30.3.06

Hégómi


Eins og margar aðrar konur (athugið, ég segi margar, ekki allar) langar mig oft að líta vel út. Helst alltaf og án fyrirhafnar, en það er því miður ekki alltaf hlaupið að því. Í gegnum tíðina hef ég því séð fyrir mér hina fullkomnu, easy-to-put-on-natural-looking-beauty snyrtibuddu, sem er lítil og inniheldur einungis bráðnauðsynlega hluti til að framkalla hið natural looking kjaftæði í neyð. Þar sem ég hef afar sjaldan keypt mér nokkrar snyrtivörur, en samt einhvern veginn alltaf átt slatta af þeim, mest megnis ónothæft drasl eins og Anna vinkona mín var dugleg að benda mér á í MH hefur þessi neyðarsnyrtitaska aðeins verið fjarlægur draumur. Þangað til hin allra síðustu misseri, að ég hef séð betur og betur út hvað þarf að vera í þessari tösku og smátt og smátt reynt að eignast það. Mæli með að það sé gert á þeim mun -lengri tíma, og dýrara dót í staðinn fyrir að fríka út í HM Paris þar sem allt kostar eina evru... Maskarinn fer upp á enni og augnblýanturinn er eins og mjúkt blý númer sjö, máist mjög hratt út
Það sem mér virðist allra nauðsynlegast að eiga í slíkri buddu er
-almennilegur maskari, ekki klessudraslið úr HM sem mér varð á að kaupa um jólin
-almennilegur eyeliner
-all-purpose-varalitur, kannski bleikur eða rauður, aðallega að hann sé í frískandi og mildum lit svo hann henti við öll tækifæri, þess í stað gæti líka komið gott varagloss..
-glimmerpúður, ok, kannski frekar ætlað í kvöldútgáfuna af buddunni-en believe it or not-þetta dæmi gerir kraftaverk.. ef ekki væri fyrir það væri ég aldrei með óléttuljóma! Get ímyndað mér að sólarpúður kæmi að góðum notum í staðinn fyrir þetta, eða bara bleikur kinnalitur
-Bólu-og baugahyljari
-kviktanandlitskrem.. þetta er það nýjasta í mínu beautykonsepti og er að gera mjög góða hluti (keypti það eftir að hafa ítrekað verið líkt við uppvakning í morgunsárið, mjög hressandi eða þannig).

ok, þetta var smáborgaraleg færsla vikunnar, en um leið og ég varð ólétt varð mér meira umhugað um útlitið en vanalega!!!
Öll bjútítrix vel þegin!

|

Æ en sætt...


Tinna --

[noun]:

A lewd street performer



'How will you be defined in the dictionary?' at QuizGalaxy.com

|

29.3.06

Máli máli máli mál
máli máli máli
máli máli málimál
máli máli máli.

Urban Detour Sahara er bara soldið flott þótt hún sé ekki alveg nákvæmlega eftir mínu höfði.
Gott er að eiga góða að, t.d. foreldra sem lána bíl, Höllu sem skutlar manni heim, og Ellu Völu sem er vinur í raun.

Svo bið ég alla að taka síðustu helgina í apríl frá, því þá verður hin stórkostlega ópera MÆRÞÖLL frumsýnd. Aðeins 2 sýningar!

|

22.3.06

Robi wy mówicie język polski?

Í gær varð ég fyrir skemmtilegri reynslu hér í borg.
Ég var stödd við Hlemm og er ekki nema leið 2 þar á sama tíma. Þar sem ég var á leið upp í Tónó og talsvert á eftir áætlun eins og mín er gjarnan vísa, vatt ég mér að vagninum og spurði hvort það væri langt í að hann færi, ég ætlaði nefninlega ekki að fara að bíða eftir að vagninn leggði af stað ef svo bæri undir.. Þá bar svo við að bílstjórinn skildi ekki stakt orð af því sem ég sagði, en fór samstundis að tala pólsku, og ég held að hann hafi spurt hvort ég talaði pólsku. Kom þá vel á vondan því ég brá fyrir mig tékkneskunni, (sem er einmitt af vesturgrein slavneskra mála, eins og pólska) samlanda hans sem þarna sat til mikillar kátínu, og spurði ég hann eftir hve margar mínútur hann færi. Hann sagðist vera að leggja í hann og með það ók hann af stað og ég fékk mér sæti. Þegar ég stóð upp til að hringja bjöllunni gaf hann mér merki um að koma og við spjölluðum saman. Ég skildi nú ekki alveg allt sem hann sagði, en alla vega spurði hann mig af hverju ég talaði tékknesku og hvort ég hefði búið í Prag. Svo sagði hann eitthvað á þá leið að ég myndi læra pólsku hérna. Svo spurði hann hvort ég færi út á næstu stöð og þegar ég játti sagði hann það synd og skömm (Škoda). Þetta var alveg ótrúlega skemmtilegt og upplífgandi.
Í morgunsárið er ég svo búin að skipta um peru og er að fara að pakka niður...

