audvitad eki Lenny heldur Lonja. Sovétrískur hroki ad halda ad venjulegt fólk geti ekki sagt Lonja! Og kalla sig Lenny í stadinn, en jæja, allt fyrir vestræniseringuna og vonina um frægd og frama. Hann er sem sagt frá St. Piotr (Russia connection!) og spilar skrambivel á saxófón. Lonja er mjög hrifinn af hinum íslensku addáendum Rússlands en vid, eda alla vega ég trúi á Rússland og votta tví virdingu daglega med tví ad hlusta á rússneska tónlist, nú eda lesa ævintýri á rússnesku.
Svo tókum vid Krummasyrpu og Eg heitir Anna Knutsdottir, norskan slagara og ,,What if we were ment to be together" med Tim Christensen, lagid úr táttunum um Nikolai og Julie...
Svo fór madur bara snemma heim, enda turfti ég ad vakna fyrir aldir allar, (eda klukkan 5 15 ad nýbreyttum dönskum tíma) til ad taka lest til Hrossaness (Horsens) í messu. En reyndar turfti ég svo ad taka 3 lestir. 3! Eins gott ad ég hætti í tessum kór. Suss og svei.
À tessu augnabliki er ég hins vegar ad bída eftir símhringingu frá flutningafyrirtækinu Blå og bud eda eitthvad, en teir hafa lofad ad flytja píanókirkjuklukkuna í húsid.. Vid fengum fatt í gamlan garm, sem er vanstilltur eilítid og tegar madur slær nótu tá klingir hún ad eilífu.. En kannski getum vid lagad tad. Alla vega reynt. Lengi má manninn reyna eins og tar stód. Í gær hittum vid hana Janni sem á tad og tarf ad losna vid tad tví midur, tar sem hún var ad flytja í minna húsnædi.
Nú er mér ordid kalt á höndunum.
Ble.

|
ég trúi tessu ekki.
aftur datt út tad sem ég skrifadi.
Mér er skapi næst ad blóta

|

|
Ég kann ekki ad setja hlekki og gestabók inná síduna mína.
Hjálp?

|
Kaffi
Kaffidrykkja hefur oft og löngum verid talin til dyggda. Um tad deila menn hins vegar eins og margt annad hvort hún er af hinu góda og víst er ad mörgum tykir kaffi hid mesta eitur og hallast frekar til telaufa, sem síst eru tó minna eitrud.
Samt sem ádur er tessi drykkur drukkinn vid nánast hvada tilefni sem er, alla vega tar tadan sem ég kem. Vid öll veisluhöld er hellt upp á í lítravís - til ad hressa upp á raudvínsmarínerad sjálfid á föstudagskvöldi - nær alltaf eftir máltídir - en einkum tó og sérílagi á morgnana finnur fólk sig knúid til ad dæla í sig koffíni - einfaldlega til ad komast í gang. Sjálf get ég tekid undir tad ad sú nautn er vandfundin í ödrum gjördum sem fæst vid tad ad drekka fyrsta kaffisopann (bíddu, eru karlskynsord med greini í tolfalli med tveimur eda einu n-i???). Gildir einu hverslags hrækaffi madur býdur sjálfum sér upp á, tví á ferdum sínum um heiminn hefur madur ekki alltaf öll hjálpartæki kaffilífins vid höndin (s. s. gódar baunir, kaffikvörn, espressovél, mjólkurteytara o. sv. fr.) og á tad til ad kaupa sér kaffi í tar til gerdum sjálfsölum. Sjálfsalar af tessu tagi eru vitaskuld framleiddir fyrir tá ,,nægjusömu", tannig ad hinn ríkari ríki, t. d. Ìsland hafa ekki svo ýkja mikid af teim ad segja. En tótt ótrúlegt megi virdast getur ómerkilegur og frekar subbulegur kaffisjálfssali sem byggir framleidslu sína á merrild ordid ad andans vin á köldum vetrarmorgni. Audmjúkur nálgast madur hann med lotningu í augum - leitar skjálfhentur eftir sídustu krónunum úr veskinu - ýtir á eftirlætistakkann sinn og finnur unadinn hríslast um sig í litlum bylgjum er sjálfsalinn hrækir út úr sér tessum görótta drykk - í ómerkilegt plastmál. Og fyrsti sopinn- , nei, ólíkt fyrsta kossinum sem oft vill verda flausturslegur, tá er fyrsti sopinn ávallt guddómlegur.

