29.3.04

TIL hamingju med daginn módir gód

Módir mín á afmaeli í dag.
Neydist ég tví til ad fara á kaffi hús og fá mér kaffi og köku henni til heidurs. Til ad fá adeins meiri bólur og svona. Ég meina, hver vill ekki vera med bólur? Ég veit bara ekki um hvad ég aetti ad hugsa ef ég vaeri ekki med bólur. Ha... nei, djók, svo upptekinn af útlitinu er madur nú ekki.
Ég fór samt og keypti mér andlitsmaska úr einhverjum jurtum og HANN VIRKAR!!! Eftir á leid mér eins og ég vaeri nýstigin upp úr hreinum sjó og húd mín var hungangslitud.

Hvernig líst ykkur annars á ad ég flytji til London og meiki thad?
Paeling..
Eiginlega er ég mest á tví ad fara og laera einhvern hardkor bissness, tví thegar madur er búin ad laera hvernig á ad graeda peninga getur madur gert hvad sem er til ad verda ríkur. Svona er ég nú ordin andlaus og hryllileg.

|

26.3.04

Parmesanostur

Ég var alveg búin ad steingleyma hvad thad er leidinlegt ad vaska upp, en skemmti mér samt sem ádur ágaetlega vid ad skola salat og ausa súpum í skálar og berjast vid uppvasksfjallid og hlustadi á kokkinn hann Henja bladra á slóvakísku..
Nú á ég alla vega fyrir einni máltíd á veitingahúsi... ódýru.. svo fékk ég medovnik... mmmm....medovník.
Tharf ad kaupa parmesan fyrir pasta kvöldsins. Svo setti ég inn uppskriftahlekk! Gedveikt!

|

Ae


Your Heart is Red


What Color is Your Heart?
brought to you by Quizilla

|

He he he

Jaeja, haldidi ekki bara ad sumir séu ad fara ad vaska upp á Cafe Nordica til ad drýgja tekjurnar!!!!!!
Ha!

En fyrst tharf ég ad kenna honum Richard smá íslensku, en ég er ekki búin ad líta neitt á portúgölskuna frekar en fyrri daginn. Ae.
Svo er matarbod í kvöld og 80´s disco á Lucerna!! Jibbý!
Góda helgi börnin gód, hédan úr 3 stiga frostinu....brrrrrrrrr

p.s. kammersveitin Ísafold er ad leita ad píanóleikara! Tékkid á heimasídunni, píanóöreigar allra landa! OG gefid hungrudum mat, med tví ad smella á videigandi hlekk til haegri.

|

25.3.04

Hver bad um thetta?

Hér er farid ad snjóa.
ABmjólkin er fersk. Czech it out.

|

23.3.04

Mál og mál

Ég hef komist ad tví undanfarid ad ég tharf ad breyta ýmsu í eigin lífi. Hef ég tví ákvedid ad ödlast (og halda) fullkomna sjálfsstjórn. Og haetta ad lifa tvöföldu lífi. Já takk.
Mig dreymdi til daemis ad ég var ad a fara ad giftast írskukennaranum! Hvad er hann ad rydjast inn í draumana mína!? Ég var haestánaegd og hann líka og ég var í raudum sokkum en annar theirra var nú eitthvad biladur. Sídan var ég allt í einu komin inn í einhvern bíl um hávetur og bílinn átti ad draga í sjóinn. Og út um rúduna sá ég hvar Ásgerdur systir mín var ad skreyta jólatré inni í húsi. Ekki er öll vitleysan eins.
Í gaer var ég í tíma í textagreiningu og vid lásum einhvern stuttan fréttadálk um kosningarnar á Spáni. Thad sem einkenndi textann m.a. og gerdi hann daemigerdan fréttastílstexta var fjöldi tökuorda og erlendra orda adlagadur ad tékkneskunni. Ég spurdi hví í ósköpunum slíkt vaeri daemigert fyrir ritstíl í bladi og kennarinn sagdi ad thad baeri vitni um thekkingu og greind! Suss og svei. Their aettu ad senda hreinsunarelda íslenskunnar hingad til Tékklands og kenna theim ad haetta ad sletta í blödin. Tharna voru svo sem althjódleg ord, sem ekki eru thýdd, t.d. socialista, politika, parlamentní, teroristy, en svo var tharna sögnin identifikovat, sem sagt identify, lýsingarordid subtle - en í 3. stigi, eins og einhver myndi skrifa söbtelastur!!!! og alls kyns önnur vitleysa. Ekki furda ad ég aetti erfitt med ad skilja textann thegar their gátu ekki einu sinni notad tékkneska ordid fyrir forsaetisrádherra, neinei, premier...

