15.3.06

Eitt og annað á meðangöngu

Í gær fór ég í meðgöngujóga í fyrsta sinn. Það var bara alveg ágætt. Reyndar fannst mér ég ekki ná að gera æfingarnar nógu djúpt og ég andaði ekki nóg, en það var vonandi bara af því að þetta var fyrsti tíminn og allt svona frekar nýtt. Ég var bara svo hryllilega stíf og stirð! Hræðilegt. Held það sé allt afabíl að kenna, er búin að vera á honum undanfarið. Mjög fríkað að liggja innan um aðrar konur hverri annarri óléttari. Hún kenndi okkur ýmislegt og þetta var bara áhugavert og ég hlakka til að halda áfram. Finnst ég loksins vera að tríta sjálfa mig og finn að það er MJÖG langt síðan eitthvað svona reglulegt "trít" hefur verið í gangi í mínu lífi, nema þá helst sturtan og krem á eftir!! (heimatilbúið Spa eins og hún Hildigunnur orðaði það svo skemmtilega).
Svo fór ég í mæðraskoðun og ræddi málin við ljósmóðurina sem hlustaði hjartsláttinn í Sparkaði/Spörk og var hann bara hressilegur að vanda. Allt leit bara vel út sem endranær. Ráðlagði mér að byggja upp vítamín- og járnforða og því fór ég í næstu búð og byrgði mig upp af þessu. Er núna að sjóða hýðishrísgrjón og stefni á að steikja steinbít. Hýðishrísgrjónin þurfa bara svo hryllilega langan tíma að það liggur við að það taki því að horfa á Desperate Housewifes þangað til...
Mjakast allt á Hringbraut, London í næstu viku... Life goes on..

|

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home