28.10.03

Jæja.
Nú er nýbreytt íbúd.
Ég hef hugsad mér ad lýsa íbúdinni.
Hún er á jardhæd í H. C. Ørstedshúsinu sem stendur vid H. C. Ørstedsgötu og er byggt fyrir konsfólkid, nemendur í konservatoríinu. Konservatoríid er einmitt beint á móti. Um tad bil 10 skref tangad inn takk fyrir. Ekki amalegt. Í tessu húsi eru svo ýmist eins eda tveggja herbergja íbúdir og erum vid Ásta í tveggjaherbergja.
Gengid er inn í forstofu, sem sídan í gær er tad eina smekklega í íbúdinni, og gengur tví undir nafninu menningarhornid. Kommóda á hægri hönd sem geymir gáfulegustu bækurnar - dönskíslensk-íslenskdöns ordabók, afmælisdagabók, miniheimsAtlas og Erotic poems. Àsamt japönskum dúk og mjög lekkerum lampa. Mjög lekkert alt. Úr forstofunni er svo gengid ýmist inn á bad (t. h.), inn til Ástu ( beint áfram), eda inn í eldhús/stofu/mitt herbergi (t.v.). Píanóid mun í framtídinni vera inni hjá Ástu, sem mun tá réttilega verda the musicroom. Hér í stofunni (tar sem ég sat og skrifadi ádur en ég skrifadi á blokkina) er svo ledursofinn rosalegi, grænu hægindastólarnir (sem eru á hjólum...) bordstofubordid ljóta sem er hulid med dúk sem einu sinni var vafningspils (og tar hvílir einnig forláta glertafl..) og blámann minn gódi (sem hugsanlega fær lappir í dag). Svo er tad risakommódan. Vid erum farnar ad kunna ágætlega vid hana bara, svei mér tá. Og vid sem vorum í alvöru ad pæla í ad kveikja í henni í gær!!!! Nú er hún líka ordin svolítid smekkleg trátt fyrir sína yfirtyrmandi stærd og lögun. Tetta lagadist eftir ad vid tókum okkur pásu frá störfum og vorum búnar ad heyra í módur Àstu, en hún sagdi ad vid tyrftum ad hafa pláss til ad dansa.
Ég er sjálfskipud í undirbúningsnefnd fyrir partýid okkar um helgina. Innflutningspíanópartý. Ég vil vera med vesen og skera út grasker og búa til ostapinna og bollu... men Ásta er ikke så vildt med det ...
Gud hvad ég hlakka til! Helgi Steinar kemur líka kannski í heimsókn frá Árósum. Brjálad stud í Esbjerg.
í gær budum vid Håkoni ad líta árangur um erfidisins og einn bjór. Ad vonum var kátt á hjalla, svo kátt ad nágranni okkar Tormod bankadi upp á og bad okkur vinsamlegast ad hafa oss hæg. Vid tókum tad ad sjálfsögdu til greina og skrifudum okkar fyrstu húsreglu. Hún er svohljódandi:
THORMÓDUR VILL EKKI HAFA HÁTT EDA VILL EKKI AD ADRIR HAFI HÁTT Á MEDAN HANN ER AD SOFNA...
Tetta hengdum vid uppp á vegg.
Svo hlógum vid náttúrulega. Eiginlega dálítid mikid. Píndumst af nidurbældum hlátri alveg..
En nú verd ég ad sinna henni Ástu sem dreif sig upp fyrir allar aldir til ad ná stofu en var svo rekin úr henni eftir klukkutíma og tarf virkilega ad láta vonbrigdin bitna á einhverju og tala svolítid illa um fidlur og flautur sem sitja og reykja og kjafta á ganginum trátt fyrir ad vera med stofur. Fuj.

|

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home