Á Íslandi hefur það þrennt löngum verið talið til dyggða, að hafa fasta atvinnu, jafnvel fleiri en eina, eiga farsíma og bíl.
Ég hef einnig verið að þessu leyti dyggðum prýdd, verið í þremur störfum í einu, ásamt námi, og átt 2 farsíma á ævinni.
En bílar. Svei ó nei.
Ég varð eiginlega svolítið hissa þegar ég áttaði mig á því á dögunum, að bílar
ERU almenningseign á Íslandi. Mér brá. Í mið-Evrópu, og áreiðanlega víðar í heiminum, eru bílar nefninlega
alls ekki almenningseign. Og ef fólk á bíl, þá notar það hann í mesta lagi til að ferðast út á land, eða til annarra landa. Ekki til að keyra á um inni í borginni. Núorðið geta Íslendingar ekki skroppið neitt, ekki einu sinni í næsta hús, án þess að vera í bíl. Og í bílnum fá ýmsar tilfinningar útrás, sem annars væru innibyrgðar yfir háveturinn. Og á hverjum bitna þessar tilfinningar? Mér. Gangandi vegfarendum. Brun brun.. best að bruna yfir þótt ljósið sé við það að verða
RAUTT þótt það sé manneskja þarna á leiðinni yfir götuna. Er ekki í lagi með fólk?
Háskólinn liggur suðvestanmegin við Hringbraut. Þegar fólk sem kemur austan að nálgast þessa braut, þarf það iðulega að ýta á þartilgerðan hnapp ef það vill ekki verða fyrir bíl. Þegar græni kallinn kemur hlaupa allir nærstaddir yfir götuna, því þeir vita sem er að þessi kall varir aðeins í 10 sekúndur, og það er a.m.k. hálf mínúta í þann næsta. Þótt maður sé enn að ganga yfir götuna og græni kallinn farinn að blikka og gula ljósið farið að blikka heyrir maður strax óþolinmæðidrunurnar úr bílunum, sem ráða alls ekki við sig, tærnar kitla bensíngjöfina og þeir verða að fá að bruna af stað. Geta bara alls ekki haldið í sér. Í morgun náði ég yfir götuna, og gekk hægt yfir, því mig langaði aðeins að ergja þessa ergilegu bílstjóra. Þegar ég kom yfir var önnur manneskja að labba yfir aðra akgreinina, og það fór bíll að flauta á hana! Halló! Það var ekki komið grænt ljós!!!!!!!! AAAAAAAAAAAAAAAAA!!!!!! Konan hafði forgang sem gangandi vegfarandi! Það er ekkert sem gerir fólk jafnsjálfselskt og bílar og ég hata þegar fólk getur ekki einu sinni verið kurteist í umferðinni!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!