|
ENNNNNNNNNNNNNNN.... tá er bara ad drífa sig í gírinn!!!!
Danmörk
Danmörk er elsta konugsríki í Evrópu, en tar hefur verid konungsríki í 10 aldir. Danski krónprinsinn heitir Fridrik og er mjög frídur sínum, og hafa tær Tinna Sigurdardóttir, og módir hennar Jóhanna Fridriksdóttir löngum stundum dádst ad tessari prýdi konungsfjölskyldunnar og dreymt tann dag er hann bædi Tinnu Sigurdardóttur, og saman myndu tau veifa ordlausum áhorfendaskara, sem loksins hefdi fengid drottninguna sem hann átti skylda.....
En tví midur, fyrir Tinnu og módur hennar, trúlofadist Fridrik Krónprins ekki alls fyrir löngu einhverri gæru frá Ástralíu sem heitir tví sjoppulega nafni Mary Donaldson (bíddu, er tad ekki kökuuppskrift?), og tad var hún sem veifadi áhorfendaskaranum sem æpti og skríkti og heimtadi ad tau kysstust, en á medan horfdi Tinna á og drakk bjór.

Lítil hús úr múrsteini (eda ölkössum?), tré og runnar og trébekkir, tulipsöluturnar, dónalegir bílstjórar og tjódfánar - séd og heyrt í 50.000 útgáfum, tægilegar hradskreidar lestir, gott sósíalískt kerfi (sem margur ìslendingurinn hefur nú kannski nýtt sér..), brosmilt fólk sem trátt fyrir flatt landslag býr yfir andlegu landslagi af e-u tagi. Danmörk.

|
Tvílík vonbrigdi.

|
Æi. Netid brást mér í gær og snilldin eina sem ég skrifadi virdist ei hafa birst.

|

25.10.03

Ó Esbjerg!
Mér lídur eins og ég sé aftur ordid lítid barn á Patreksfirdi, og sé ad fara nidur á höfn ad veida kola og marhnút! Fari svo og feli mig inni í hjalli med úldinn bangsa sem vid fundum á ruslahaugunum, og leiki mér úti med ödrum börnum á leikvellinum tangad til klukkan er ordin 11 um kvöld!
Í gær brá ég mér í sundlaugina hér í Esbjerg. Sem er reyndar ekki bara sundlaug, heldur sundhöll, eda reyndar stærsti vatnleikgardur í Danmörku. Enda er rándýrt ad fara tangad. En tad var bara gaman. Ég keypti mér ekki Esbjørgu, enda eru allar líkur á ad tad sé ad koma klavír í húsid, ókeypis, en ég mun borga flutninginn. ì dag verdur farin vetvangskönnun í gripurinn gædaprófadur. Tá verdur huskonsert á hverjum degi!
Ádan fór ég og sótti kassa tvo sem ég átti á pósthúsinu á Jernbanegade. Fór ég tangad á hjólinu hennar Ástu og fann mikla ,,dönskun" eiga sér stad vid ad fara út ad hjóla. Svo reiddi ég kassana mína tvo heim, annan á böglaberanum og hinn á körfunni framan á og tad gekk vel, nema svo fór ad rigna og tad tótti mér ekki gaman.
Ég er mikid ad velta fyrir mér hvers vegna ,,ritstíll stjörnuspár" er ekki kennt sem lært fag vid háskóla í heiminum. Ég fæ nefninlega fína stjörnuspá í símann minn á hverjum degi. Tetta er alveg mögnum stjörnuspá, sem ætti vel heima í Bók svaranna... svohljódandi eru stjörnuspárnar uppá dönsku:
I dag skal du selv gøre noget aktivt for tingene. Heldet følger nemlig den, der tør tage et personligt initiativ. (Tetta var á tridjudaginn. Ég held ég hafi ekki gert neitt á tridjudaginn. )
Du får mulighed for at bringe dig selv et skridt foran, men du bliver nødt til at anvende et element af overraskelse. Magnad? Tad er eitthvad svo mikil heimspeki í tessu, einhver sannleikur sem allir geta tekid til sín..
Visse folk kan blive lidt specielle at have med at gøre i dag. Ikke mindst, hvis de har et helt anderledes syn på tingene. Alveg rétt..
Svo kom tessi í dag: Noget, der er forkert, bliver ikke rigtigere af at blive gentaget. Flere mennesker kan sagtens lave den samme fejltagelse. Tetta gætu verid páskamálshættir, svei mér tá!!!!
Ì gær voru 6 nýjir Steinway flyglar vígdir í konservatoríinu. Ásta tók tátt í athøfninni og stód sig med prýdi. Tad var bara doldid gaman ad heyra í 6 flyglum í einu.. svo máttu allir prófa á eftir, og tad var ekki amalegt ad prófa 6 Steinveigar á einu bretti.. sei sei já.

