5.9.07

Maður Lifandi

Maður lifandi er greinilega staðurINN þessa dagana.
Ég var þar í gær og fékk mér hádegismat og í dag fékk ég mér döðluköku þar innan um fjöldan allan af selebríum. Þar voru t.d. Auður Hafsteins fiðluleikari, Edda Björgvins leikkona, Sesselja Kristjáns og Hulda Björk söngkonurnar miklu og Jasmín og Addi Fannar með litla beibí. Og svo ég sjálf í eigin persónu.
Skólaárið leggst vel í mig og svona meira og minna allt í mínu lífi.
Ég er oft til í rólegheita geim - en þó síður fjölmenn samkvæmi.
Á mánudaginn hitti ég Herdísi Önnu Jónsdóttur og hélt henni í fangi mér góða stund og er hún hið mesta krútt og ég verð að segja að handtökin rifjuðust mjög fljótt upp. Það er nú líka eins gott þegar þau verða tvöfalt fleiri.
Jájá, þetta fer allt einhvernveginn.

|

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home