21.2.05

Kvöldmatur

Hálffyllið pott af vatni
skellið útí slatta af bankabyggi, grænmetissúputeningi og 2 hvítlauksrifjum
látið sjóða

hrærið í bolludeig:
til um það bil helminga hvítt hveiti og kjúklingabaunamjöl
hörfræ
púðursykur
heitt vatn
hálfur þurrgerspoki
hrærið saman og bætið smá hunagi útí
látið degið hefast

bætið tómatpúrre og einum frosnum spínatkubb útí bankabyggið. Vatn eftir þörfum.

Hnoðið bollur úr deginu, látið hefast örlítið lengur og skreytið með ólívuolíu og sólblómafræum áður en bakað.

Setjið súpuna í skál og nokkra dropa af tabascosósu útá. Takið bollurnar út úr ofninum og látið þær kólna aðeins áður en þær eru etnar með smjöri.



|

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home