30.8.04

Gott fólk.
Ég mun flytja til Reykjavíkur 3. september næstkomandi, á fornar heimaslóðir í miðbæ Reykjavíkur.
Einnig verður unnusti minn viðstaddur og gefst áhugasömum kostur á að virða hann fyrir sér og jafnvel ræða við hann í eigin persónu þá um kvöldið.

Mitt nýja líf á Íslandi er í óða önn að hefjast, og gamlar raddir í Tónó eru sífellt að hringja í mig (Stella, Vilborg og Hrefna) . Samt ein ný rödd líka :)

Kaffi og toblerón kalla á mig.

|

Það hlaut að koma að því

Í morgun svaf Tinna Sigurðardóttir yfir sig. Ekki eru tildrög atburðarins að fullu könnuð en talið er að svefninn hafi náð yfirhöndinni er gsm sími Tinnu, Nokia 6210, keyptur af múhameðstrúarmönnum í Prag, tók að hringja klukkan 05 40. Tinna sagðist aðspurð ekki muna eftir að atvikið hefði átt sér stað. Kveðst hún hafa hrokkið upp við skvaldur og fast hurðabank klukkan 06 28.
"Þá áttaði ég mig á því hvað hefði átt sér stað, og kallaði fram að ég væri að koma." Tinna sagðist síðan hafa klætt sig í miklum skyndi og ekki farið í brjóstahaldara, og hlaupið fram. Hún henti morgunmatnum fram á borðið og naut aðstoðar eins guidanna við að hella uppá kaffi. Gestirnir, Katalóníumenn, kipptu sér ekki mikið upp við þetta en einn gaf þó vanþóknun í skyn með augnaráði og hálfkláraðri setningu. Hinir léku á alls oddi og báðu um tómata og olívuolíu "because the bíbol of Catalonia always have oil and tomatoss with brrread forr brreakfast..."

|

28.8.04

Dagurinn í dag

Dagurinn í dag
(hugmynd stolið af bloggi Snorra Sigurðssonar án leyfis)
Staður: Ytir Rangá
Húsgagn: IKEA stóll
Tölva: 527 Max
Hádegismatur: Seríos með sojamjólk
Tónlist: Jirí Nohavice og Cesaria Evora
Vefsíða: yahoo.com, blogger.com
MSN-spjallfélagi: allir offline (skrýtið, á laugardagskvöldi)
Tilvonandi sjónvarpsefni: Kannski eitthvað dvd dót..
Hryggleysingi: Maðkur, fluga og svartur Francis.
Sælgæti: Siríus suðusúkkulaði
Vangaveltur: Er ég búin að missa það?
Þema: Work
Heimspekileg spurning: Er ég búin að missa það?
Spurning sem lesendur spyrja sig: Er hún alveg að missa það?

|

27.8.04

Nú er ég orðin leið og bloggútlitinu mínu líka. What to do?

|

26.8.04

Þjáning

Því styttra sem eftir er af viðveru minni hér við Ytri Rangá, því lengri eru dagarnir. Þriðjudagur virðist óravegu í burtu! Þangað til eru heill fimmtudagur, föstudagur, laugardagur, sunnudagur OG mánudagur! OMG!
Pína. Þraut og pína.

|

Flugur

Á þessum árstíma virðast saklausar flugur langlíklegastar til að valda fólki skaða. Ekki einungis grípur gríðarleg drápshvöt um sig hjá hinu rólyndasta fólki heldur gæti mörgum farið að líða illa sakir kvíða. Fólk heldur því fram að setið sé um líf þess, ekki einungis nágranninn með flugnaspaðann, heldur situr flugann með herafla sinn fyrir þér, bíður þess að þú hreyfir þig svo hún geti hafið árásir. Árásir sem þessar eiga sér yfirleitt stað þegar þú liggur í fleti þínu. Kannski rumskarðu við þrusk eða bank, en suðið berst þér ekki strax til eyrna. Langalgengast er að einungis ein flugi ráðist að þér í svefni, sé um húsflugur að ræða. Flugan suðar þá gjarna við eyra, munn og augu, flækir sig í hári og veldur almennum ama og mæðu.
Ekki einungis hefur flugan gaman af þessari iðju. Flugan er hinn mesti skítberi og unir sér lengi við að sveima í og yfir hvers kyns matarílátum. Skóflar hún í sig hvaða ögn af "mat" sem hún nær í og gildir einu hvort um sé að ræða smjöglíkisskán eða flösu.
Augljóst er að flugan er hinn mesti skaðvaldur, en með árásargirni sinni, græðgi og greddu gerir hún fólk frávita af blygðun, reiði og skömm dag hvern.

|

25.8.04

Kók og sígó.

