24.1.08

Lífið


Ja hérna er ekki lífið skrýtið. Allt í einu spretta upp nýstropuð egg útum allt í ungum legum, tútna og bólgna út í frjósemi sinni þar til einn góðan veðurdag þrýstist út heill líkami af manneskju! Já þetta er aldeilis stórkostlegt þetta móðurlíf. Að það skuli geta séð um heilt líf í hva, 280 daga, fætt og nært, það er óviðjafnanlegt.
Ég segi það ekki, ég er orðin svolítið þreytt frjósemisgyðja með mitt Bringspalateygða leg og spörk hingað og þangað daginn út og inn, bakverki og grindargliðnun og brjóstsviða á kvöldin. Ég hef þó náð eiginlega að fullu minni fyrri heilsu, laus við kinnholubólgur og niðurgang og hef því öðlast matar og drykkjarlist á ný sem er mjög gott. En þið trúið ekki hvað ég hlakka til eftir laugardaginn að geta prjónað eins og brjálæðingur án samviskubits, farið í jóga og endurnýjað fæðingarsjálfstraustið, sinnt barninu mínu í aðlögun á leikskólanum, lagt mig ca 5 sinnum á dag, farið jafnvel í sund, þvegið barnafötin og komið þeim fyrir, og undirbúið heimilið og sjálfa mig og barnið mitt svo langt sem það nær (haha) fyrir þessa miklu breytingu í lífi okkar allra. Ég var líka að fatta í dag að það eru 3 vikur í 37 vikna meðgöngu sem er einmitt meðaltalsmeðganga tvíbura...
Vinir mínir, látið ykkur ekki antísósjalískt líferni mitt fara í taugarnar á ykkur, ég get bara ekki farið mikið út úr húsi, literarí vegna líkamslegs álags. Hringið í mig eða bankið, stundum er ég í stuði, stundum ekki! Þetta er bara allt saman dulítið sérstakt.
Ég stefni þó ótrauð á að heimsækja nýbornar húsfreyjur sem fyrst í næstu viku, enda þarf ég að rifja upp nýburahandtökin... og í nýstropuðum legum vil ég einnig heyra sem fyrst!

|

20.1.08

Gúgú

34. vika = 33+0-6 dagar

Þú
Legið nær nú alveg upp undir bringspalir. Konur sem ganga með eitt barn, léttir þegar barnið fer niður í grindina en þann kost hefur þú ekki þar sem þú gengur með tvíbura. Þó svo að annað barnið gangi niður í grindina, þrýstir hitt upp undir brjóstkassann og þyngd beggja barnanna gerir það að verkum að þú þarft að hvíla þig oft á dag. Æðahnútar allt frá skapabörmum og niður í fætur eru algengir hjá tvíburamæðrum og margar verða leiðar yfir útliti sínu (!!!!). Daglegar kálfavöðvaæfingar hjálpa mikið. Fáðu gott fótanudd, þá svífurðu aftur, a.m.k. í dálitla stund.

Tvíburarnir
Börnin eru nú um 30 sm frá höfði niður á rass og 42 sm frá höfði niður á hæl og hvort um sig vegur um 2100 grömm. Húð þeirra er ekki lengur gegnsæ og þunn, heldur bleik og líkist marsípan. Ef börnin hafa hugsað sér að bjóða heiminum góðan daginn í þessari viku, munu þau ekki vera stoppuð af. Langflest eru nú tilbúin til þess að anda upp á eigin spýtur.

