30.5.07

Lélegasta pikköpplína í heimi?

(Í Melabúðinni)

"Veistu hvar túnfisksalatið er?"

|

25.5.07

Heidi

Minningarnar streyma, hvað mig langaði alltaf að róla í himnarólunni, og afi Heidíar samsvaraði algjörlega mínum sveitaafa.


|

23.5.07

Dagurinn í dag

06:50 Ræsing+brjóstagjöf
07:10 Sturta
07:45 Brottför úr húsi
08:07 Jana kvödd hjá dagmömmu (stór dagur)
08:20 Hverfaráð Vesturbæjar heimsótt
08:26 Mætt til vinnu
Drykkur: "stimulating tea"
Veður: ekki eins slæmt og sýnist
Dagdraumur: kaffi á útikaffihúsi í fjölmennri stórborg og ég með svört sólgleraugu fyrir miðju
Áhyggjur: enginn tími til að æfa sig eða taka til fyrir húsfundinn á morgun
Einu gallarnir við dagmömmuna: Hún er í fríi fimmtudag og föstudag!
Orð dagsins: Fatabösl.

|

21.5.07

Neshagi

Þá er ég á Neshaganum, sem verður mitt annað heimili í sumar. Á ráðninarsamningnum kemur fram að tegund starfs míns sé "gagnavinnsla". Hér er yndislegt útsýni yfir brimöldur hafsins, og heiðan himinn. Eða haglél. Kaffistofa með kaffibollum sem koma bersýnilega hver úr sinni átt. Ég fékk tölvu í dag til afnota í vinnunni, svo nú þarf ég ekki að dröslast með Tiðrsnaut með mér lengur, og mun þar af leiðandi ekki heldur hanga í óleyfi á msn. En ég stelst til að blogga. Svo er hægt að rista sér brauð eða kaupa sér eitthvað góðgæti í Melabúðinni í hádeginu. Og vonandi einhvern tímann sund og stinning fyrir eða eftir vinnu. Ég byrjaði á fa- í stafrófinu og var að klára síðasta samsetta nafnorðið, faxtæki, svo næst tekur við fá-! Spennandi!! Semsagt, geldasti vinnustaður Íslands er að verða nokkuð álitleg tilhugsun.
Í gær lentum við í aftanákeyrslu og það var ekkert skemmtilegt, en það fór vel að lokum, þó vinstra afturljós sé í maski og ég held ég ætti að fá áverkavottorð.

|

20.5.07

Lurkur

Ég er lurkum lamin eftir aftanákeyrslu.
Svo er ég líka þunn. Er það nú.

|

13.5.07

Skál

Hah! Skál fyrir mér!

|

10.5.07

Langar....(að/í/til)

..liggja uppí rúmi með reyfara eða sæta skáldsögu með rómantísku ívafi, húmor og góðum endi..
..Sól. Sólbað á sundlaugarbakka eða jafnvel hvítri strönd.
..Prjóna.
..Pakka(gjöf).
..Einhver hringi í mig með sérstaklega góðar fréttir.
...ný föt. Ég er eins og niðursetningur.
....halda matarboð
..einfaldara líf! (hefst kannski ef bíllinn verður seldur..)


Hm..

Vill einhver sjá risessuna með okkur J í fyrramálið? Við ætlum að vakna snemma og fara á löggustöðina til að sækja um vegabréf fyrir hana og kannski fáum við okkur kaffi eftir það ef einhver vill hitta okkur í miðbænum...


|

8.5.07

Sópransöngkonurnar...

Júlía Traustadóttir


&

Tinna Sigurðardóttir




halda tónleika á sal, Skipholti 33, 3. hæð, sunnudagskvöldið 13. maí kl 19: 30.
Á efnisskánni verða sönglög eftir Grieg, Sibelius og Schubert, auk lagaflokksins I hate music eftir L. Bernstein.
Aðgangur ókeypis og öllum heimill.

|

7.5.07

Nýjustu fréttir

Morgumatur: Hafragrautur
Barn: Besta barn (JGJ)
Útvarpsstöð: RÚV
Veður: Ef ég færi út klædd eins og veðrið sem ég sé út um gluggann fengi ég samstundis blöðrubólgu, bronkítis og lungnabólgu.
Vonbrigði: Veðrið
Kg: Kjörþyngd +3-4 en það lagast því nú er ég farin að borða hafragraut á morgnana og bráðum linnir linnulausu súkkulaðiáti vegna prófs og almenns álags.
KL. 07:56.
Ódauðleg tilvitnun dagsins: "By the rivers of Babylon."
Próf: Bókmenntasaga.

|

4.5.07

Ah.

Jana byrjar hjá dagmömmu í ágúst! Nú verð ég bara að vera dugleg að plögga leikskóla svo hún komist nú örugglega fljótt að þar líka. Þetta var ákveðinn léttir, en annars er ég algjörlega í ruglinu þangað til 15. maí. Pray for me.


Vonandi verður henni ekki gefið slátur.

|