24.7.04

Af hverju er enginn á msn?

Ég er í vinnunni 144. tímann í röð. B er að elda og að hlusta á O mio babbino caro. Það er nú fallegt. Gott ef það er einmitt ekki eftir Puccini. Jæja. Í kvöld verður fylltur kjúklingur og eitthvað fallegt. Jarðarberjamarengseitthvaðógurlegt í eftirrétt. O sei sei já mikil ósköp. Hér á Rangárvöllum skín sífellt sól. Ég get ekki beðið eftir að fara til London og helst vildi ég kaupa mér nýjan jakka. Verst að guð gaf mér aðeins 150þúsund í yfirdrátt. Verð greinilega að hringja í KB dauðasveitirnar eftir helgi.
Hafiði einhvern tímann velt því fyrir ykkur, að á meðan þið sitjið fyrir framan tölvurnar, sárasaklaus, eða horfið á sólsetrið, eða afgreiðið gin í sprite, þá eru menn útí bæ að græða á ykkur? 

|

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home