9.9.04

Clark Kent og Súpermann

Jæja, á hef ég látið undan hinni akademísku pressu sem á mér hefur hvílt undanfarin ár og hef hafið störf við háskóla Íslands, sem íslenskunemi.
Ég er enn í aðlögun og þjáist því af síþreytu auk þess sem miklar framkvæmdir standa yfir á Hverfisgötunni.. spasl og málun hf. Enn á ég einungis 2 teskeiðar, og enga matskeið. Brátt verð ég að heimsækja IKEA. Stendur allt til bóta eftir að framkvæmdum lýkur.
Af stundatöflunni er það að frétta að ég sit tíma í aðferðum og vinnubrögðum, íslensku máli að fornu og inngangi að íslenskri málfræði auk hljóð- og hljóðkerfisfræði. Íslenskt mál að fornu (Í.M.A.F.) er þó kennt sem stærðfræðigrein, talandi kennarans minnir næstum óþægilega á Eygló Guðmundsdóttur nokkra, stærðfræðikennara í MH (skýrar og skorinorðar setningar með löngum og íhyglum (?) þögnum inná milli), auk þess sem hún setur orð inn í jöfnur!! Svo er ég líka að fá bólu á hökuna.
Victor kom með tölvu handa mér en ég held að ég hafi kannski eyðilagt hana. Fer með hana til læknis á eftir....
Best að fara í Bónus.

|

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home