28.9.06

Fasistar - Einræðisríkið Ísland.

Ísland er fasistaríki. Hér ríkir kúgun, ritskoðun og einræði. Ég fyllist viðbjóði á ríkisstjórn og valdhöfum landsins míns og vil Ómar í framboð. Hvernig getur það sem er að gerast verið að gerast? Eru Íslendingar virkilega svona bældir að þeir ná ekki að mótmæla nógu hátt? Er "lýðræðið" virkilega svona lélegt að enginn tekur mark á lýðnum? Er það Tilviljun að Ómarsblað var hálft atað í prentsvertu, reyndar eins og allt Morgunblaðið, og Mogginn sér ekki ástæðu til að biðjast afsökunar eða senda lesendum ógallað eintak? Er það ekki furðulegt að fréttaflutningur af Ómarsgöngunni hafi verið í lágmarki, einungis frásögn á baksíðu Moggans og ekki vitnað í neinn sem talaði? Er það ekki skrítið að öll þjóðin sé í heljargreipum og að fagmenn "megi" ekki eða þori ekki að tjá sig um Kárahnjúkastíflu? Er ekki undarlegt að verið sé að virkja? Við erum ekki fátækt land sem þarf að skapa hundruðum atvinnulausra borgara vinnu. Við erum ríkasta land í Evrópu?! Svo rík að við höfum efni á að flytja inn erlent vinnuafl, setja Pólverjana í'ða og sameinast svo um að koma einum vesælum íslending að í rokksöngvakeppni?

Er ekki allt í lagi?

|

21.9.06

Vöðvabólg

Ég eyddi svo miklu með vísakortinu í gær að ég er með vöðvabólgu í dag. Verð að fara að fara í þetta nudd sem hún Tobba gaf mér í afmælisgjöf.

En annars vildi ég segja að grasið er ekki alltaf grænna hinum megin.

Er í allt kvöld búin að velta fyrir mér barna/foreldrapólitíkinni: Á ég að láta bólusetja barnið mitt? Þótt undarlegt megi virðast eru um heim allan starfrækt samtök sem mæla gegn þessari eiturísetningu, og ég get ekki sagt að ég sé hrifin af henni. En ég er heldur ekki hrifin af barnaveikinni. Hvað um það, barnið mitt fór ósprautað af heilsugæslunni í dag, hver veit hvað gerist næst. Læknirinn var ekki hrifinn og sagði að þetta væri vanræksla á hæsta stigi og ætti að tilkynna til barnaverndrayfirvalda. Þess vegna var eǵ með samviskubit í allan dag. En það er nú í lagi að kynna sér allar hliðar málsins, ekki satt?
Að vera giftur er eilífar samningaviðræður, að eiga barn eru endalausar pólitískar uppeldislegar ákvarðanir. Á að láta skíra, á að bólusetja, hvernig leikskóla á að velja, kynbundinn, óhlutstæðan, nátturuvænan eða stefnulausan? Á barnið að borða kjöt? Á barnið að borða mat? Á það á vera á brjósti? Taubleyjur? Bréfbleyjur? Ungbarnasund? Ungbarnagolf? Má það horfa á tölvuskjá, eða heyra í farsíma?
Og svo framvegis.
Þið heyrið að ég er uppgefin.

|

20.9.06

Hégómi IV - tízkuþáttur Tinnu

Beauty tips:

-Brúnkukrem er hið nýja meik.
-Lágir skór við stuttar flíkur, háir skór við síðar flíkur.
-Peysur úr ullarefnum undir þunnar yfirhafnir.
-Vera í stíl við barnið.
-Visa styrkti gerð þessa þáttar.