Áðan fór ég út með Sollu stirðu og fékk mér kók og sígó. Svo er ég líka búin að borða 2 drauma í dag.
En aðalfréttirnar eru þær að ég fór á Ísafoldartónleika í gær!!! Það var mjög gaman, þótt prógrammið hafi verið í það þyngsta fyrir minn smekk. Besta skemmtun kvöldsins þótti mér vera Rímnadansar Jóns Leifs, þótt Tempo Guisto þátturinn hefði mátt vera eilítið meira í þá áttina, og sömuleiðis mátti fjórði kafli vera léttari. Þetta eru þó eftir allt dansar! 1. og 3. þáttur voru í fullkomnu skriðjöklatempói, með eldspúandi fjöllum og hraunvaðli, mjög svo að mínu skapi.
Nútímatónlist af þessu tagi er yfirleitt erfið í frumhlustun, og ég ímynda mér að það sé mun meira gaman að spila hana heldur en hlusta á hana. Þessi tónlist byggir svo mikið á sambandi hljóðfæraleikarana innbyrðis, kannski meira heldur en á sambandi flytjenda við hlustendur.. enda er það samband sem myndast bara eftir því sem hljóðfæraleikarar og hlustendur eru einbeittari. Ég hygg að flytjendurnir fái miklu meira út úr því að spila tónlistina heldur en hlustendur að hlusta á hana (alla vega í fyrsta skipti). Enda er þessi tónlist ekki skrifuð til þess að skemmta, þetta er tónlist sem er skrifuð fyrir hljóðfæraleikarana.
En nóg um það.
Djöfull er ég orðin þreytt á þessari vinnu.

|

23.8.04

Óbærilegur léttleiki tíðablæðinga

Sú hormónalosun sem á sér stað við tíðir veldum mér iðulega ótrúlega miklum létti. Léttist jafnvel lund mín og skap allt og lífið brosið við mér þótt blóð sé í brók. Er ég þá laus við spennu þá er alla jafna upphleðst í líkama mínum er hann undirbýr og framkvæmir hið ótrúlega egglos sem virðist snúa öllu í hringi í heiladinglinum (sérstaklega sé ekki um nokkurt einasta egg til losunar að ræða, vegna hormónalyfja (p-pill)).
Seiseijá.

Einnig vildi ég nefna eitthvað sem ég hef nú gleymt.

|

Stuts

Ég er að verða búin með 100 gramma plötu af suðusúkkulaði. Örvænting.

|

20.8.04

conversation

Aftur er ég sest hér fyrir framan tölvuna og veit að verkefni vinnunar bíða mín, þ.e. leggja á borð og undirbúa kvöldmáltíðina miklu, fyrir tuttuga og eina manneskju.
En á sama tíma get ég ekki annað en leyft síðsumarsdepurðinni að laumast inn í mitt síðrómantíska hjarta og fundið fyrir eftirsjá en þó eilítillar tilhlökkunar einnig, og saknað og vonað.

Ég er nefninlega á dálitlum bömmer yfir að vera að fara í HÍ.
Eins og hí. Hí á þig! Hí á þig! Aumingji!
Fólk lýsir yfir almennri eftirsjá minni með þessa ákvörðun, að ég væri betur sett annars staðar en hér á þessu ljóta landi þar sem fólk snýst í kringum brjóstastækkanir og bjórdrykkju, og kannski eitthvað aðeins vitsmunalegra einnig. En samt ekki.

"Nú, varstu ekki búin að læra íslensku?"
-Eh... ja....

