5.2.08

Ó

Get ekki sofnað.
Ætlaði að fara ýkt snemma að sofa en lá svo og gat ekki sofnað og þegar ég var nýsofnuð var dvergur kominn og stóð þögull við rúmstokk þangað til honum var lyft uppí. Eftir það var mér ekki svefns auðið og einungis klukkutími liðinn frá því ég lagðist á koddann. Glatað. Svo nú er ég búin að fara í heitt bað og skrúbba á mér kláðabumbuna og drekka helling af tei og fá mér banana og brjóstsviðamjólk en börnin fara í marga kollhnísa inní mér, þetta er orðið óhugnanlegt, svona eins og þegar ormarnir hreyfðust undir húðinni á Scully í einhverjum X-files þáttanna....
En ástæðan fyrir snemmsvæfi er sú að ég sef hreinlega ekki nóg. Tel ég það meginorsök meina minna, en drullupestin skaut upp kollinum í 3ja sinn á 6 vikum núna í byrjun vikunnar og sömuleiðis kinnholuvesen, en vonandi losna ég við það áður en um sýkingu verður að ræða. Ach jo.. Svo nú er planið að fara súper snemma að sofa, sofa á morgnana líka (eins og í morgun, þvílíkur unaður) og helst leggja sig líka í eftirmiðdaginn. Veit ekki hvort ég meika þetta plan....

|

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home