Neshagi
Þá er ég á Neshaganum, sem verður mitt annað heimili í sumar. Á ráðninarsamningnum kemur fram að tegund starfs míns sé "gagnavinnsla". Hér er yndislegt útsýni yfir brimöldur hafsins, og heiðan himinn. Eða haglél. Kaffistofa með kaffibollum sem koma bersýnilega hver úr sinni átt. Ég fékk tölvu í dag til afnota í vinnunni, svo nú þarf ég ekki að dröslast með Tiðrsnaut með mér lengur, og mun þar af leiðandi ekki heldur hanga í óleyfi á msn. En ég stelst til að blogga. Svo er hægt að rista sér brauð eða kaupa sér eitthvað góðgæti í Melabúðinni í hádeginu. Og vonandi einhvern tímann sund og stinning fyrir eða eftir vinnu. Ég byrjaði á fa- í stafrófinu og var að klára síðasta samsetta nafnorðið, faxtæki, svo næst tekur við fá-! Spennandi!! Semsagt, geldasti vinnustaður Íslands er að verða nokkuð álitleg tilhugsun.
Í gær lentum við í aftanákeyrslu og það var ekkert skemmtilegt, en það fór vel að lokum, þó vinstra afturljós sé í maski og ég held ég ætti að fá áverkavottorð.
Í gær lentum við í aftanákeyrslu og það var ekkert skemmtilegt, en það fór vel að lokum, þó vinstra afturljós sé í maski og ég held ég ætti að fá áverkavottorð.
|
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home