HÍ á mig.

|

14.8.04

Tinna að vinna says:
hæhæhæhæ
Snorri says:
sú var fljót !
Snorri says: (broskall)
Snorri says:
hvað er að frétta ?
Tinna að vinna says:
íslenska í HÍ
Tinna að vinna says:(kall að ópa)
Tinna að vinna says:(kall að ópa kall að ópa)
Tinna að vinna says: (kall að ópa kall að ópa kall að ópa)
Snorri says:
NEI ???
Tinna að vinna says: facial expression
Snorri says:
fékkstu ekki lán ?
Tinna að vinna says: facial expresson
Snorri says:
er kallinn að geispa eða orga ?
Tinna að vinna says:
Ég: (facial expression)
Tinna að vinna says:
LÍN: (facial expression)
Tinna að vinna says:
Ég: (facial expression)
Snorri says:
dauði og djöfull
Tinna að vinna says:
LÍN: (facial expression facial expression)
Tinna að vinna says:
Já, eða líf og hamingja...
Tinna að vinna says:
Þetta er búið að vera mjög erfitt og þvilíkt drama og sambandsslit næstum því og ég veit ekki hvað og hvað..
Snorri says:
nei ég trúi því ekki
Snorri says:
allt í volli
Tinna að vinna says:
en núna er allt að lagast og samstarfsmenn mínir hvetja mig til að skrá mig í Idol, enda rennur skráningarfrestur út á morgun
Tinna að vinna says:
Snorri says:

Snorri says:
og hyggstu það gera ?
Tinna að vinna says:
En samt.. íslenska í HÍ?!?!?!?!
Tinna að vinna says:
why not?!
Tinna að vinna says:
Það væri geðveikt fyndið
Snorri says:
nákvæmlega
Tinna að vinna says:
bara svona góð saga..
Snorri says:
ég held að það gæti bara verið hið besta mál
Tinna að vinna says:
Já, sérstaklega ef égmyndi nú VINNA!!
Tinna að vinna says:
hahahaha
Tinna að vinna says:
mér finnst þetta bara svo fyndið af því að einn gæi sem er að vinna með mér er svo ótrúlega mikið að hvetja mig til að gera þetta
Tinna að vinna says:
og segir að ég sé bara efni og ég veit ekki hvað
Tinna að vinna says:
ég veit ekki hvar hann hefur heyrt í mér!
Snorri says:
þú myndir slá í gegn
Tinna að vinna says:
Já, finally..
Tinna að vinna says:
Doldið gott comeback..
Snorri says:
en auðvitað er spurning hvort maður leggi í svona lagað...
Snorri says:
sumir verða sér til skammar...aðrir verða hetjur...og enn aðrir umdeildir og umtalaðir
Tinna að vinna says:
whatever man
Snorri says:
já það er rétta viðhorfið
Tinna að vinna says:
svo líf mitt breyttist á einum degi..
Tinna að vinna says:
og Victor ástmaður minn ætlar að flytja hingað eftir jól!!!
Snorri says:
verst að missa af því
Snorri says:
jahérna
Tinna að vinna says:
einmitt
Tinna að vinna says:
og ég er að fara að hefja einhverja útgáfu af lífi námsmanns á Íslandi, þótt hluta af mér sé það þvert um geð.
Snorri says:
nei af hverju
Tinna að vinna says:
Ég hringdi í LÍN aftur og spurði hvernig þetta væri ef um væri að ræða nám sem ekki er hægt að nema hér
Tinna að vinna says:
og gellan var SVO dónaleg!
Snorri says:
já þær eru víst alræmdar
Tinna að vinna says:
,,(facial expression)"
Tinna að vinna says:
ég átti ekki orð
Tinna að vinna says:
NEI ÞAÐ ER JAFNT FYRIR ALLA!!!
Tinna að vinna says:
Vá, rosa réttlæti!!!
Snorri says:
nákvæmlega
Snorri says:
glatað
Tinna að vinna says:
yebb.. skrifaði samt eitthvað svona "aumingja ég" email til kennarans sem hefur verið að skrifa mér og kannski reddar hann þessu.. ég held alla vega í þá veiku von..
Tinna að vinna says:
en annars er victor bara að fara að flytja hingað!!!!
VÍ!!!!
Snorri says:
já það er alltaf von á einhverjum styrkjum
Snorri says:
já spennandi
Tinna að vinna says:
hvað er annars að frétta af þér?
Snorri says:
bara...Hólar og aftur Hólar
Tinna að vinna says:
hó hó hólar?
Snorri says:
Tinna að vinna says:
hér eru tö tö töðugjöld
Snorri says:
ekkert merkilegt í fréttum
Tinna að vinna says:
jæja
Tinna að vinna says:
ég ætla að vinna í 10 mínútur, vonandi verður þú hér enn when I return.. ok?
Snorri says:
alveg örugglega
Tinna að vinna says:
olrætí