|

20.3.06

Ég er að fara að syngja á mánudagstónleikum og nenni því ALLS ekki.. þá er bara að mála sig nóg og vona að maður skemmti áhorfendum nægilega með því.. Posted by Picasa

|

Stuna

Af hverju er ekki hægt að fara á msn á bókhlöðunni?
Og svo er einhver asni að nota handbókina sem ÉG þarf að nota!
GRRR...

|

15.3.06

Eitt og annað á meðangöngu

Í gær fór ég í meðgöngujóga í fyrsta sinn. Það var bara alveg ágætt. Reyndar fannst mér ég ekki ná að gera æfingarnar nógu djúpt og ég andaði ekki nóg, en það var vonandi bara af því að þetta var fyrsti tíminn og allt svona frekar nýtt. Ég var bara svo hryllilega stíf og stirð! Hræðilegt. Held það sé allt afabíl að kenna, er búin að vera á honum undanfarið. Mjög fríkað að liggja innan um aðrar konur hverri annarri óléttari. Hún kenndi okkur ýmislegt og þetta var bara áhugavert og ég hlakka til að halda áfram. Finnst ég loksins vera að tríta sjálfa mig og finn að það er MJÖG langt síðan eitthvað svona reglulegt "trít" hefur verið í gangi í mínu lífi, nema þá helst sturtan og krem á eftir!! (heimatilbúið Spa eins og hún Hildigunnur orðaði það svo skemmtilega).
Svo fór ég í mæðraskoðun og ræddi málin við ljósmóðurina sem hlustaði hjartsláttinn í Sparkaði/Spörk og var hann bara hressilegur að vanda. Allt leit bara vel út sem endranær. Ráðlagði mér að byggja upp vítamín- og járnforða og því fór ég í næstu búð og byrgði mig upp af þessu. Er núna að sjóða hýðishrísgrjón og stefni á að steikja steinbít. Hýðishrísgrjónin þurfa bara svo hryllilega langan tíma að það liggur við að það taki því að horfa á Desperate Housewifes þangað til...
Mjakast allt á Hringbraut, London í næstu viku... Life goes on..

|

9.3.06

Matur

Það er langt síðan ég hef bloggað um eitthvað almennilegt. Langir pistlar eru nú sjaldséðir, en voru áður fyrr daglegt brauð (sjá íslenskt mál að fornu). En nú finn ég mig knúna til að skrifa nokkuð langan pistil um mataræði mitt og mat almennt, á meðan ég bíð eftr að mannsefnið drattist fram úr og klári morgunmatinn sinn. Sem er múslí með mjólk. Við eigum tveggja ára afmæli í dag.
Þegar ég fór að búa ein, í kringum árið 2000, fór ég ósjálfrátt að borða minna af kjöti. Sömuleiðis keypti ég nær aldrei mjólk, því hún súrnaði bara í mínum litla og einmanalega ísskáp. Hins vegar held ég að ég hafi um það bil alltaf keypt það sama í matinn, og á tímabili eldaði ég ekkert nema spaghettí og einhvers konar tómatsósur sem innihéldu gjarnan mikið af rjómaosti og/eða rjóma til bragðbótar. Jafnan var laukur uppistaða, ásamt sveppum.. Eftir sumardvöl á Ítalíu komst ég að því að Ítalir nota ólívuolíu eins og við mjólk og það var ekki hægt að komast af í eldhúsinu án hennar. Pastasmekkur minn vænkaðist við þessa dvöl og varð sófistikeraði ef svo má segja. Ég komst að því að spagettí þurfti ekki að vera löðrandi í niðursoðnum tómötum, heldur væri súkkíni kannski bara nóg. Ég lærði að búa til pasta og það var æði.. hlakka til að rifja þá kunnáttu upp einhvern daginn og nota til þess heimanmund Victors, pastadeigsútfletjara!
Í Prag kynntist ég forhertum grænmetisætum, sem aldrei létu neitt inn fyrir sínar varir sem hafði einhvern tímann tengst einhverju sem dró andann, þar með talin mjólk og egg. Í Prag dró verulegu úr mjólkurvöruneyslu minni og ég hætti á tímabili að nota annað en sojamjólk út í kaffið! Sömuleiðis snarhætti ég að borða kjöt, en það var einnig vegna þess að ég hafði einhvern veginn ekki lyst á því. Fisk langaði mig heldur ekki í, þarna inni í miðju landi sem hvergi hafði aðgang að sjó. Þegar ég kom heim um sumarið ofbauð mér svo neyslumunstur fjölskyldu minnar að þeim blöskraði! Mér fannst kjöt hreinlega viðbjóðslegt, og ef ég lét það inn fyrir mínar varir fannst mér ég vera að borða mannakjöt!! Þá hafði kaffineysla mín einnig minnkað og vikið fyrir teþambi, og mér fannst foreldrar mínir stanslaust vera að drekka kaffi.. Ég byrjaði þó að borða kjöt aftur, í litlu magni þó, enda dottin úr hinu heilnæma, vegitaríanska samhengi.. Í Danmörku hóf ég aftur kjötát, enda annað mjög erfitt í því landi. Samt sem áður hefur kjöt aldrei verið í neinu uppáhaldi, ég kemst mjög vel af án þess og borða það meira svona af félagslegum ástæðum, þegar ég vil ekki vera "leiðinleg". Líður mun betur án þess..
Ég hef alltaf talið mig ágætan kokk, en inn á milli á ég hörmuleg skeið við eldavélina þar sem allt sem ég elda mistekst og er vont. Á slíkum skeiðum hef ég t.a.m. boðið vinum upp á ósoðnar baunir og bragðlausan hrylling. Nú er ég nýstigin út úr einu slíku stigi, sem hefur varað frá því í sumar, og galdra fram hverja dýrindismáltíðina á fætur annarri. Sömuleiðis hef ég reynt að kaupa ekki alltaf "það sama" og eru sellerí, rækjur, þistilhjörtu, avokadó og lime helstu nýjungarnar í mínu eldhúsi og virka mjög vel... Sambýlismaðurinn er algjör grænmetisæta og borðar aldrei kjöt, nema hjá foreldrum mínum þar sem hann veit hvaðan það kemur. Hann borðar í staðinn mjög mikið af osti og mjólkurvörum, en ég borða ekki eins mikið af þeim, þar sem ég á það til að verða veik ef ég borða of mikið af því! (mjólkurvörur auka slímmyndun..)
Hér kemur einn heilsudrykkur:
Stórt glas fullt af köldu vatni úr krananum.
Lime
Skerið limeið í báta og kreistið safann út í vatnið (eða hafið aðrar aðferðir við að ná safanum úr ávextinum!)
Drekkið!
Mjög c-vítamínríkt og gott fyrir ófrískar konur með lélegt tannhold og afrifur í munnvikum!!!

