26.6.06

Hríða- og tíðindalaust frá Vesturbakkanum. Nema gardínur eru komnar upp í svefnherberginu, húrra fyrir því. Maður var farin að vakna sólbrúnn á morgnana þessa sólarviku sem nú virðist þó vera liðin undir lok.
Svo hef ég fært farsímaviðskipti mín yfir til SKO. Þoli ekki Símann. Oj oj. Hvet alla til að gjöra slíkt hið sama.
Annars bara.. að fara að borða Nings mat og hugsanlega kaupa blómstrandi blóm til að bæta Fengshuið á heimilinu og í einkalífinu.
Gesundheit.

|

25.6.06

Einmanaleiki.

Ég á enga vini í augnablikinu. A.m.k. enga sem ekki eru annað hvort þunnir, sofandi eða í útlöndum þessa stundina. Erfitt líf.

|

21.6.06

Bellywood


Posted by Picasa

Ég er komin með nýtt áhugamál. Bollywood. Reyndar hef ég ekki farið miklum hamförum enn í þessu nýja áhugamáli, nema að hafa hlustað á þriðja þátt þáttaraðarinnar "Töfrar Bollywoodmynda" á Rúv tvisvar sinnum í gærkvöldi. Þá hefur mér áskotanst dvd með bollywoodleikfimi, sem mun vera til þess fallin að koma mér í samt form aftur eftir barnsburð, en ekki hef ég horft á hann enn. Næsta skref er að niðurhala eins mikilli Bollywood-tónlist og ég hugsanlega kemst yfir á næstunni. Já, og kannski væri sniðugt líka að horfa á eina bollymynd í fullri lengd, svona fyrst ég er að lýsa þessu yfir sem áhugamáli.

---

Það er ákaflega róandi að horfa á hrossaflugur elskast.

---

Ég vaknaði í nótt um fjögurleytið og varð ekki svefnsamt aftur. Fór því í sund um leið og opnaði, klukkan sex þrjátíu. Varð vitni að hinu stórkostlega morgunsamfélagi lauganna, og umkringdist menningarvitum og ráðherrum í pottinum, sem voru helst á því að ég æli barnið þar. Svo var þarna kostuleg leikfimi á bakkanum einnig, allt var þetta skemmtilegt og gott að observera í morgunskímunni. Vona samt að ég sofi lengur í nótt..

|

19.6.06

Leidindablogg.

Adan sofandi eg og vaknadi vid thad ad draugurinn var ad labba um i ibudinni. Og meira ad segja ad sla inn a takkabordid a tolvunni! Eg heyrdi ad minnsta kosti ekki betur. Thad dregur ekkert til tidinda af Barni Bjornsen, enda agaett thar sem eg a eftir ad rada i hillur og eitthvad. Hins vegar er golfid ordid agalega fint. Og veggirnir vidast hvar. Bara eg sem er ordin sem hvalur og get sofid heilu dagana oareitt. Areitid mig!

|

13.6.06


Beðið eftir Godot Posted by Picasa

Þetta er fyndið!

|

2.6.06

Getraun fyrir þá sem hafa EKKERT að gera..

GRÆNAN HLUNK!!!!!!!!!

|

1.6.06

Freaky friday

Hæ, ég var að útbúa póstlista til að senda fyrstu fréttir af fæðingu frelsarans! Ef ÞÚ vilt vera á þessum lista skaltu senda mér email á toiletmouse@yahoo.com!!!

Ég ætla að giftast IT-Crowd.

|