3.2.05

Afrek mín stór og smá

Hjúff.
Þvílíkur spretthlaupa dagur. Og ég er ekki ennþá komin í mark. Hrökk upp klukkan 6 30 í morgun við þann draum að fyrirlesturinn sem ég var að fara að halda nokkrum tímum seinna væri að hefjast og ég væri bara ennþá sofandi eða eitthvað, en svaf svo til 7 og snúsaði til 7 36 að ég hrökk upp og hringdi í Ingu og Níels til að vekja þau in case..og svo dreif ég mig í strætó í bókmenntasögutíma og svo fluttum við ógleymanlegt atriði um Úlfhamsóperu og fjölluðum létt um það hvernig sú saga gæti komið út sem ópera. Allt mjög léttvægt og ófræðilegt. Klikktum svo út með að flytja atriði þar sem Hildur og Úlfhamur syngjast á (ég og Níels) og sögumaðurinn spilaði á fiðlu í fimmundum. Þetta var MAGNAÐ! Fagnaðarlátum ætlaið aldrei að linna og kennaranum fannst hryðjuverk hafa verið framið..
Því næst hékk ég á netinu í allt of langan tíma og fór svo í Norræna húsið og las DV og át óþverra þangað til fundur ritnefndar hófst. Síðan fór ég aðeins heim og skrifaði fjöldann allan af mikilvægum emailum, þangað til ég fór og tók viðtal við kínverska konu við nám í HÍ. Það var nú aldeils skemmtilegt. Og næst á dagskrá er ræðukeppni HÍ. Fyrsta umferð. Lyfjafræði og rafmagnsverkfræði. Með og á móti gömlu fólki. Ég er nefninlega í íslenskudeildarræðuliðinu. Don't ask me why.
Og nú er ég í Árnagarði og skúringagellan er búin að skúra svoleiðis í kringum mann að maður hverfur næstum því. Æfing í tónó á morgun! Vei, ég er farin að æfa mig aftur. Rólegur laugardagur með setningafræðilegu ívafi, og jafnvel tónleikum. Og BOLLUKAFFI á sunnudaginn! Ég hef ekki fengið bollur í 3 ár!!!!!!!!!!!!


|

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home