Jæja,
ég lifi enn... próf næsta laugardag, Bebe byrjar á leikskóla í vikunni, búin að kaupa annan barnabílstól á 5þúsundkall í VÍS.is, búin að "kaupa" bíl, gengur vel með teppið, búin að fá námslán og borga heilmikið af skuldum, klára pensilínkúrinn á morgun, börnin bæði í höfuðstöðu, búin að eyða feibúkkakkántnum mínum en er mjög virk á myspace núna :).. jájá eftir laugardaginn 26.1. verður það bara fegrun og mæðrun fram að burði... vei vei..

|

16.1.08

Minnispunktar, uppfært 16.1.2008

-Hringja í rafvirkja
-Fara í klippingu?
-Fara í nudd
-Fá námslán
-Fá fæðingarorlof
-Borga skuldir
-Borga rafvirkja
-Laga til á skrifborði
-Fara í Söstrene Grene?
-Koma skikki á myndir
-Læra undir próf
-Ná prófi.
-Prjóna 2 peysur og 2 húfur
-Prjóna teppi
-Fara í fót-og handsnyrtingu
-Reyna að springa ekki úr óléttu
-Fara með bíl í smurningu
-Ath beltamál í bíl
-Fá aukalykil á bíl
-Laga til í geymslu?
-Þvo + sortera barnaföt
-Kaupa geymslukassa undir föt ekki í notkun
-Drekka nóg af vatni
-Fara kannski einu sinni í bíó
-Baka kökur til að eiga í frysti þegar búið er að afþýða hann
-Fá nýja glugga í íbúð

|

8.1.08

Minnispunktar

-Hringja í pípara
-Hringja í rafvirkja
X-Fara til smiðsins
X-Fara í Góða hirðinn
-Fara í klippingu?
X-Kaupa sjampó í Manni lifandi
-Fara í nudd
-Fá námslán
-Fá fæðingarorlof
-Borga skuldir
-Borga rafvirkja
X -Afþýða ísskáp
-Laga til á skrifborði
-Fara í Söstrene Grene?
-Koma skikki á myndir
-Læra undir próf
-Ná prófi.
-Prjóna 2 peysur og 2 húfur
X-Fara í jóga
-Reyna að springa ekki úr óléttu
-Fara með bíl í smurningu
-Ath beltamál í bíl
-Fá aukalykil á bíl
-Laga til í geymslu?
-Þvo + sortera barnaföt
-Kaupa geymslukassa undir föt ekki í notkun
-Drekka nóg af vatni
-Fara kannski einu sinni í bíó
-Baka kökur til að eiga í frysti þegar búið er að afþýða hann
-Fá nýja glugga í íbúð

|

6.1.08

AAAAAAAAAAAAAAAAAAAA!!!!!!!!!!!!!!

Viljiði drullast til að beina þessum helv. flugeldum eitthvert annað en upp í loftið eða ég kem og kæri ykkur fyrir óspektir á almannafæri HÁLFVITAR!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

|

Móðurpirr

Er ég eina manneskjan á höfuðborgarsvæðinu sem á barn með 38 stiga hita sem hrekkur upp við hvern einasta flugeld í <5km radíus eða finnst ÖLLUM þetta jafnæðislegt? Þegar ég fer í borgarstjórn verður það mitt fyrsta verk að banna þennan andskota á einkalóðum. Eru foreldrar ekkert þrýstiafl í þessu þjóðfélagi eða hvað? Helvítis aumingjar.

|

1.1.08

..og eilífan unað um síðir...

1.
Nú árið er liðið í aldanna skaut
og aldrei það kemur til baka,
nú gengin er sérhver þess gleði og þraut,
það gjörvallt er runnið á eilífðar braut,
en minning þess víst mun þó vaka.

2.
En hvers er að minnast og hvað er það þá,
sem helst skal í minningu geyma?
Nú allt er á fljúgandi ferð liðið hjá,
það flestallt er horfið í gleymskunnar sjá.
En miskunnsemd Guðs má ei gleyma.

5.
Nú Guði sé lof fyrir gleðilegt ár
og góðar og frjósamar tíðir,
og Guði sé lof, því að grædd urðu sár,
og Guði sé lof, því að dögg urðu tár.
Allt breytist í blessun um síðir.

6.
Ó, gef þú oss, Drottinn, enn gleðilegt ár
og góðar og blessaðar tíðir,
gef himneska dögg gegnum harmanna tár,
gef himneskan frið fyrir lausnarans sár
og eilífan unað um síðir.

Valdimar Briem

|