30.11.03

Tinna verdur fórnarlamb thjófa.

Jæja. Thá er ég loksins komin heim til elsku Esbjergs. Frá Árósum. Nokkrum krónum, síma, uppáhaldspilsi, veski og greidslukorti, ökuskírteini, nærbuxum, náttkjól, nýju handklædi, mynd af afa Jóni og spennuboxi fátækari.
Já.
Bakpokanum mínum var STOLID.
Thad hlaut ad koma ad tví! Óskemmtilega reynsla. En ég segi tad enn og aftur, thad hlaut ad koma ad tví.
Og hvad getur madur gert? Ég var í heimsókn hjá Line Karkov vinkonu minni og tad var einhver ógurlega húsfest hjá henni, en hún býr med 8 manns í risastóru húsi. Tetta var svaka undergroundparty, opinn bar og allt brjálad. Ég uppgötvadi ad bakpokinn, sem var inni í eldhúsi sem er alls ekki í ,,centrumi" hússins, tegar ég var ad fara ad sofa og vid tók brjálud internetleit ad símanúmerum til ad hringja í tegar madur lendir í tessum adstædum. Ég mun setja tessa hlekki hér á síduna mína, svo ef tid lendid vidlíka hremmingum vitid tid hvert á ad leita! Ó Ó.
Svo vaknadi ég snemma, tók mal minn (snyrtitöskuna sem af einhverjum orsökum var skilin eftir á bordinu) og gekk út í strætóskili, med vidkomu á bensínstöd til ad spyrja hvad tímanum lidi.
Helgi var SEM BETUR FER LATUR Í MORGUN OG NENNTI EKKI Í RÆKTINA tannig ad hann tók mér opnum örmum og hughreysti mig í minni óheppni (sem olli mér thó ekki miklu hugarangri svoleidis). Hann gaf mér ad borda og svo fórum vid í yndislega fjöruferd og týndum steina í hans stórkostlegu flík sem hann er ad hanna. Fjaran í Árósum var frábær! En thad jafnast audvitad ekkert á vid íslenska fjöru..
En eftir fjörferdina fórum vid nidur í bæ og á kaffihús og fengum okkur kanilkaffi í tilefni dagsins. Og svo lánadi hann Helgi mér fyrir farinu heim og ég stökk af stad í lestina.. med nýja jólakjólin sem ég skildi sem betur fer eftir heima hjá Helga! Og Ásta beid mín med matinn tegar heim kom, og gott ef björgunarsveit Esbjerg var ekki bara í startholunum ad fara ad leita ad mér.. jedúddamía.. Svo hringdi ég í Armeen og ég fer í tíma til hennar klukkan 9 á tridjudagsmorgun. Hún er ædisleg. Á föstudaginn heyrdi ég eina stelpu sem hún kennir syngja lokaprófsprógramm og tad var unadur.
Og senn lídur ad sængetid. En ég get ekki látid hjá lída ad minnast tess ad í gær hitti ég líka Seiko á msn. Afar inspírerandi. Datt í hug ad skreppa til Japan frá Ameríku... svona milli jóla og nýárs...
Helgi minn, takka tér fyrir daginn, elsku besti!

|

29.11.03

Verkefni dagsins:

Verkefni dagsins er ad skrifa einn fyrripart. Tetta gildir um alla sem leggja leid sína hingad í dag.

|

28.11.03

Afmælisbarn dagsins..

Afmælisbarn dagsins er:

SNORRI SIGURDSSON!
Honum eru færdar innilegustu hamingjuóskir í tilefnidagsins. Hann verdur ad heiman í kvöld, en tekur vid sms skilabodum í síma 692 7358.
Held innan tídar til Árósa.
Gódar stundir.

|

26.11.03

lafði tótfríður harðdal af tótutröð...

...Bjargar deginum á Nýjan leik. náði samt að skemma linkana með miklum glæsibrag, sem og gestabókinni, teljaranum og fleira... jesús kristur... eins gott að hæfni mín er slík að mér tókst að bjarga því sem ég náði að eyðileggja. (hjúkk)
vona að allir linkarnir séu á sínum stað Tinna mín, gæti verið að vanti nokkra :/
annars er það bara
óver end át




kv. tótfríður

|

Spurning dagsins: er sögnin ad kljást einungis til í nafnhætti?

