9.2.08

35vikur og 6 dagar


|

6.2.08

bob a bobek na parniku

Æ þetta er yndislegt...


|

5.2.08

Ó

Get ekki sofnað.
Ætlaði að fara ýkt snemma að sofa en lá svo og gat ekki sofnað og þegar ég var nýsofnuð var dvergur kominn og stóð þögull við rúmstokk þangað til honum var lyft uppí. Eftir það var mér ekki svefns auðið og einungis klukkutími liðinn frá því ég lagðist á koddann. Glatað. Svo nú er ég búin að fara í heitt bað og skrúbba á mér kláðabumbuna og drekka helling af tei og fá mér banana og brjóstsviðamjólk en börnin fara í marga kollhnísa inní mér, þetta er orðið óhugnanlegt, svona eins og þegar ormarnir hreyfðust undir húðinni á Scully í einhverjum X-files þáttanna....
En ástæðan fyrir snemmsvæfi er sú að ég sef hreinlega ekki nóg. Tel ég það meginorsök meina minna, en drullupestin skaut upp kollinum í 3ja sinn á 6 vikum núna í byrjun vikunnar og sömuleiðis kinnholuvesen, en vonandi losna ég við það áður en um sýkingu verður að ræða. Ach jo.. Svo nú er planið að fara súper snemma að sofa, sofa á morgnana líka (eins og í morgun, þvílíkur unaður) og helst leggja sig líka í eftirmiðdaginn. Veit ekki hvort ég meika þetta plan....

|

1.2.08

Betlibænir óléttrar konu

Ég er farin að undirbúa burðinn af miklum móð. Fyrir utan koma barni nr. 1 í rútínu með mat, drykk, svefn, klósettvenjur og leikskólastörf felst í þessari aðgerð stórkostleg úttekt og þvottur á barnafötum sem hér eru til í húsinu. Nú þegar eru mér við það að fallast hendur í efnum þessum, og bið hvern þann sem nennir að sortera stærð 56 frá stærð 62 og meta hvort viðkomandi flík sé nothæf, ónothæf, praktísk, ljót eða óþörf að gefa sig fram hið fyrsta og aðstoða mig áður en ég fer yfir um. (óléttar konur hafa ekki mikið andlegt þrek). Ef þessu verður ekki lokið um helgina fer ég í meðgönguþunglyndi því ég nenni ekki að vera að þessu í fleiri daga.
Annað sem mig langar í eru babybjörn ömmustólar og tvöfaldur brjóstagjafapúði, svo hvernig væri að fólk slæði bara saman í þessa 3 hluti handa mér, sem nb kosta einungis um 8000kr.- stykkið!? Frjáls framlög leggist inn á reikning minn.. nánari upplýsingar heima hjá mér.
Annars er ég búin að prjóna eina litla peysu og litla húfu, en hvort um sig teljast æfingastykki. Því er ég nú að byrja á alvörustykkjunum og vona að þau verði aðeins lekkerari en æfingastykkin, þótt þau hafi alls ekki verið hræðileg, þannig lagað.
Ég er búin að lesa Afleggjarann. Það er yndisleg saga.
Já svo langar mig líka í síðerma ullarboli úr Janusi. Fólk vill kannski líka leggja í púkk??
Annars er ég kannski búin að finna hérna stól á babyland dott æ ess, bara one to go!
Góðar stundir krakkar mínir,
ykkar Bjúgína Slitran

|