25.1.05

Um heilagan lækningamátt heitrar sturtu á síðkveldi


Nú er ég nýstigin úr sturtunni, böðuð með súkkulaði-vanillu nuddsápunni frá elsku Rut. Þetta er ein af þessum Lush sápum sem maður heldur að maður eigi að baka úr. Ilmandi súkkulaðilykt, og maður verður brúnn af að sápa sig með henni! Ótrúlegt. Næst ætla ég bara að bræða hana út í mjólk svei mér þá. Þá tók við vanillubodylotionsmurning frá l'Occitaine en einhvern veginn fór ég þangað á útsölu um daginn. Svo nú em ek nýsmurð sem líkneski. Ekkert eftir nema að leggjast ofaní múmíuna. En ég nenni alls ekki að halda áfram með Grettlu. Held þeir séu að fara að hefna Önundar Tréfóts. Á morgun kemur ástmögurinn og ég ætla að elda handa honum fisk og baka bollur. Kannski ég geri líka súkkulaðimousse og kaupi vín og bjór. Bóndadagurinn sko.. maður verður að sýna lit þótt hann hafi verið í síðustu viku.
Dagurinn var ágætur. Ég mætti á réttum tíma fyrir hádegi en of seint eftir hádegi. Það var vegna starfa í ritnefnd. Meira hvað er nú mikið stuð í nefndinni atarna. En hitt verð ég að segja að kennari áfangans sem ég er einmitt í eftir hádegi á mánudögum er bara skemmtilegur. Þótt ég fríki út á klossunum og öllum hóstum-hummum-klórum-bor-í-nef-og-taka-um-öndunarfæri-töktunum-ásamt-því-hvernig-viðkomandi-hefur sérstakt-lag-á-að-horfa-yfir-gleraugun-sín.
Svo gerðist það merkilega að á tveimur dögum fékk ég jafnmörg boð í brúðkaup! Hið síðara verður í sumar. HíHí.
Dobrou..

|

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home