Um daginn keypti ég mér nýtt handklædi. Vegna tess ad mínu var stolid í sundlauginni!
Tvottaleidbeiningarnar eru slíkar ad ætla mætti ad um handofid veggteppi frá Bhutanværi ad ræda.

# Use washing powders without OBA´s as they will progressively make coloured towels look pale and faded.
# Avoid contact with some everyday products such as facial cleansers and bathroom cleaners that could cause colour distortion.
# Do not use fabric softeners or only use sparingly as these chemicals reduce the absorbency of the towels.
# Wash towels separately to avoid lint migrations to other fine fabrics.
# Use a pairs of sharp scissors to cut-off pulled threads without affecting the rest of the towel.

Each bath towel contains over 9 miles of yarn and over one million loops for the ultimate in drying.

|

24.11.03

Tinna and the Raindogs

Díses.
Nú bíd ég eftir ad verda köllud til ad syngja lagid Eg heiter Anna Knutsdotter med Tom Waitsbandinu the Raindogs.
Ég nenni tessu ekki! Nei, reyndar hlakka ég ótrúlega til. Hákon bródir minn var ad útsetja thetta lag í Tom Waits stíl og audvitad átti Tom Waits söngvarinn Ole Jonne frá Lofoten ad syngja tad. En hann fór heim til sín í gær og tækifærid kom upp í hendur mínar klukkan 10 40 í morgun. Og svo er sól úti. En yndislegt! Tad á sem sagt ad taka tennan söng upp. Og tad átti ad gerast klukkan 13. En núna virdist klukkan vera ordin 14 10 án tess ad nokkud hafi gerst.
Best ad setja thá bara í vél.

|

22.11.03

Teljari

Jæja, thökk sé honum Víkingi er sparklit farinn ad telja hvad koma margir hérna á síduna.
Àhugavert fyrir mig...
Nú er rigning í Danmörku, og ég er búin ad fara út ad hlaupa og í rómverskt bad. Og ég er meira ad segja búin ad æfa mig adeins ad syngja. À eftir ætlum vid á kaffihús. (tetta eina í bænum).
Vei. Tar sem ég er ekki í neinu intellektúal studi núna mæli ég einungis med tví ad fólk hlusti á Tom Waits.

|

19.11.03

Ásta er í London...

...og ég veit bara ekki hvort okkar saknar hennar meira, ég eda hann Håkon.
En hins vegar var hann Helgi svo yndislegur ad hringja í mig í gær, bara til ad vita hvernig ég hefdi tad!
Umhyggjusemi er ennthá til!
Og svo á ég barasta von á gesti.. alla leid frá København. Thad mun vera hún María Björk Gunnarsdóttir sem ætlar ad heidra mig med nærveru sinni. Hurra.
Í gær komu nokkrir söngvarar í heimsókn, og stjórnandi husorkestrunnar, ofurhirdfíflid. Tví midur var ekki hægt ad halda husorkesterøvelse, vegna lélegrar mætingar, en í stadinn sungu allir mættir eitt lag. Thad er mér sérstök ánægja ad lýsa tví ad stjórnandi hljómsveitarinnar söng frumsamid lag vid ljód úr bókinni ,,the hitchhikers guide to the galaxy".. segir tad ykkur eitthvad???
Svo drukkum vid svolítid af raudvíni og átum súkkuladi, tangad til Tormod kom og vildi fá frid til ad sofna. ÆÆ.

|

Cultural adaption

Thegar ég var í Prag fann ég upp hugtak sem mér fannst ná ágætlega yfir tilgang minn tar.
,,Cultural adaption".
Thar sem ég var ekki erasmusskiptinemi, ekki ad klára BA ritgerd eda nokkurn annan hluta af ödru námi gat verid ágætt ad bregda tessu hugtaki fyrir sig. Meira ad segja bætti ég tví einhvern tímann vid ad ég væri ad skrifa ,,my thesis on beer" og vidmælandi minn gleypti vid tví! Thetta hugtak finnst mér eiga vel vid, tegar fólk vandrar útí bláinn til útlanda, í leit ad sjálfu sér eda ödru, án sýnilegs tilgangs, en thó síst í tilgangsleysi.
En hérna í Danmörku fer líka fram cultural adaption.
Tad var tví tess vegna og eingöngu í teim vísindalega tilgangi ad ég keypti mér eina hjemmelavada flødebolle í konfektbúdinni í Horsens á sunnudaginn..... Súkkuladiskelin var thykk og dökk og fyrir innan leyndist mjúkur, sætur snjór. Svolítid eins og sælgætismyndhverfingin af tónlist Griegs.. hvernig var hún aftur ... eitthvad med bleika frodu sem er köld innan í ... flødebollan var tví kannski andstæda tónlistar Griegs... en gód var hún, Drottinn minn eini!