Írska ordid duine, borid fram dinna thýdir manneskja. Elá thýdir önnur og er borid fram ella. Thannig ad ef madur segir elá duine á írsku thá hljómar thad alveg eins og Ella Tinna. Svo thýdir skásta ad vera satisfied, willing, pleased....
Í gaerkvöldi fór ég í leikhús, sá Krysář, sem ég held ad thýdi meindýraeydir. Ég skemmti mér vel. Minnir mig á ad í tharsídustu viku fór ég á La Bohéme Puccinis. Uppáhaldid mittt. Ég var nú samt ekkert yfir mig hrifin, íslenska uppfaerslan var miklu betri! Rodolfo og Schaunard voru alls ekkert sérstakir og heyrdist lítid í theim í byrjun, en thad var líka vegna thess ad hljómsveitin lék of sterkt. Benoit bar af theim öllum á svidinu thegar hann kom til sögunnar. Loksins einhver med almennilega rödd! Mimi var audvitad frábaer, en Musetta algjörlega mislukkud. Ótrúlega ódramatísk og hreinlega kjánaleg, vaeldi eins og sírena á haestu tónunum og var bara alls ekki nógu gód. Ég var heldur ekki nógu ánaegd med svidid, en einhvers konar plata úr forljóti plasti hékk skáhöll 45 grádur nokkurn veginn yfir svidinu og myndadi súd í íbúd Rodolfos og co. Thad gerdi thad ad verkum ad thad var enginn út- eda inngönguleid inn í svidid, ef svo má ad ordi komast, heldur thvaeldust söngvararnir inn um litla hurd til vinstri. Mér fannst thad frekar hallaerislegt thví hurdin var frekar lítil og almennt lítid pass til innkomu sem gerdi thaer allar ad vonum áhrifaminni. Ég meina, hin vidkvaema innkoma Mimiar og hún hrökklast inn um einhverja pappahurd úti í horni!!!!!! Hún á ad nálgast haegt innan úr svidinu...til daemis..... jaeja, en audvitad var margt annad gott og flott thótt íbúdin hans Rodolfos hafi verid halló.

Hei, ég kem heim 10. júní. Ef einhver vill ná í mig á flugvöllinn og hýsa mig í nokkra daga er sá hinn sami bedinn ad gefa sig fram vid lögreglu.

|

19.3.04

Jeddúddi

Bródir minn heldur úti bloggsídu.
Ég var ad lesa gestabókina hans og vona ad einhver sé ad fara ad skrifa BA í íslensku núna, tví tharna er komid ritgerdarefnid. Íslenskukunnátta unglinga á Íslandi í dag og notkun í daglegu lífi. Ég hafdi til daemis ekki fyrr en ádan séd, hvad thá heyrt um thad tad talad ad SKVERA KERLINGAR!!!!!!! HALLÓ!!!!!!!Já thad tharf svo sannarlega einhver ad hafa áhyggjur af thessu!

|

18.3.04

hjarta mitt er vid heiminn bundid

Annars er ég med hjartslátt. Hverju skyldi thad saeta?
Í gaer fór ég á Lilja 4ever.
Thvílík mynd!
Ég grét.
Karlkynid er veikt og grimmt.

|
It isn't a poem
Non curo. Si metrum non habet, non est poema.
"I don't care. If it doesn't rhyme, it isn't
a poem."
You are a type A personality. You like bright
things, you don't call in sick to work, and you
have devastating opinions about art.


