31.10.03

Gódan dag, gódan dag.

Í gær fór ég til Horsens. Ég fór til ad syngja med tessum kór. Gunnthóra mín yndislega frænka baud mér í mat og var í midri spínatsósu er mig barad gardi.. mmm.. gunnthóra er besti kokkurinn minn í Danmörku, og thótt vídar væri leitad! Og svo gerdi Búddi tetta líka lekkera cappochino á eftir og aduvitad Toffifee med..æ hvad teta var gott. Svo gott ad audvitad kom ég of seint. Stelpurnar voru byrjadar ad æfa. Og kirkjan læst!! Svo stód ég fyrir utan og bankadi og bankadi. Tangad til organistinn Michael Ruaff opnadi fyrir mér, helstil fúll á svip. Unskyld sagdi ég. Svo sungum vid og tetta gekk vel, en um hugleidslustund var ad ræda. Á eftir ræddum vid framtíd mína í tessum kór. Audvitad átti enginn ord yfir tví ad ég væri flutt til Esbjerg... Og tók steininn úr tegar ég sagdist ætla til Ameríku um jólin! Hvad ætli tau haldi ad ég sé? Ég er snillingur í ad gera líf mitt óskiljanlega flókid á óendanlega stuttum tíma. (mótsögn? óendanlega stutt?) Svo vard tad úr ad ég má mæta klukkan 11 tegar ég get. èg er svo sem alveg til í tad, en tilkynnti ad ég kæmæist ei næsta sunnudag, ENDA ERU PARTÝ Ì UPPSIGLINGU!
Svo tók ég lestina til Fredericia og skipti tar yfir í lest til Esbjerg. Ég valdi mér hálftóman vagn og settist í fjögurrasæta sætaeiningu vid glugga. Ég ítreka ad tad var fullt af lausum sætum í ödrum fjögurra sæta einingum. Svo kemur einhver kaudi og hlammar sér beint á móti mér! Halló! Tetta minnti á strætóbókarbrandarann:
-Hvad er perralegra en ad sitjast vid hlidina á eina farteganum í strætó?
-Setjast í fangid á honum.

Nema hvad ad audvitad fannst mér tetta mjög ótægilegt. Kaudi stendur upp og fer fram og ég hjúkkadi og hóf ad skrifa Àstu sms um tetta atvik. Kemur hann tá ekki nema aftur!! Og sest í sama sæti, beint á móti mér!! Og hóf ad horfa á mig tessu líka daudans augnarádi. Sögnin ad horfa á í rauninni ekki vid, frekar mætti tala um ,,ad stara", ,,ad pressa" eda jafnvel til raun til ad ,,drepa". Fylgdi tessu thungur og ör andárdráttur. Vard mér nú ekki um sel, eins og gefur ad skilja. Fann ég fyrir miklum trýstingi undan augum tessa manns, og mjög neikvædum straumum. Tetta var mjög undarleg tilfinning og otægileg, eins og einhver væri í alvöru ad trýsta einhverjum tungum hlut á brjóstkassann á mér. Svo ég sá mér ekki annad fært en ad færa mig, enda adrenalín farid ad flæda og ég farin ad fá vott af andtrengslum.
Óged.
Svo lét hann mig í fridi eftir tad. Ég las í hinni frábæru bók Good in bed eftir Jennifer Weiner
og svo fór ég í smá snake. Snake er nefninlega alltaf til í leik. Mér finnst ágætt ad taka smá snake ödru hvoru til ad örva einbeintinguna. Í gær toppadi ég highskorid og alles.
Á endastöd spurdi annar madur hvort ég ætladi ekki heim. Èg ákvad nefninlega ad fara sídust út og vita hvort kaudinn væri ekki farinn. Madurinn spurdi hvort ég byggi í Esbjerg og hvort ég væri rússnesk og hvort ég taladi rússnesku. Hvad er málid?
Èg minnist tess er mér var sagt ad ég líktist Miss Russiaí Bosníu í fyrra!
Èg hef reyndar kenningu um tetta, hvad Slavar og Ìslendingar eru jafnklikkadir oft á tídum, tó útlit og yfirbragd sé yfirleitt ólíkt. En tad voru einmitt Keltar sem komu á tad svædi tar sem núna búa slavneskar tjódir. Og Keltarnir fóru til Írlands. Og Írarnir til Íslands...=skyldleiki!
En tetta er víst ábyggilega ekki í fyrsta sinn sem ég er kennd vid Rússland og vonandi eki tad sídasta tví ég hef lúmskt gaman af tessum dylgjum. Gaman ad eda gaman af?
Á eftir mun Ásta Hannesdóttir leika á píanó ásamt Ingeborgu, blokkflaututalentinum. Í gærkvöld fengu tær einhverjar listrænar vitranir og tetta fór allt saman ad flæda. Ég hlakka vitaskuld mikid til ad hlusta á tær, en mér skilst ad tær ætli ad ad koma hlaupandi inn á svid og taka 3 valhopp hönd í hönd.
HÙSREGLAN okkar er ordin ad alheimsbrandara í konservatoríinu og Thormódur hefur sjálfur frétt af henni og tótti hún fyndin. Hann sagdi einmitt Ástu draumfarir sínar í fyrradag, ad hann hefdi dreymt ad tau Ásta og Hákon væru tátttakendur ástartríhyrnings..
Herratrúr.

|

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home