|

Kennarar

Af ýmsum ástædum hefur mér verid hugsad til og um kennara af ýmsu tagi - bædi thá sem ég hef sjálf haft og thá sem ég hef haft spurnir af í­ gegnum adra - og thad sem mér sjálfri finnst um hlutverk theirra.

Thad er sko ekkert grí­n ad vera kennari. Kennarinn tharf á hverjum einasta degi ad vera fullur af fjöri. löngunin til ad midla af thekkingu sinni verdur ad brenna eins og bál innra med honum. Hann á ad innblása nemanda sinn - fræda hann og örva - sýna honum thúsund hlidar á heiminum, færa honum fródleiksfýsnina á silfurfati. Hann á ad kenna.

Ég hef verid svo ótrúlega heppin í­ gegnum tí­dina ad hafa hitt fólk sem hefur kunnad thetta. Kunnad ad opna augu mí­n fyrir tví­ sem ég ekki sá, eyru mí­n fyrir tví­ sem ég ekki heyrdi og hjarta mitt fyrir tví­ sem ég ekki fann.

Áttar kennarinn sig á teim áhrifum sem hann getur haft?

Kennarar mega ekki undir nokkrum kringumstædum loka nemandanum. En tetta getur gerst. Á sama tí­ma og opna má nemendur, má loka teim lí­ka. Á sama tí­ma og ,,opnadur" nemandi sér allt ödru samhengi eftir einn tíma hjá kennaranum sí­num getur lokudum nemanda fundist nám sitt sí­n allra versta hugmynd - hæfileikar sínir tálsýn, og tilvist sí­n vart á rökum reist.
En audvitad má fara bil beggja - opna hurdina og láta nemandann einan um ad koma sér út úr húsi. Sú leid getur verid thó verid vandrötud - fyrir suma alla vega.

Thad eru til milljón leidir til ad kenna.
Hægt ad túlka kennsluadferdir á milljón vegu.
En nám á alltaf ad stefna ad tví­ ad bæta og styrkja.
Nám á alltaf ad skilja eftir manneskju sem betri madur.


|

18.11.03

Vei vei vei vei!

Eins og lesendur kannast vid stend ég nú fyrir opnu húsi. Ekki hefur verid um mikla thátttöku ad ræda, en hún Laura mín kom samt í gær og vid teiknudum myndir af hvor annarri, og svo komu adaltöffararnir, Håkon Konungur, bródir minn, Tormod, fyrirmynd mín og Ask hinn mikli.
Svo kom sídar Lenny hinn rússneski. Og vid drukkum heila flösku af raudvíni og eina flösku af Wermonth. Hvort tveggja keypt í Aldi.
Svei mér thá. Og svo teiknudum vid myndir af hvert ödru og eru tær nú komnar upp á vegg. Tví midur voru myndirnar af mér hrædilega ljótar, en Håkon teiknadi tær. Ég teiknadi hins vegar mjög gódar myndir af Ask og Lauru.
Í kvöld er guitarsession og husorkesteøvelse. Nágranninn fyrir ofan sendi mér bréf í póstkassann.


Tad er svo hljódandi:

Hej underbo ;-)
Jeg vil helst ikke være "den sure overbo" der kommer og ringer på døren i tide og utide og beder om at få skruet ned, og jeg ved godt at hele bygningen er utrolig dårligt lydisoleret (hvilket er ret mærkeligt, når man tænker på at det kun er musikere der bor her) men jeg skriver dette lille brev til dig, bare for at gøre dig opmærksom på, at jeg faktisk kan høre hver eneste lille lyd, der kommer nede fra dig - også ligeså meget for din egen skyld, så jeg ikke "lytter med". ;-)
Især dit klaver går meget kraftigt igennem, sådan at man faktisk kan høre det helt op på tredje sal ;-)
men jeg kan også høre når du har musik på anlægget eler bare har gæster. Jeg ved ikke om du kan ¨øre det ligeså tydeligt oppe fra mig, men jeg kan nemlig ikke slev høre min oerbo, så jeg ved ikke om det er fordi at lyden kun går den ene vej. hvis du kan, må du endelig sige til.
Det gør mig ikke noget i dagtimerne og i weekenderne, da kan jeg også høre musikken fra øvelokalet ved siden af, men efter kl. 22 vil jeg meget gerne have ro - ligesom der faktisk står i vores papirer for ejendommen.
Jeg håber ikke du tager det personligt, for jeg ønsker ikke at vi skal blive uvenner eller lignende, for vi skal jo alle sammen være her og øve osv., og her er virkelig dårligt lydisoleret (!), men jeg håber at du forstår at jeg godt vil kunne lægge mig til at sove før kl 24 i hverdagen og uden ørepropper ;-)
Det var bare lige det jeg ville sige. Håber vi kan nå til en eller anden ordning omkring det.
Med venlig hilsen,
Sidsel Michelsen, lejl. 10

Jahá.
Ég ætti kannski bara ad bjóda henni á OPID HUS!?

|
Vei tad er ekki stafarugl!

|

17.11.03

Djöfulsins stafarugl

|

ÅBENT HUS! H. C. ØRSTEDSHUSET - LEJLIGHED IV - 17. - 21. NOVEMBER

Mandag: Vi lytter til din ydelingsmusik! Bring med din ydelingsCD. Eller, endnu bedre.. bring dit ydelingsvin!

Tirsdag: Guitarsession/husorkesterøvelse. Dirigent: Niklas fra Bergen. Arrangement: Lenny fra USSR. Ta med din egen guitar. Eller et eller andet instrument.

Onsdag: Russisk thema. Kom og spis russisk/islandsk/dansk BORTSCH. Lenny bringer Vodka (?!)

Torsdag: Tilegnet Tom Waits. Sjokkoladekage og brennivín on the house. Husk: Always keep a diamond in your mind!

Fredag: Vælg thema og udtryk den som en special ret. =Multikulturel madfest. Forventet: HUSKONSERT!

med venlig hilsen: organisationen?


|

15.11.03

entrancing
You have an entrancing kiss~ the kind that leaves
your partner bedazzled and maybe even feeling
he/she is dreaming. Quite effective; the kiss
that never lessens and always blows your
partner away like the first time.


What kind of kiss are you?
brought to you by Quizilla



Æ... mér leidist eitthvad. Ég er ad tapa mér hérna í tessum prófum...

|

14.11.03

That´s more like it

CWINDOWSDesktopPowerRangeres.jpg
Power Rangers Movie!


What movie Do you Belong in?(many different outcomes!)
brought to you by Quizilla


Thad kom í ljós ad ég er ekki E:T:
Heldur corney power ranger.
Ég hef ekki einu sinni séd power rangers.
En alla vega, thá fékk ég í dag

FLUGMIDA TIL AMERÌKU!

med pósti!
HÙRRA!

|

11.11.03

Spurning dagsins: hvad gerirdu eiginlega á daginn?

Ég má til med ad útlista nokkrar breytingar sem hafa ordid á lífstíl mínum yfir helgina.
Ég hef ákvedid ad taka mér nágranna minn til fyrirmyndar.
Hann lítur ætíd ÓADFINNANLEGA út. Pælid í tví?!
Tess vegna hef ég ákvedid ad gera hann ad sérstöku vikuthema.
Af tví tilefni er ég nú farin ad setja gel í hár mitt, og í dag keypti ég mér nýja peysu og varagloss (tad sem hver kona tarfnast). Ekki má gleyma tví ad á hverjum degi (sídan á föstudaginn) ýmist hleyp ég eda syndi marga kílómetra.
Ég stefni ad tví ad vera óadfinnanleg í lok vikunnar.