Tinna Smáralind Johnson.

|

18.9.06

..ergo:

YES!

|

Efnishyggja

Eiginmaður minn gaf mér fartölvu.

|

14.9.06


Posted by Picasa

|

13.9.06

Móðurlíf

,,Allamalla tralla! Hopp og hí! ÞÞÞ ÐÐÐ. ÞÞÞ ÐÐÐ." Tinna velti sér upp úr þornunum og eðunum eins og krakki. ,,En hvað þetta er nú gaman" hugsaði hún með sér. ,,Trallarallarallareiþúððóó í í í iððúúuáááá´´uúííééé´´eé! ó! AEÍOÚ!" Þetta hafði verið langur og strangur dagur fyrir hina brátt ekki svo nýbökuðu móður. Hún hafði vaknað klukkan 5 30 og gefið dóttur sinni að drekka. Þá var bóndinn þegar farinn í vinnuna svo hún leyfði litla ástaraldininu að sofa uppi í hjónadyngjunni, en fór sjálf fram að æfa sig að gera æfingar á sérstökum leikfimisbolta, sem hafði verið keyptur í London til að létta henni hríðirnar, en hafði fyrst verið uppblásinn tveimur dögum áður, og var nú til þess fallinn að koma slöppum vöðvum víðsvegar um líkamann í fyrra horf, ef ekki betra. Eftir nokkurt brölt á boltanum vaknaði barnunginn enn á ný og því þurfti að sinna honum. Í þetta sinn voru það bleyjuskipti og fékk unginn að berrassast í rúminu nokkra stund á meðan móðirin brá sér í örsnögga sturtu. Eftir það fékk afkvæmið enn að sjúga brjóst móður sinnar og eftir það dormuðu þær báðar. Þær brugðu sér í göngutúr á hádegi og hittu fyrir einn og annan, en eftir það kom gamall vinur móðurinnar í kaffi, og slúðruðu þau um liðnar stundir á meginlandinu. Vinurinn hafði getið sér gott orð sem kvikmyndaleikstjóri víðs vegar um heiminn og samgladdist móðirin honum. Seinni partinn lék hún svo við litla skinnið milli brjóstagjafa sí og æ. Svo sóttu þær pabbann og fóru með honum bæði í IKEA og Húsasmiðjuna. Þegar heim kom hóf móðirin að ganga frá þvotti og brá sér svo í bað, til að losa brjóstastíflu, á meðan unginn svaf. Þegar unginn vaknaði fékk hann að vera í fangi föður síns á meðan móðirin snérist hundrað hringi um svefnherbergið og lagaði til, sem eins og allir vita felst í því að umraða hlutum til og frá, þangað til faðirinn kom og lagðist í hjónarúmið með ungann sér við hlið og sofnaði, enda hafði hann farið að vinna um nóttina. Móðirin snérist þá með ungann, háttaði, gaf og skipti á einni kúkableyju, þangað til litla stýrið sofnaði loksins með snuðið sitt í vöggunni. Þá fór móðirin að velta fyrir sér tilgangi lífsins og hvort hún ætti heldur að skrifa ódauðlegt ljóð eða setja í vél, og vitaskuld varð síðari kosturinn fyrir valinu! Brátt mun móðirin unga leggjast til svefns því morgundagurinn bíður óþreyjufullur ekki anna minni, með mömmumorgnum, undirleikstímum, óþvegnum þvotti og öllu öðru sem fylgir lífi nútímaofurmóðurinnar.

|

4.9.06

Seenabel

Seinnipartinn drakk eg svo mikid appelsin ad dottir min getur hvergi sofid, enda hefur hun thambad sem samsvarar minu magni af appelsini, af appelsinblandadri brjostamjolk, og situr nu i kjoltu mini med uppglennt augu og horfir a fingur modur sinnar pikka ognarhratt um lyklabordid. I dag forum vid i undirleikstima og hun var svo god og hlustadi ad mestu ogratandi a modur sina gola I know that my redeamer liveth i svo sem eins og klukkutima. A morgun verdur leikurinn endurtekinn en i thetta an pianoundirleiks. Vonum vid ad timasetningin eigi betur vid hadegisblund Jonu litlu. Litlu uppglenntu augu. Hvad er haegt ad gera vid thessu? Skipta um enn eina taubleijuna. Hvernig er annars bleija stafsett i hinni nyju stafsetningarordabok? Hef aldrei kunnad ad skrifa thetta ord...

|