27.9.04

Píanistinn fer til Prag (botniði nú...)

Jæja. Snorri Sigurðsson hefur nú, að því er ég best veit, dvalist í Bristhol, Englandi alveg síðan á miðvikudag í síðustu viku. Hefur hann ekki fært inn eina einustu línu um andlegt og líkamlegt ástand sitt, eða önnur hamskipti sem gætu vel hafa orðið við þessa umbreytingu inn á blokk sína. Veit ég þó ekki betur en hann sé vopnaður rafpenna, eða fartölvu öðru nafni. Ó hvað ég sakna Snorra...
Ég er viss um að ljóshærða stúlkan sem hann átti blind date við hefur hreppt hann í fangelsi og geymir hann í dýflissu undir líffræðideild Bristol háskóla, en eins og þið kannski vitið þá var byggingin forðum kastali og dýflissur á hverju strái..Nei nú er ég að bulla. Ég er sem endranær í Árnagarði. Að vinna verkefni... ef ég eignast son ætla ég að láta hann heita Árna Garðar, í höfuðið á þessari ágætu stofnun. En sem píanóleikari og kynnir (!!!) kirkjukórs Odda og Þykkvabæjar (sem hlaut á dögunum nafnið North Hastings vegna upptöku myndarinnar a little trip to heaven) er ég nú komin í hektískan akstur á milli staða til að sinna öllum mínum skyldum. Keyrði t.d. í bæinn í morgun og fer aftur austur í kvöld.. vonandi fæ ég far í bæinn kl 6 í fyrramálið... Annars héldum við tónleika í gær í North Hastings sem lukkuðust bara mjög vel.. þrátt fyrir að forspilið í Dagnýju hefði verið fínt hljómaverkefni í hljómfræði 3.... hmhm.. jájá.. en við erum sumsé að fara heim til PRAAAAAAAAAAAAAAAAAAAG!!!!! á fimmtudaginn og ég verð í viku! veiveiveivei..
en fyrst þarf ég að skila þessu ógeðslega verkefni um hljóðskiptaraðir og rótarbeygingu.. ég botna ekkert í þessu, það segi ég satt!!! Oh well.Ekki get ég kvartað þar sem móðir mín smurði oní mig nesti, samloku með rækjusalati og kókómjólk, svo mér leið sem snöggvast sem barni við ströndina. Las náðugu frúna frá Ruzomberok um helgina.. magnifiat.


|

22.9.04

Vort líf, vort líf

Hér er ég nú komin, búin að gera mér ferð upp í Árnagarð, til þess að pikka inn heimaverkefni morgundagsins, en ekki hefur neinu verið komið í verk undanfarnar 37 mínútur. Hvurnin læt ég.. með skaftfellskum hw..framburði.

|

9.9.04

Clark Kent og Súpermann

Jæja, á hef ég látið undan hinni akademísku pressu sem á mér hefur hvílt undanfarin ár og hef hafið störf við háskóla Íslands, sem íslenskunemi.
Ég er enn í aðlögun og þjáist því af síþreytu auk þess sem miklar framkvæmdir standa yfir á Hverfisgötunni.. spasl og málun hf. Enn á ég einungis 2 teskeiðar, og enga matskeið. Brátt verð ég að heimsækja IKEA. Stendur allt til bóta eftir að framkvæmdum lýkur.
Af stundatöflunni er það að frétta að ég sit tíma í aðferðum og vinnubrögðum, íslensku máli að fornu og inngangi að íslenskri málfræði auk hljóð- og hljóðkerfisfræði. Íslenskt mál að fornu (Í.M.A.F.) er þó kennt sem stærðfræðigrein, talandi kennarans minnir næstum óþægilega á Eygló Guðmundsdóttur nokkra, stærðfræðikennara í MH (skýrar og skorinorðar setningar með löngum og íhyglum (?) þögnum inná milli), auk þess sem hún setur orð inn í jöfnur!! Svo er ég líka að fá bólu á hökuna.
Victor kom með tölvu handa mér en ég held að ég hafi kannski eyðilagt hana. Fer með hana til læknis á eftir....
Best að fara í Bónus.

|