|

24.10.03

Jæja.
Nú hef ég hafid nýtt líf hér í Esbjerg, en í gær tók ég mal minn og gekk út í strætóstoppid vid A 13 (umferdinni svipar til Tjódvegs 1 á Ìslandi) og tók vagn 508 til Tørring og tadan vagn 215 til Vejle og hoppadi beint upp í lestina til Elsku Esbjergs... Ásta mín kom á hjólinu sínu og vid reiddum minn mikla farangur á H. C. Ørstedsgade 24, sem er einmitt beint á móti Konservatoríinu tar í borg. Ásta fór í jazzpíanótíma og á medan fór ég í bæinn og vitjadi rúmstæda í Kirkens korsher sem er svona ,,genbrugs"bud, en tad er mikid um tær hér í Denmark.. Tegar Ásta var búin í tímanum sínum fórum vid svo ásamt Espen, sem er nærri tví sambýlismadur okkar, býr í íbúdinni á móti, og keyptum Blámann sem svo er nefndur og verdur mitt svefnstædi hédan í frá. Hann er reyndar fótalaus greyid, en hver veit nema vid gefum honum einhvern tímann nokkrar lappir ad hvíla á. Blámann er stinnur sem stál og gódur vid ad sofa, en tad reyndi ég fyrst í nótt. Sídan fórum vid og keyptum í matinn helstu naudsynjar og heil óskøp af tannkremi. Ég fór í leidangur í píanóbúd á medan Ásta æfdi sig, en tar voru píanóin øll eitthvad svo dýr. Vid erum eitthvad ad pæla í ad kaupa okkur saman thrjú einhvern klavírgarm, en ég veit ekki... Á leidinni heim kom ég hinsvegar vid í annars konar hljódfærabúd og bad um gítar ekki svo dýran fyrir áhugasaman byrjanda. Madurinn í búdinni var fjarska fjarska elskulegur og fann handa mér lítinn snotran gítar fyrir byrjendur, og (ó nei, nú hringdi organistinn og eitthvad..... eg sem skropadi i messu og let engan vita og verd nu grytt fyrir allra augum...(fyrir ta sem ekki vita fekk eg sum se vinnu sem korsongvari i Horsens)) en alla vega. Gitar tennan hyggst eg kaupa og mun nefna Esbjørgu. Finnst ykkur tad ekki fyndid?! Esbjørg. Es - bjørg!!!! Eg bind miklar vonir vid samband okkar Esbjargar og vonast til ad geta farid ad troda upp vid tækifæri fyrr en varir.
Nu, annad sem ég tarf ad gera í dag, annad en ad vera atvinnulaus, er ad senda eins og eina atvinnuumsókn í póst, og fara í sund. Og svo ætlum vid ad fá eina kommódu ad láni hvar ég gæti hugsanlega sett mínar spjarir spaksmanns. Spakmanns? Sídan tarf madur nú adeins ad hugsa um lífid. Ég hugsa mjøg mikid um lífid tessa dagana. Madur verdur ekki idjulaus af tví, get ég sagt ykkur. Og svona, reyna ad vita hvad ég vil verda tegar ég verd stór. Æ, hvad tetta er nú eitthvad mikil klisja!!! Eins og madur turfi endilega ad verda eitthvad? Mikid er ég ordin treytt á tví ad reyna ad verda eitthvad sérstakt. Ég ætla bara adeins ad prófa ad vera ekki ad verda neitt. Tad er mjøg afslappandi ástand. Eins og einhver hafi tekid mann undan lyftaranum. Ekkert smá sem madur var búinn ad vera lengi undir tessum lyftara! Díses!
Jæja børnin bód.
Nú ætla ég ad senda auglýsingu til ykkar um ad tetta blog sé nú aktíverad. Èg er med gsm símanúmer: 00 45 26 94 43 41.
Gódar stundir

|

10.10.03

En svo ég haldi áfram med smjorid...
Tá vorum vid á mega djasstónleikum í skólanum í gær tar sem saxófóngella daudans lék á alls oddi med gæjastód mikid í bakgrunni... Svo fórum vid á industriet sem er heitasti stadurinn hef ég heyrt og tar var rokkband ad spila Radiohead, og teir voru bara helvíti gódir.
Já sei sei
d

|
Jæja...
ég sem sagt bjó til blogg en meikadi tad sídan ekki nema í medallagi svo núna prófa ég bara aftur.
Núna er ég í heimsókn hjá Ástu Hannesdóttur skiptinema í Esbjerg, og hér er bara megastud... svo mikid stud ad vid ætludum aldrei ad komast framúr rúmunum í morgun, eda rúminu og dýnunni, en Ásta keypti sér rúm í gær sem ég fékk heidurinn af ad vígja og svo fann hann Espen nágranni hennar sófa út á gøtu sem vid hirtum..... Svo nú er tessi forláta ledursófi í husinu, tveggja sæta og tessi fína græja bara.

|