Það hlaut að koma að því
Í morgun svaf Tinna Sigurðardóttir yfir sig. Ekki eru tildrög atburðarins að fullu könnuð en talið er að svefninn hafi náð yfirhöndinni er gsm sími Tinnu, Nokia 6210, keyptur af múhameðstrúarmönnum í Prag, tók að hringja klukkan 05 40. Tinna sagðist aðspurð ekki muna eftir að atvikið hefði átt sér stað. Kveðst hún hafa hrokkið upp við skvaldur og fast hurðabank klukkan 06 28.
"Þá áttaði ég mig á því hvað hefði átt sér stað, og kallaði fram að ég væri að koma." Tinna sagðist síðan hafa klætt sig í miklum skyndi og ekki farið í brjóstahaldara, og hlaupið fram. Hún henti morgunmatnum fram á borðið og naut aðstoðar eins guidanna við að hella uppá kaffi. Gestirnir, Katalóníumenn, kipptu sér ekki mikið upp við þetta en einn gaf þó vanþóknun í skyn með augnaráði og hálfkláraðri setningu. Hinir léku á alls oddi og báðu um tómata og olívuolíu "because the bíbol of Catalonia always have oil and tomatoss with brrread forr brreakfast..."
"Þá áttaði ég mig á því hvað hefði átt sér stað, og kallaði fram að ég væri að koma." Tinna sagðist síðan hafa klætt sig í miklum skyndi og ekki farið í brjóstahaldara, og hlaupið fram. Hún henti morgunmatnum fram á borðið og naut aðstoðar eins guidanna við að hella uppá kaffi. Gestirnir, Katalóníumenn, kipptu sér ekki mikið upp við þetta en einn gaf þó vanþóknun í skyn með augnaráði og hálfkláraðri setningu. Hinir léku á alls oddi og báðu um tómata og olívuolíu "because the bíbol of Catalonia always have oil and tomatoss with brrread forr brreakfast..."
|
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home