28.9.06

Fasistar - Einræðisríkið Ísland.

Ísland er fasistaríki. Hér ríkir kúgun, ritskoðun og einræði. Ég fyllist viðbjóði á ríkisstjórn og valdhöfum landsins míns og vil Ómar í framboð. Hvernig getur það sem er að gerast verið að gerast? Eru Íslendingar virkilega svona bældir að þeir ná ekki að mótmæla nógu hátt? Er "lýðræðið" virkilega svona lélegt að enginn tekur mark á lýðnum? Er það Tilviljun að Ómarsblað var hálft atað í prentsvertu, reyndar eins og allt Morgunblaðið, og Mogginn sér ekki ástæðu til að biðjast afsökunar eða senda lesendum ógallað eintak? Er það ekki furðulegt að fréttaflutningur af Ómarsgöngunni hafi verið í lágmarki, einungis frásögn á baksíðu Moggans og ekki vitnað í neinn sem talaði? Er það ekki skrítið að öll þjóðin sé í heljargreipum og að fagmenn "megi" ekki eða þori ekki að tjá sig um Kárahnjúkastíflu? Er ekki undarlegt að verið sé að virkja? Við erum ekki fátækt land sem þarf að skapa hundruðum atvinnulausra borgara vinnu. Við erum ríkasta land í Evrópu?! Svo rík að við höfum efni á að flytja inn erlent vinnuafl, setja Pólverjana í'ða og sameinast svo um að koma einum vesælum íslending að í rokksöngvakeppni?

Er ekki allt í lagi?

|

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home