24.10.03

Jæja.
Nú hef ég hafid nýtt líf hér í Esbjerg, en í gær tók ég mal minn og gekk út í strætóstoppid vid A 13 (umferdinni svipar til Tjódvegs 1 á Ìslandi) og tók vagn 508 til Tørring og tadan vagn 215 til Vejle og hoppadi beint upp í lestina til Elsku Esbjergs... Ásta mín kom á hjólinu sínu og vid reiddum minn mikla farangur á H. C. Ørstedsgade 24, sem er einmitt beint á móti Konservatoríinu tar í borg. Ásta fór í jazzpíanótíma og á medan fór ég í bæinn og vitjadi rúmstæda í Kirkens korsher sem er svona ,,genbrugs"bud, en tad er mikid um tær hér í Denmark.. Tegar Ásta var búin í tímanum sínum fórum vid svo ásamt Espen, sem er nærri tví sambýlismadur okkar, býr í íbúdinni á móti, og keyptum Blámann sem svo er nefndur og verdur mitt svefnstædi hédan í frá. Hann er reyndar fótalaus greyid, en hver veit nema vid gefum honum einhvern tímann nokkrar lappir ad hvíla á. Blámann er stinnur sem stál og gódur vid ad sofa, en tad reyndi ég fyrst í nótt. Sídan fórum vid og keyptum í matinn helstu naudsynjar og heil óskøp af tannkremi. Ég fór í leidangur í píanóbúd á medan Ásta æfdi sig, en tar voru píanóin øll eitthvad svo dýr. Vid erum eitthvad ad pæla í ad kaupa okkur saman thrjú einhvern klavírgarm, en ég veit ekki... Á leidinni heim kom ég hinsvegar vid í annars konar hljódfærabúd og bad um gítar ekki svo dýran fyrir áhugasaman byrjanda. Madurinn í búdinni var fjarska fjarska elskulegur og fann handa mér lítinn snotran gítar fyrir byrjendur, og (ó nei, nú hringdi organistinn og eitthvad..... eg sem skropadi i messu og let engan vita og verd nu grytt fyrir allra augum...(fyrir ta sem ekki vita fekk eg sum se vinnu sem korsongvari i Horsens)) en alla vega. Gitar tennan hyggst eg kaupa og mun nefna Esbjørgu. Finnst ykkur tad ekki fyndid?! Esbjørg. Es - bjørg!!!! Eg bind miklar vonir vid samband okkar Esbjargar og vonast til ad geta farid ad troda upp vid tækifæri fyrr en varir.
Nu, annad sem ég tarf ad gera í dag, annad en ad vera atvinnulaus, er ad senda eins og eina atvinnuumsókn í póst, og fara í sund. Og svo ætlum vid ad fá eina kommódu ad láni hvar ég gæti hugsanlega sett mínar spjarir spaksmanns. Spakmanns? Sídan tarf madur nú adeins ad hugsa um lífid. Ég hugsa mjøg mikid um lífid tessa dagana. Madur verdur ekki idjulaus af tví, get ég sagt ykkur. Og svona, reyna ad vita hvad ég vil verda tegar ég verd stór. Æ, hvad tetta er nú eitthvad mikil klisja!!! Eins og madur turfi endilega ad verda eitthvad? Mikid er ég ordin treytt á tví ad reyna ad verda eitthvad sérstakt. Ég ætla bara adeins ad prófa ad vera ekki ad verda neitt. Tad er mjøg afslappandi ástand. Eins og einhver hafi tekid mann undan lyftaranum. Ekkert smá sem madur var búinn ad vera lengi undir tessum lyftara! Díses!
Jæja børnin bód.
Nú ætla ég ad senda auglýsingu til ykkar um ad tetta blog sé nú aktíverad. Èg er med gsm símanúmer: 00 45 26 94 43 41.
Gódar stundir

|

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home