26.9.07

Yesterday was dramatic - today is ok.

Svona um það bil þannig er ástandið í lífi mínu núna.



|

14.9.07

15. vika = vika 14+0- 6 dagar

Þú
Þú hefur nú þyngst um 3-5 kíló og á næstu fimm vikum munt þú þyngjast mikið. U.þ.b. ¼ af þyngdaraukningu á meðgöngu verður á milli 16. og 20. viku. Kannski íhugar þú nú að kaupa meðgöngufatnað, ef þú ert ekki þegar búin að því. Það er mjög misjafnt á milli kvenna, hversu mikið þær vilja sýna bumbuna. Þú getur keypt venjuleg föt í yfirstærðum, fengið lánuð meðgöngufatnað frá vinkonum, keypt ódýran meðgöngufatnað í stórmörkuðum eða dýrari í sérverslunum. Yfirleitt er það ekki nauðsynlegt að eyða miklum peningum í meðgöngufatnað, nema vinnan þín krefjist þess. Þó ráðleggur höfundur öllum tvíburamæðrum að eiga eitt almennilegt sett af meðgöngufatnaði, sem fer vel og er þægilegt – það er gott fyrir sjálfstraustið.

Ef þú hefur fætt áður, getur þú kannski byrjað að greina á milli fósturhreyfinga og þarmahreyfinga þinna. Legið er nú á stærð við handbolta og hjartað í þér slær 10 slögum oftar á mínútu vegna aukins blóðmagns. Þú ert kannski líka andstutt og getur ekki alltaf andað djúpt og þarft því stundum út til að fá ferskt loft. Þetta er alveg eðlilegt, svo lengi sem þetta lagast með ferska loftinu. Hormónabreytingar valda líka auknum hárvexti svo að sumar konur fá „yfirskegg“ á meðgöngu. Hárið á höfðinu getur annað hvort orðið líflegra eða þynnra en hvortveggja breytist aftur í eðlilegt horf eftir fæðinguna.

Tvíburarnir
Fóstrin eru nú u.þ.b. 90-120 mm frá höfði niður á rass og 130 grömm hvort og þvermál höfuðs er um 3 sm. Litliheili og mæna eru mynduð. Þunnt lag af fíngerðum hárum (laguno) vex yfir allan líkamann og fóstrin æfa sig í að anda. Ytri kynfæri eru nú fullmótuð en það er ekki öruggt að hægt sé að greina kynið í sónar.

(www.ljosmodir.is)

|

5.9.07

Maður Lifandi

Maður lifandi er greinilega staðurINN þessa dagana.
Ég var þar í gær og fékk mér hádegismat og í dag fékk ég mér döðluköku þar innan um fjöldan allan af selebríum. Þar voru t.d. Auður Hafsteins fiðluleikari, Edda Björgvins leikkona, Sesselja Kristjáns og Hulda Björk söngkonurnar miklu og Jasmín og Addi Fannar með litla beibí. Og svo ég sjálf í eigin persónu.
Skólaárið leggst vel í mig og svona meira og minna allt í mínu lífi.
Ég er oft til í rólegheita geim - en þó síður fjölmenn samkvæmi.
Á mánudaginn hitti ég Herdísi Önnu Jónsdóttur og hélt henni í fangi mér góða stund og er hún hið mesta krútt og ég verð að segja að handtökin rifjuðust mjög fljótt upp. Það er nú líka eins gott þegar þau verða tvöfalt fleiri.
Jájá, þetta fer allt einhvernveginn.

|

2.9.07

Játningar

Ja, undanfarið hefur sem fæstum sögum farið af mínum högum hér á blogginu. Mun ástæðan vera að í hinu persónulega einkalífi snýr nú allt á haus og minnir söguþráður lífs míns æ meir á söguþráð í Suður-Amerískri sápuóperu. Hef ég helst ekki viljað ræða hann við semi-viðkomandi og alls ekki ókunnuga. Nú er þó komin yfir mig uppljóstrunarandi, enda hætt við að semi-viðkomandi og óviðkomandi verði á vegum mínum á næstunni með skólabyrjunum og þess háttar.
En í fyrsta lagi þá er ég flutt heim til mömmu og pabba ásamt dóttur, um óákveðinn tíma.
Í öðru lagi á ég von á tvíburum eftir u.þ.b. hálft ár.

(Nei - ég er ekki að grínast!)

Eftir að hafa skrifað þetta í ca. þriðja sinn dettur úr mér allur skáldlegur andi, því mér finnst þetta svo absúrd. Færslan verður því ekki lengri að sinni.
Sjáumst á hinum farna vegi.

|