8.8.04

Hörkugöngur

Góðan morgunn.
Ég var að lesa á heimasíðu Laxár ýmislegt sem tengist veiði. Svona veiðikalla orðaforði er ótrúlega fyndinn og oftar en ekki hef ég orðið vitni af (vitni , eða af??) háfleygum, jafnvel heimspekilegum samtölum um laxveiði. En núna eru sumsé "hörkugöngur" í einhverri á, og mokast upp á land nýgenginn lax, og "einn og einn 2ja ára" slæðist með. Einnig eru ágætar líkur á að "setja í lax" hér uppí Árbæjarfossi, þar sem um 1800 eða hvað það nú var margir laxar hafa farið í gegnum teljara.
Nýji kokkurinn er rosalegur og hristir fram úr erminni súkkulaðikökur og appelsínufrómasa svona rétt á meðan maður fer á klósettið! Ótrúlegt. En á morgun fer ég í nokkurra daga frí. Áhugasamir hringi í mig.

p.s. Ég er að fara að flytja til London eftir 7 vikur. Trúiði því?

|

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home