28.2.05

Vika dauðans

Vika dauðans er hafin. Á morgun er ég að vinna tvöfalt, á miðvikudaginn þarf ég að klára ræðurnar og læra þær utanað, líka á fimmtudaginn og þá um kvöldið er ræðukeppnin mikla, Císero og þar mun lið íslenskunema mæla með því að kynferðisafbrotamenn verði GELDIR. Já, krakkar mínir, missið ekki af ræðuskörungum aldarinnar rústa liði stjórnamálafræðinema! Á föstudaginn er svo langþráð árshátíð. Vá hvað ég verð fegin þegar vikan er liðin. Svo eru líka mánaðarmót og hundrað reikningar sem þarf að borga. Ó Ó ó.
En ég vil þakka Siggu fyrir hlý orð í minn garð og þakka henni andlegan stuðning í fornamálsverkefninu við fund á hæðum og risum og þungum atkvæðum í dróttkvæðum vísum Egils Skallagrímssonar. Ég vona bara að við fáum báðar 10! Siggu verður bætt við á linkalistann um leið og hægist um. Annars var ég að setja inn fullt af sniðugum, seðjandi og pólitískum hlekkjum um daginn. Czech it out!

|

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home