18.11.12

Tígull

Bloggupprisan er slík að nú er bloggað án afláts.

Nema hvað að þegar ég var búin að hræra upp í sjálfri mér og kössunum í svefnherberginu bárust mér þær fréttir frá snöktandi móður að hundurinn væri allur. Það svo sem kom ekki á óvart, hann hafði verið lélegur til heilsunnar, einkum upp á síðkastið, kominn á gigtarlyf og hjartalyf eins og hvert annað gamalmenni, enda orðinn 15 ára gamall.
Það varð hins vegar raunverulegra þegar ég fór að kveðja hann og snerti kalda snoppuna, en brosið var enn til staðar, dauft, í svipnum hans.
Tígull var einstaklega vel gefinn hundur og Hafstaðs-systurnar kunna margar góðar sögur af honum, en við fengum hann, hreinræktaðan og ættbókarfærðan, frá þeim. Hann var svo lánsamur að eignast hvolpa, að minnsta kosti einn ef ekki tvo, og í dag vorum við að skoða svo skemmtilegar myndir þegar tíkin kom af nærliggjandi bæ með hvolpinn með sér í heimsókn og Tígull brosti hringinn af stolti.
Það var svolítið erftitt að tilkynna börnunum þetta, fyrsta sorgin og var tekið með miklum gráti af J, mikilli óskilgreindri geðshræringu af M en heimspekilegu jafnaðargeði af T. Það verður án efa tómlegt í koti karls og kerlingar þegar þessi ljúfi fjölskyldumeðlimur er fallinn frá.

|

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Sniff og kveðja,
Gunnþóra

10:15 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home