Which Weird Latin Phrase Are You?
brought to you by Quizilla


Ég verd ad segja ad fyrsti ís "vorsins" olli mér miklum vonbrigdum. Í sólinni fannst mér vid haefa ad fá mér ís, og keypti cornetto í einhverju bakaríi. Gud veit hverslu lengi hann hafdi legid í frystinum. Thad var hálfgert plastbragd af honum, vöffluformid ad lidast í sundur, og hann var eiginlega "hvorki fugl né fiskur" eins og ritgerdin mín um dverga í íslensku 200.... En vorid er nú bara rétt ad byrja og vonandi ad fleiri ísar eigi eftir ad reynast betur en thessi ósómi. Annars er ég ad fara í fyndinn leidangur á eftir. Med Önnu og Karel mér til halds og trausts. Vid aetlum ad fara í íbúdina thar sem ég bjó í fyrrasumar, og banka, og spyrja hvort gönguskórnir mínir séu heima... hí hí.

|

17.3.04

BRÁDUM KEMUR BETRI TÍD, MED BLÓM Í HAGA

Vorid er komid! Ég verd alltaf jafn hissa thegar thad gerist...
Sólin skín og úti er 20. stiga hiti, ég skil ekki hvad ég er ad hanga hérna inni..
Thad er alltaf jafn gaman thegar vorid kemur, hvert sem litid er renna til manns hýr augu, lykt af tómatsósu og grilludum pulsum gaelir vid vitin og madur getur ekki annad en vidurkennt ad heimurinn sé nú eftir allt saman gódur stadur.

Andinn kom einmitt yfir mig í dag:
Gott er ad gledja vini,
gledin eykur thol.
Léttist á lundarsyni,
langar í nýjan bol.

Veit annars einhver hérna inni hvad circumvolutions thýdir?


|

16.3.04

Í gaer fór ég líka í írsku og thar sem kennarinn var frekar thunnur (eftir St. Patricksdjamm sem var á sunnudagskvöldid) nennti hann voda lítid ad fara í hljódvörp og framburd, en kenndi okkur thetta fína lag á írsku, og söng fyrir okkur og allt. Hann hafdi ekki mikla trú á bekknum í byrjun, en kenndi okkur alla vega vidlagid. Ég bardist hins vegar fyrir tví ad fá ad laera alla vega eitt erindi og vid laerdum tvö, kennaranum til mikillar gledi. Hann vildi helst fara strax med okkur á írskan pöbb og sína hvad vid vorum flink!
Ég er pínu skotin í kennaranum....

|

Ára

Pink Vibes
Your Energy is Pink. You have achieved a perfect
balance between spiritual awareness and
material existence. You are usually
affectionate and warm, showing compassion and
love for others. Others find you genuine,
cooperative and friendly. You are a
humanitarian and you possess a deep
understanding of life. You may aspire to
philanthropy, or you may find yourself heading
or volunteering for agencies that create change
for the good of the whole. You are a leader
and are willing to take on much responsibility.


What color is your energy?
brought to you by Quizilla

|

Senn kemur vor...

Hvernig er thad, hefur thad nokkurn tímann í sögunni verid sannad ad ástin sé til? Nei, einmitt eins og ég hélt! Ástin er ekkert nema hugarburdur, fantasía og skáldskapur! Meira ad segja lélegur og klisjukenndur skáldskapur, sem á ekkert skylt vid nokkra heilbrigda hugsun. Ótrúlegt hvad manninum tekst samt ad flaekja sig í blekkingarvefi "ástarinnar". Thad maettir hreinlega halda ad fólki finndist gaman ad láta leida sig oní drekkingarhyli thess, sem ekki er! Og svo rankar thad vid sér, hvar var ég? spyr thad sig, og enginn, ENGINN getur svarad!!!! Óhugnanlegt? Ó já. Eins og ad hverfa sporlaust, missa minnid, brottnemast. Nú vitidi hvad vard um allt fólkid sem heldur tví fram ad tad hafi verid "brottnumid" af aedri máttarvöldum. Brottnumid?! Ég hef nú aldrei vitad annad eins. Audvitad vard fólkid bara ástfangid og missti raenuna af teim sökum. Og thad er sko ekkert, EKKERT fyndid vid thad. Thetta er háalvarlegt mál og löngu kominn tími til ad vísindamenn heimsins reyni ad fá einhver botn í málid og útskýri fyrir okkur, aumum mannsálum, hvad er eiginlega á seydi. Látid ekki draga ykkur lengur á asnaeyrum! VID VILJUM SVÖR!!!!!!!!!

|

4.3.04

DAYS RUN AWAY LIKE WILD HORSES OVER THE HILLS

Spurning dagsins: hver á thessi ord?

