25.8.04

Kók og sígó.

Áðan fór ég út með Sollu stirðu og fékk mér kók og sígó. Svo er ég líka búin að borða 2 drauma í dag.
En aðalfréttirnar eru þær að ég fór á Ísafoldartónleika í gær!!! Það var mjög gaman, þótt prógrammið hafi verið í það þyngsta fyrir minn smekk. Besta skemmtun kvöldsins þótti mér vera Rímnadansar Jóns Leifs, þótt Tempo Guisto þátturinn hefði mátt vera eilítið meira í þá áttina, og sömuleiðis mátti fjórði kafli vera léttari. Þetta eru þó eftir allt dansar! 1. og 3. þáttur voru í fullkomnu skriðjöklatempói, með eldspúandi fjöllum og hraunvaðli, mjög svo að mínu skapi.
Nútímatónlist af þessu tagi er yfirleitt erfið í frumhlustun, og ég ímynda mér að það sé mun meira gaman að spila hana heldur en hlusta á hana. Þessi tónlist byggir svo mikið á sambandi hljóðfæraleikarana innbyrðis, kannski meira heldur en á sambandi flytjenda við hlustendur.. enda er það samband sem myndast bara eftir því sem hljóðfæraleikarar og hlustendur eru einbeittari. Ég hygg að flytjendurnir fái miklu meira út úr því að spila tónlistina heldur en hlustendur að hlusta á hana (alla vega í fyrsta skipti). Enda er þessi tónlist ekki skrifuð til þess að skemmta, þetta er tónlist sem er skrifuð fyrir hljóðfæraleikarana.
En nóg um það.
Djöfull er ég orðin þreytt á þessari vinnu.

|

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home