10.1.05

No title

Smá blogg áður en ég held heim og reyni að viðhafast eitthvað að viti. Vaknaði klukkan 6 í morgun til að fylgja hinni bandarísku Önnu Lindall í flugrútuna. Síðan sofnaði ég aftur með þeim afleiðingum að ég rumskaði eigi fyrr en klukkan 9:40, en þá hófst einmitt minn fyrsti tími í Árnagarði. Svo ég kom of seint. Kaffi og þristur beint í æð þvert oní áætlanir framtíðarinnar. Einkunnirnar glataðar, vantar enn einingar í töflu og er í valvafa, sérstaklega þar sem ég vel líka vinnuvaktir oní töflu og er búin að því svo nú vandast ef ég þarf að breyta stundaskránni enn á ný. Glatað líf íslensks námsmanns. Af hverju þurfa heimspekileg forspjallsvísindi og indóevrópsk samanburðarmálfræði að vera oní hvort öðru?

Ætla að skella mér á Víking í kvöld. Er einhver memm?

(hm.. gæti verið sterkur leikur að læra á kaffihúsi?)

|

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home