Í morgun vaknadi ég klukkan 06. Maetti í skólann fyrir aldir allar, Rozvoj slovníku klukkan 7 30. En kennarinn gerdi vart vid sig einungis med midasnepli á hurdinni, er tilkynnti ad hún myndi ekki maeta af heilsufarsástaedum. Ranglaetid í heimi thessum er margvíslegt.
Ég er annars ad lesa frábaera bók um thessar mundir. Virkilega hressandi bók, um unga Ameríkana í Búdapest stuttu eftir byltinguna. Alveg hreint prýdileg og innblásandi lestning.
Í gaer fór ég í bíó á the Whalerider. Myndin er Nýsjálensk, fjallar um frumbyggjastúlku sem lídur fyrir kyn sitt.
Mér fannst myndin frekar slöpp svona framan af, ekki nógu skýr framvinda og allt of mikid af vídum skotum. En seinni helmingurinn baetti thad allt upp, med mögnudum hvalasenum og naermyndum!
Bíósalurinn er hins vegar frábaer, 19. aldar rómantískt kvikmyndahús og salurinn minnir svolítid á íslensku óperuna. Vaeri gaman ad halda tónleika thar...
Best thá ad fara heim og aefa sig fyrir söngtíma hjá Effenbergovu..
bless

|

2.3.04

Ef thad skildi hafa farid fram hjá einhverjum thá er Spilverk thjódanna langbesta íslenska hljómsveit allra tíma!

|

1.3.04

Á skídum... já...

Jaeja, nú er ég komin heim í höfudborgina eftir óborganlegt skídaferdaleg upp í Krkonosi, fjalllendi hér í landi, nálaegt landamaerum Póllands.
Vid fórum thangad á laugardagsmorgun, upp í lítinn saetan kofa med kamri, ég, Anna og Karel. Thad var yndislegt vedur, sól og blída, og 110 cm snjór! Ég leigdi skídi sem var ekki einu sinni neitt dýrt eins og ég hafdi ímyndad mér. Haengur var hins vegar sá á ad ég hef tvisvar farid á skídi á aevinni.
Nú.
En vid drifum okkur út og thad rann smám saman upp fyrir mér af hverju tékkneska ordid yfir gönguskídi, běžky, er dregid af sögninni běhat, sem thýdir ad hlaupa....
Tinna litla feitabolla lulladi tharna á eftir sportbrjálaedingum daudans, Önnu og Karel, sem fóru hringinn á puttanum í sumar og láta sér sko ekki allt fyrir brjósti brenna! Smám saman fór ég ad pirrast yfir thví hvad thad er hallaerislegt ad vera Íslendingur og kunna ekki á skídi, og yfir theirri "ógaefu" ad hafa ekki átt fyrir foreldra fólk af genagerdinni homo sportensis, ad hafa ekki kennt barninu sínu á skídi svo thad gaeti farid til Tékklands og ordid landi og tjód til sóma í snjókafaldinu! En thad thýddi víst lítid ad paela í tví tharna, inni í midjum skógi! Anna og Karel brjálaedingar reyndu sem mest thau máttu ad fara ótrodnar slódir, í gegnum nýfallin ausandi lausan snjó, svo thad var eins og snjóhaf og ganga yfir! Ég datt mörgum sinnum audvitad og tel líklegt ad "best off" senur úr thessari skídaferd, thar sem ég datt eda kom mér í stórkostlegar sjálfheldur vaeri naegilegt og naegilega fyndid efni í áramótaskaup naestu 2 árin. Og jafnvel fréttaannál ef tví er ad skipta. En varid ykkur börnin gód, thetta var bara dagur 1!!!!!
Dagur 2, sem var í gaer, var tekinn snemma og vid vorum komin upp í fjall klukkan 9 held ég bara svei mér thá. Vid tók 20 km ganga, takk fyrir, yfir fjöllin sjö og heim. Ég er marin og blá. Og aetla svo sem ekki ad ordlengja neitt um thad meir, en thetta var hressandi og endurnaerandi! Nema ad ég á erfitt med gang og hef meira ad segja hardsperrur í hálsinum!

|