En jæja, þá er kominn tími til að hlúa að framtíðarheimilinu. Vonandi nennti einhver að lesa þetta allt!

|

8.3.06

Frábær pistill

Frábær pistill hjá henni Þórgunni um af hverju píka er neikvætt og typpi jákvætt. Hún stingur upp á nýju orði og hvet ég allar meðsystur og bræður að taka sér það til fyrirmyndar.


|

6.3.06

andleysi 2

You scored as Journalism. You are an aspiring journalist, and you should major in journalism! Like me, you are passionate about writing and expressing yourself, and you want the world to understand your beliefs through writing.

Journalism

100%

Art

92%

Sociology

83%

Dance

83%

English

75%

Linguistics

75%

Theater

75%

Psychology

75%

Mathematics

58%

Philosophy

50%

Biology

50%

Chemistry

42%

Anthropology

42%

Engineering

33%

What is your Perfect Major? (PLEASE RATE ME!!<3)
created with QuizFarm.com

|
Þetta er einhvers konar sjálfskoðunargluggi sem aðrir geta tekið þátt í og ljóstrað þannig upp tilfinningum sínum um mig..
Málningar hefjast í þessari viku á Hringbraut. Vonandi.
Yfir og sút.

|

5.3.06

Ég berst við hálfgerða kóklöngun.
Þeir sem geta gefið mér upplýsingar um Gretu Rún Snorradóttur, sellóleikara í Prag, vinsamlegast gefi sig fram - eða segið henni að skrifa mér e-mail: toiletmouse@yahoo.com
Verí important.
Annars er ég í vinnunni. Ble.

|

2.3.06

Hvern er verið að reyna að blekkja?

Halldór Ásgrímsson talar á Alþingi um að 2500 ný störf muni skapast verði nýtt álver byggt. Ég spyr, á að flytja þessa starfsmenn inn frá Afríku? Hvað með öll störfin á Kárahnjúkum? Ég veit ekki betur en að hlutfall erlendra starfsmanna á Kárahnjúkum sé að minnsta kosti jafnhátt, ef ekki hærra en hlutfall Íslendinga þar á bæ. Auk þess sem víða vantar alltaf fólk, t.d. í ellibransanum, og iðnaðarmenn eru einnig af skornum skammti. Orð Halldórs flokkast því undir eina mestu vitleysu sem ég hef um dagana heyrt, og ég hef heyrt ýmislegt. Hvert ætlar þessi þjóð? Ég meina það. Og af hverju segir enginn neitt?

|

1.3.06

ein vitleysan í viðbót

Hefur þú...

