19.1.05

Góð verk

Í dag gerði ég nokkur góð verk. Slæmu verkin skulu þó upp talin fyrst. Ég svaf of lengi. Í skólanum bauðst ég hins vegar til að taka þátt í rannsókn á tónfalli í íslensku. Rannsakandinn er þýsk en er prófessor við UCL, University College of London, en ég fékk einmitt inngöngu í þann mæta skóla í sumar. Nóg um það. Rannsóknin fólst í að lesa power point glærur af tölvuskjá í hljóðnema sem ég var með á höfðinu (flugfreyjudæmi). Það gekk bara vel. Annað gott verk gjörði ég einnig, en það var að gefa blóð. Fékk ég fyrir það bol að launum. Þriðja góðverkið er það, að ég hef samþykkt að vera með í ræðuliði því er keppa mun fyrir hönd íslenskuskorar í sérstakri ræðukeppni Háskólanema á næstunni. ÓMG.

|

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home