(15minseinna)

Tinna að vinna says:
hæ kúsí
Snorri says:
hillú
Tinna að vinna says:
nú á ég bara eftir að setja glös og pússa nokkur hnífapör áður en þau fara oní skúffu
Tinna að vinna says:
svo fer maður að kveikja á kertum og gera huggulegt..
Tinna að vinna says:
fara í skyrtuna og mála mig aðeins..
Tinna að vinna says:
og svo byrjar ballið
Snorri says:
ertu að uppfarta ?
Tinna að vinna says:
þokkalesjon
Snorri says:
líst mér á
Tinna að vinna says:
´´Eg er alveg rosalegur þjónn
Tinna að vinna says:
með bros dauðans og þjónustulund þrælsins
Snorri says:
híhí
Tinna að vinna says:
fólk er að hvetja mig til að fara að skrifa
Tinna að vinna says:
kannski Snorrasögur verði fyrsta verkið
Tinna að vinna says:
jæja, ég ætla að rumpa þessu af
Snorri says:
drottinn

(nokkru seinna)

Tinna að vinna says:
ja´segðu og maría me'
Tinna að vinna says:
ð
Snorri says:
er að fara að blogga....veit ekki um hvað samt
Tinna að vinna says:
nú.. t.d. um..
Tinna að vinna says:
...vináttuna..
Tinna að vinna says:
eða
Tinna að vinna says:
Hó Hó Hólaaaaa!!!!!!
Tinna að vinna says:
.. nú eða snorrasögur
Tinna að vinna says:
eða veðrið
Tinna að vinna says:
eða um það að þú vitir ekki hvað þú eigir að blogga
Tinna að vinna says:
Snorri says:
er kominn á flug
Tinna að vinna says:
vei
Tinna að vinna says:
er farin að brjóta sevíettur
Tinna að vinna says:
hvernig finnst þér að ég bloggi þetta samtal??
Snorri says:
nú er það svona sniðugt ?
Tinna að vinna says:
já og í því birtast ýmsar upplýsingar sem ég nenni ekki að segja fólki frá í smáatriðium eftir stórar yfirlýsingar um ..,,have you seen the streets of London.."
Snorri says:
du mener
Tinna að vinna says:
má ég það?
Snorri says:
bíddu hyggst lesa yfir

(bið)

Snorri says:
mér sýnist þetta vera í góðu lagi
Tinna að vinna says:
þetta er algjör snilld
Snorri says:
var frekar í hlutverki hins passíva í þessu samtali
-endir-

|

8.8.04

Hörkugöngur

Góðan morgunn.
Ég var að lesa á heimasíðu Laxár ýmislegt sem tengist veiði. Svona veiðikalla orðaforði er ótrúlega fyndinn og oftar en ekki hef ég orðið vitni af (vitni , eða af??) háfleygum, jafnvel heimspekilegum samtölum um laxveiði. En núna eru sumsé "hörkugöngur" í einhverri á, og mokast upp á land nýgenginn lax, og "einn og einn 2ja ára" slæðist með. Einnig eru ágætar líkur á að "setja í lax" hér uppí Árbæjarfossi, þar sem um 1800 eða hvað það nú var margir laxar hafa farið í gegnum teljara.
Nýji kokkurinn er rosalegur og hristir fram úr erminni súkkulaðikökur og appelsínufrómasa svona rétt á meðan maður fer á klósettið! Ótrúlegt. En á morgun fer ég í nokkurra daga frí. Áhugasamir hringi í mig.

p.s. Ég er að fara að flytja til London eftir 7 vikur. Trúiði því?

|
Þetta er bróðir minn!

