30.3.06

Hégómi


Eins og margar aðrar konur (athugið, ég segi margar, ekki allar) langar mig oft að líta vel út. Helst alltaf og án fyrirhafnar, en það er því miður ekki alltaf hlaupið að því. Í gegnum tíðina hef ég því séð fyrir mér hina fullkomnu, easy-to-put-on-natural-looking-beauty snyrtibuddu, sem er lítil og inniheldur einungis bráðnauðsynlega hluti til að framkalla hið natural looking kjaftæði í neyð. Þar sem ég hef afar sjaldan keypt mér nokkrar snyrtivörur, en samt einhvern veginn alltaf átt slatta af þeim, mest megnis ónothæft drasl eins og Anna vinkona mín var dugleg að benda mér á í MH hefur þessi neyðarsnyrtitaska aðeins verið fjarlægur draumur. Þangað til hin allra síðustu misseri, að ég hef séð betur og betur út hvað þarf að vera í þessari tösku og smátt og smátt reynt að eignast það. Mæli með að það sé gert á þeim mun -lengri tíma, og dýrara dót í staðinn fyrir að fríka út í HM Paris þar sem allt kostar eina evru... Maskarinn fer upp á enni og augnblýanturinn er eins og mjúkt blý númer sjö, máist mjög hratt út
Það sem mér virðist allra nauðsynlegast að eiga í slíkri buddu er
-almennilegur maskari, ekki klessudraslið úr HM sem mér varð á að kaupa um jólin
-almennilegur eyeliner
-all-purpose-varalitur, kannski bleikur eða rauður, aðallega að hann sé í frískandi og mildum lit svo hann henti við öll tækifæri, þess í stað gæti líka komið gott varagloss..
-glimmerpúður, ok, kannski frekar ætlað í kvöldútgáfuna af buddunni-en believe it or not-þetta dæmi gerir kraftaverk.. ef ekki væri fyrir það væri ég aldrei með óléttuljóma! Get ímyndað mér að sólarpúður kæmi að góðum notum í staðinn fyrir þetta, eða bara bleikur kinnalitur
-Bólu-og baugahyljari
-kviktanandlitskrem.. þetta er það nýjasta í mínu beautykonsepti og er að gera mjög góða hluti (keypti það eftir að hafa ítrekað verið líkt við uppvakning í morgunsárið, mjög hressandi eða þannig).

ok, þetta var smáborgaraleg færsla vikunnar, en um leið og ég varð ólétt varð mér meira umhugað um útlitið en vanalega!!!
Öll bjútítrix vel þegin!

|

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home