25.10.03

Ó Esbjerg!
Mér lídur eins og ég sé aftur ordid lítid barn á Patreksfirdi, og sé ad fara nidur á höfn ad veida kola og marhnút! Fari svo og feli mig inni í hjalli med úldinn bangsa sem vid fundum á ruslahaugunum, og leiki mér úti med ödrum börnum á leikvellinum tangad til klukkan er ordin 11 um kvöld!
Í gær brá ég mér í sundlaugina hér í Esbjerg. Sem er reyndar ekki bara sundlaug, heldur sundhöll, eda reyndar stærsti vatnleikgardur í Danmörku. Enda er rándýrt ad fara tangad. En tad var bara gaman. Ég keypti mér ekki Esbjørgu, enda eru allar líkur á ad tad sé ad koma klavír í húsid, ókeypis, en ég mun borga flutninginn. ì dag verdur farin vetvangskönnun í gripurinn gædaprófadur. Tá verdur huskonsert á hverjum degi!
Ádan fór ég og sótti kassa tvo sem ég átti á pósthúsinu á Jernbanegade. Fór ég tangad á hjólinu hennar Ástu og fann mikla ,,dönskun" eiga sér stad vid ad fara út ad hjóla. Svo reiddi ég kassana mína tvo heim, annan á böglaberanum og hinn á körfunni framan á og tad gekk vel, nema svo fór ad rigna og tad tótti mér ekki gaman.
Ég er mikid ad velta fyrir mér hvers vegna ,,ritstíll stjörnuspár" er ekki kennt sem lært fag vid háskóla í heiminum. Ég fæ nefninlega fína stjörnuspá í símann minn á hverjum degi. Tetta er alveg mögnum stjörnuspá, sem ætti vel heima í Bók svaranna... svohljódandi eru stjörnuspárnar uppá dönsku:
I dag skal du selv gøre noget aktivt for tingene. Heldet følger nemlig den, der tør tage et personligt initiativ. (Tetta var á tridjudaginn. Ég held ég hafi ekki gert neitt á tridjudaginn. )
Du får mulighed for at bringe dig selv et skridt foran, men du bliver nødt til at anvende et element af overraskelse. Magnad? Tad er eitthvad svo mikil heimspeki í tessu, einhver sannleikur sem allir geta tekid til sín..
Visse folk kan blive lidt specielle at have med at gøre i dag. Ikke mindst, hvis de har et helt anderledes syn på tingene. Alveg rétt..
Svo kom tessi í dag: Noget, der er forkert, bliver ikke rigtigere af at blive gentaget. Flere mennesker kan sagtens lave den samme fejltagelse. Tetta gætu verid páskamálshættir, svei mér tá!!!!
Ì gær voru 6 nýjir Steinway flyglar vígdir í konservatoríinu. Ásta tók tátt í athøfninni og stód sig med prýdi. Tad var bara doldid gaman ad heyra í 6 flyglum í einu.. svo máttu allir prófa á eftir, og tad var ekki amalegt ad prófa 6 Steinveigar á einu bretti.. sei sei já.

|

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home