|

6.8.04

Ég skil ekki alveg

Ég skil ekki alveg margt í þessu lífi. Einkum skil ég ekki af hverju ég sé ekki tvo nýjustu póstana á blokkinni minni... sjáið þið þá? Síðan stendur að það séu 2 komment, en í rauninni er bara 1, undir einni færslu. Jæja, menn hljóta að fara að opna menntastofnanir um þessi málefni.
Annars er rok(k) í Rangárþingi, og fiskarnir fjúka upp úr ánum. Hinir ríku viðskiptavinir tipsa vel og fara fögrum orðum um okkur hina vingjarnlegu, samviskusömu og tilkippilegu starfsmenn.
Annars á hann Stebbi litli strý afmæli í dag. Stefan sá er frá Norköping í Svíþjóð og sendi Laxá email og var samþykktur. Var hann settur í skúringar hér á bæ og stóð sig vel í um vikutíma, en þá fór kauði að slappast og letjast allverulega. Svo okkur fannst nóg komið og rákum hann yfir í hinn kalda og klakafulla helli að Eystri Rangá. Þar hefur hann nú gert starfsfólki lífið leitt með leti sinni og litlu úthaldi. Stefan á 18 ára afmæli í dag, en lítur út fyrir að vera 14 ára. Við hinar brjóstumgóðu frænkur hér á bæ vorkennum Stefani samt svona inn við beinið og keyptum handa honum afmælisgjöf. Eða Rut keypti handa honum afmælisgjöf..
Jæja.

|

4.8.04

Aftur á ný

Enn er ég farin að þurrka stýrurnar ofaní kaffið hér á Lax-á. Gestir okkar í dag eru....(þyrl og lófaklapp) frá Spáni, Ítalíu, Bretlandi, Skotlandi og Írlandi, Belgíu og.... Bandaríkjunum!
Flestir eru komnir yfir 55ára aldur (nema Ítalinn sem er alltaf að horfa djúpt í augu mín og ávarpa mig á móðurmáli sínu, milli þess sem hann drekkur kaffi og reykir berfættur inni í stofu og sendir sms til Spánar) og af báðum kynjum, og ekki er laust við neista daðurs hér yfir borðum....

|

2.8.04

þurr munnur

Andinn rann úr mér eins og hor úr nös. Afsakið.

|

Japanski kossinn

Japanir eru yfirliett ekki mikið fyrir það að bera einkahagi sína á torg og þeir eru fremur feimnir og óframfærnir í kossamálum. Í rauninni eru þeir ekkert sérlega hrifnir af kossum og vilja lítið um þá tala. Japanskir foreldrar kyssa aldrei börn sín. Elskendur kyssast stundum, en þeir kossar eru nánast alltaf hluti af forleiknum að samförum.
Ung stúlka af japönsku bergi brotin sagði: ,,Síðan ég kom til Bandaríkjanna hef ég reynt að tileinka mér bandaríska siði, þar á meðal kossa. Ég sagði við manninn minn: ,,Af hverju ættum við ekki að reyna að verða amerískari í háttum og kyssast meira en við gerum?" En hann móðgaðist bara og þverneitaði. ,,Ég er Japani," sagði hann, ,,ekki Bandaríkjamaður." Þess vegna kyssumst við ekki mikið. Mamma mín, sem býr enn í Japan, mundi detta dauð niður ef hún sæi fólk kyssast á almannafæri - það gerir ekki nokkur maður í Japan. Hún slekkur samstundi á sjónvarpinu ef hún sér fólk kyssast."
En hér á eftir fylgir tæmandi skýrsla um japanska kossalist:

1. Sýndu feimni og óframfærni þegar að kossinum kemur.

2. Gleymdu öllu sem þú veit um kossa.

3. Láttu sem þú hafir aldrei séð þessa bók.

4. Stattu að minnsta kosti skreflengd frá elskunni þinni.

5. Hallaðu þér áfram.

6. Ekki taka utan um elskuna þína eða faðma hann eða hana að þér.

7. Notaðu hendurnar alls ekki neitt.

8. Láttu lokaðar varir þínar snerta neðri vör elskunnar þinnar blíðlega.

9. Ekki segja neitt.

10. Ekki hlæja.

11. Settu upp eins mikinn alvörusvip og þú mögulega getur.

12. Láttu eins og þú hálfskammist þín fyrir þetta allt.

13. Haltu vörum þínum þétt að vörum elskunnar þinnar svolitla stund, en gerðu hvorki ráð fyrir
neinum viðbrögðum né kossi á móti.

14. Rjúfðu kossinn og færðu þig burtu.

15. Nefndu kossinn ekki einu orði eftir að honum lýkur.


Úr bókinni Listin að kyssa eftir William Cane, Iðunn, Reykjavík, 1991

|