Japanir eru yfirliett ekki mikið fyrir það að bera einkahagi sína á torg og þeir eru fremur feimnir og óframfærnir í kossamálum. Í rauninni eru þeir ekkert sérlega hrifnir af kossum og vilja lítið um þá tala. Japanskir foreldrar kyssa aldrei börn sín. Elskendur kyssast stundum, en þeir kossar eru nánast alltaf hluti af forleiknum að samförum.
Ung stúlka af japönsku bergi brotin sagði: ,,Síðan ég kom til Bandaríkjanna hef ég reynt að tileinka mér bandaríska siði, þar á meðal kossa. Ég sagði við manninn minn: ,,Af hverju ættum við ekki að reyna að verða amerískari í háttum og kyssast meira en við gerum?" En hann móðgaðist bara og þverneitaði. ,,Ég er Japani," sagði hann, ,,ekki Bandaríkjamaður." Þess vegna kyssumst við ekki mikið. Mamma mín, sem býr enn í Japan, mundi detta dauð niður ef hún sæi fólk kyssast á almannafæri - það gerir ekki nokkur maður í Japan. Hún slekkur samstundi á sjónvarpinu ef hún sér fólk kyssast."
En hér á eftir fylgir
tæmandi skýrsla um japanska kossalist:
1. Sýndu feimni og óframfærni þegar að kossinum kemur.
2. Gleymdu
öllu sem þú veit um kossa.
3. Láttu sem þú hafir aldrei séð þessa bók.
4. Stattu
að minnsta kosti skreflengd frá elskunni þinni.
5. Hallaðu þér áfram.
6.
Ekki taka utan um elskuna þína eða faðma hann eða hana að þér.
7. Notaðu hendurnar
alls ekki neitt.
8. Láttu lokaðar varir þínar snerta neðri vör elskunnar þinnar blíðlega.
9. Ekki segja neitt.
10. Ekki hlæja.
11. Settu upp eins mikinn
alvörusvip og þú mögulega getur.
12. Láttu eins og þú
hálfskammist þín fyrir þetta allt.
13. Haltu vörum þínum þétt að vörum elskunnar þinnar svolitla stund,
en gerðu hvorki ráð fyrir
neinum viðbrögðum né kossi á móti.
14.
Rjúfðu kossinn og færðu þig
burtu.
15. Nefndu kossinn ekki
einu orði eftir að honum lýkur.
Úr bókinni Listin að kyssa eftir William Cane, Iðunn, Reykjavík, 1991