20.1.05

Heimskautaendur

Á Íslandi hefur orðið vart við nýja tegund fugla, svokallaðar heimskautaendur (Somateria mollissima polensis) en er þær aðallega að finna við ísbreiðu í miðbæ Reykjavíkur er á sumrin er kölluð Tjörnin. Heimskautaendurnar virtust una hag sínum vel er vegfaranda bar að garði í morgunn. Kúrðu við klakanípu hins kalda svells og syntu í miklu hnipri. Heimskautagæsir (anser a. anser polensis) eru og með í hópi hinna nýju landnema, spóka sig um hæglega eins og villtir kettir. Ekki er ljóst með hvaða hætti fuglar þessir hafa fest hér sína búseta en vitað er að þeir þiggja fæðu af mönnum.

|

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home