20.1.08

Gúgú

34. vika = 33+0-6 dagar

Þú
Legið nær nú alveg upp undir bringspalir. Konur sem ganga með eitt barn, léttir þegar barnið fer niður í grindina en þann kost hefur þú ekki þar sem þú gengur með tvíbura. Þó svo að annað barnið gangi niður í grindina, þrýstir hitt upp undir brjóstkassann og þyngd beggja barnanna gerir það að verkum að þú þarft að hvíla þig oft á dag. Æðahnútar allt frá skapabörmum og niður í fætur eru algengir hjá tvíburamæðrum og margar verða leiðar yfir útliti sínu (!!!!). Daglegar kálfavöðvaæfingar hjálpa mikið. Fáðu gott fótanudd, þá svífurðu aftur, a.m.k. í dálitla stund.

Tvíburarnir
Börnin eru nú um 30 sm frá höfði niður á rass og 42 sm frá höfði niður á hæl og hvort um sig vegur um 2100 grömm. Húð þeirra er ekki lengur gegnsæ og þunn, heldur bleik og líkist marsípan. Ef börnin hafa hugsað sér að bjóða heiminum góðan daginn í þessari viku, munu þau ekki vera stoppuð af. Langflest eru nú tilbúin til þess að anda upp á eigin spýtur.

Jæja,
ég lifi enn... próf næsta laugardag, Bebe byrjar á leikskóla í vikunni, búin að kaupa annan barnabílstól á 5þúsundkall í VÍS.is, búin að "kaupa" bíl, gengur vel með teppið, búin að fá námslán og borga heilmikið af skuldum, klára pensilínkúrinn á morgun, börnin bæði í höfuðstöðu, búin að eyða feibúkkakkántnum mínum en er mjög virk á myspace núna :).. jájá eftir laugardaginn 26.1. verður það bara fegrun og mæðrun fram að burði... vei vei..

|

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home