27.10.03

Kaffi
Kaffidrykkja hefur oft og löngum verid talin til dyggda. Um tad deila menn hins vegar eins og margt annad hvort hún er af hinu góda og víst er ad mörgum tykir kaffi hid mesta eitur og hallast frekar til telaufa, sem síst eru tó minna eitrud.
Samt sem ádur er tessi drykkur drukkinn vid nánast hvada tilefni sem er, alla vega tar tadan sem ég kem. Vid öll veisluhöld er hellt upp á í lítravís - til ad hressa upp á raudvínsmarínerad sjálfid á föstudagskvöldi - nær alltaf eftir máltídir - en einkum tó og sérílagi á morgnana finnur fólk sig knúid til ad dæla í sig koffíni - einfaldlega til ad komast í gang. Sjálf get ég tekid undir tad ad sú nautn er vandfundin í ödrum gjördum sem fæst vid tad ad drekka fyrsta kaffisopann (bíddu, eru karlskynsord med greini í tolfalli med tveimur eda einu n-i???). Gildir einu hverslags hrækaffi madur býdur sjálfum sér upp á, tví á ferdum sínum um heiminn hefur madur ekki alltaf öll hjálpartæki kaffilífins vid höndin (s. s. gódar baunir, kaffikvörn, espressovél, mjólkurteytara o. sv. fr.) og á tad til ad kaupa sér kaffi í tar til gerdum sjálfsölum. Sjálfsalar af tessu tagi eru vitaskuld framleiddir fyrir tá ,,nægjusömu", tannig ad hinn ríkari ríki, t. d. Ìsland hafa ekki svo ýkja mikid af teim ad segja. En tótt ótrúlegt megi virdast getur ómerkilegur og frekar subbulegur kaffisjálfssali sem byggir framleidslu sína á merrild ordid ad andans vin á köldum vetrarmorgni. Audmjúkur nálgast madur hann med lotningu í augum - leitar skjálfhentur eftir sídustu krónunum úr veskinu - ýtir á eftirlætistakkann sinn og finnur unadinn hríslast um sig í litlum bylgjum er sjálfsalinn hrækir út úr sér tessum görótta drykk - í ómerkilegt plastmál. Og fyrsti sopinn- , nei, ólíkt fyrsta kossinum sem oft vill verda flausturslegur, tá er fyrsti sopinn ávallt guddómlegur.

|

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home