(x) reykt sígarettu
( ) klesst bíl vinar/vinkonu
( ) stolið bíl
(x) verið ástfangin/n
(x) verið sagt upp af kærasta/kærustu
( ) verið rekin/n úr vinnu
( ) lent í slagsmálum..
( ) læðst út meðan þú bjóst ennþá heima hjá foreldrunum.
(x) haft tilfinningar til einhvers sem endurgalt þær ekki
( ) verið handtekin/n
( ) farið á blint stefnumót
(x) logið að vini/vinkonu
(x) skrópað í skólanum
( ) horft á einhvern deyja
( ) farið til Canada
( ) farið til Mexico
(x) ferðast í flugvél
( ) kveikt í þér viljandi
(x) skorið þig viljandi
(x) borðað sushi
( ) farið á sjóskíði
(x) farið á skíði
(x) farið á tónleika
(x) tekið verkjalyf
(x) elskar einhvern eða saknar einhvers akkurat núna
(x) legið á bakinu úti og horft á skýin
(x) búið til snjóengil
(x) haldið kaffiboð
(x) flogið flugdreka
(x) byggt sandkastala
(x) hoppað í pollum
(x) farið í "tískuleik" (dress up)
( ) hoppað í laufblaðahrúgu
(x) rennt þér á sleða
(x) svindlað í leik
(x) verið einmana
(x) sofnað í vinnunni/skólanum
( ) notað falsað skilríki
(x) horft á sólarlagið
(x) fundið jarðskjálfta
( ) sofið undir berum himni
(x) verið kitluð/kitlaður
(x) verið rænd/rændur
(x) verið misskilin/n
( ) klappað hreindýri/geit/kengúru
(x) farið yfir á rauðu ljósi/virt stöðvunaskyldu að vettugi
( ) verið rekin/n eða vísað úr skóla -vísað úr skóla vegna fjarvista, en kjaftaði mig aftur inn samdægurs
( ) lent í bílslysi
(x) verið með spangir/góm
(x) liðið eins og þú passaðir ekki inn í/þriðja hjól undir vagni
(x) borðað líter af ís á einu kvöldi
(x) dansað í tunglskininu
(x) fundist þú líta vel út
(x) verið vitni að glæp
(x) efast um að hjartað segði þér rétt til
(x) verið gagntekin/n af post-it miðum
(þið vitið - þessum gulu)
(x) leikið þér berfætt/ur í drullunni
(x) verið týnd/ur
(x) synt í sjónum
(x) fundist þú vera að deyja
(x) grátið þig í svefn
(x) farið í löggu og bófa leik
( ) litað nýlega með vaxlitum
(x) sungið í karaókí
( ) borgað fyrir máltíð eingöngu með smápeningum (við erum að tala um krónur, fimmkalla og tíkalla hérna)
(x) gert eitthvað sem þú lofaðir sjálfri/sjálfum þér að gera ekki
(x) hringt símahrekk
(x) hlegið þannig að gosið frussaðist út um nefið á þér
(x) stungið út tungunni til að ná snjókorni
(x) dansað í rigningunni
(x) skrifað bréf til jólasveinsins
( ) verið kysst/ur undir mistilteini
( ) horft á sólarupprásina með einhverjum sem þér þykir vænt um
(x) blásið sápukúlur
( ) kveikt bál á ströndinni!
(x) komið óboðin/n í partý
( ) verið beðin/n um að yfirgefa partýið sem þú komst óboðin/n í
(x) farið á rúlluskauta/línuskauta
(x) hefur einhver óska þinna ræst
( ) farið í fallhlífastökk
( ) hefur einhver haldið óvænt boð fyrir þig
(x) gert þig af þvílíku fífli fyrir framan fullt af fólki
(x) kysst einhvern af sama kyni
(x) farið nakin í sund
(x) rennt þér á grasinu á snjóþotu
( ) verið sett í straff
(x) logið fyrir vini þína
( ) liðið yfir þig
(x) fengið sms frá einhverjum sem þú veist ekkert hver er og byrjað að spjalla við manneskjuna
(x) eyðilagt eitthvað sem vinur þinn átti

|

Í dagsins önn

Óléttuljóminn, hvar er hann?
Ég lít út eins og útspýtt hundskinn, það er fáránleg slikja á hárinu á mér og fjárhagsstaða mín hefur aldrei verið verri, en það kemur kannski engum á óvart. Ég á hins vegar sætan kærasta og barn í maga og góða að því ég fæ make-up artist heim til mín á föstudaginn!
Nú verð ég hins vegar að fara og borga reikninga og senda reikninga og helst fara aðeins í Bónus líka. Svo væri upplagt að þvo gluggana (aftur) í sólinni - sé núna hvað þetta er illa gert hjá mér..

|