En svo má svara spurningu dagsins.
Ég hleyp og syndi, hugsa og skrifa, teikna og mála, syng og spila á Helga Petersen og Esbjörgu.
Af og til leita ég svo ad vinnu. Til dæmis í morgun var ég SVONA nálægt tví ad fá vinnu. En tar sem ég er tví midur ekki hardsvíradur lygari (ég get ekki einu sinni svarad ,,ég veit ekki" vid tví sem ég veit, fólk sér í gegnum tad um leid!) var tad ekki eins audsótt mál og á horfdist, en tetta var bakarí og tau voru ad leita ad fólki. Drulla.
Í gær kom ég vid í tebúd og spurdi ad gamni um vinnu í leidinni. Madurinn, feitlaginn med skegg, turfti tví midur ekki á mér ad halda, en fór ad spjalla vid mig í stadinn. Hann sagdist heita íslensku nafni, Torleif. Svo fór hann ad tala um bölvada innflytjendurna sem tækju öll störfin.. ó og æ.¨
En hann var skemmtilegur.

|

10.11.03

tetta er nú tad fyndnasta sem ég hef lengi heyrt... eda svona... reyndar voru tennurnar á breska bartjóninum tar sem ég sótti um vinnu í dag hrædilega ljótar. Og ég hló ad teim tegar ég labbadi burtu... enda fékk ég ekki vinnuna.

|

Tetta fer nú alveg med tad...


|

7.11.03

Tinna elsker Helge Petersen

,,GUITAR SÆLGES. 450 KR. DEN ER NÆSTEN IKKE BRUGT OG ER I GODT STAND".

Ég var ekki lengi ad hringja í númerid sem var skrifad undir, og í tad svaradi Helge Petersen.
Ég lagdi leid mína heim til hans, Nygårdsvej en og halffems, og thar beid Helge mín, ásamt gítarnum og páfagauk í búri á eldhúsbekknum. ,,Du kan få den for 400 kr." sagdi hann og hjarta mitt brádnadi.
Saman gengum vid út úr húsi, léttstíg, ég og gítarinn, sem heitir nú Helge Petersen, í höfudid á sínum fyrri eiganda.
Ég er strax komin med blödru á thumalinn.
Lifid heil.

|

5.11.03

cmajor
C major - the simplest key. You are content with
where you are now, you have what you need. Some
people are happy in C major, but it is up to
you to decide to push yourself further if you
want more from your life.


what key signature are you?
brought to you by Quizilla

|
Fyrir áhugasama er bent á ad lesa gestabókina, en módir mín á stóran thátt í ad gera hana ad theirri snilld sem hún er.
Thakka öllum ástsamlega sem leggja leid sína thangad, og bendi jafnframt á ad ekki er vid hæfi ad spyrja spurninga í gestabókinni.

Afmælisbörn dagsins:

Afmælisbörn dagsins eru thau
Thorgerdur Ingólfsdóttir (60)
og
Hannes Jóhannsson (??)
Fjarveisla verdur haldin í íbúd 4, H.C.Ørstedsgade 24, Esbjerg theim til heidurs.

|

Fréttir dagsins:

Fréttir dagsins verda sagdar í bundnu máli.

Ásta yndisfrída fann á förnum vegi
húdtrymbil. Tad satt ég segji.

Konni Sæm er nefndur, kátt hann ætíd syngur.
Gefur hann henni gull á fingur?

Í Thrándarlagi thekktist hann ei daga ad telja.
Í Esbjerg vildi heldur dvelja.

Ásta og Hákon nefjum saman stinga stundum,
leidist teim á löngum fundum.

Leikur Ásta löngum fyrir Hákon vin sinn.
Sjálfur trylltur trommar nautsskinn.

Saman öllum stundum helst thau verja vilja
einkum tó og sérílagi innan thilja.

|

Tad sem ég tarf ad gera í dag:

vakna
út ad hlaupa x
sækja um vinnu á kaffihúsi (fór, en tad var lokad)
hringja í beyglukonu
kanna fjárhagsstödu
fara á bókasafn?
hringja í MR?
fara med bréf í póst X
drekka kaffi
borda mat hjá Spena

|

4.11.03

Kannski var tad bara spurning gærkvöldsins:
,,What is your profession?" sem kom mér úr jafnvægi.
Tad var Lenny sem spurdi.

|

Ég er letibykkja

ò nei.
Ég hef komist ad tví ad ég er óendanlega, yfirtyrmandi, syndsamlega húdlöt.
Oh.
Ég nenni ekki neinu!
Jæja. Best ad fara á kaffihúsid. Ef mann langar ad fá vinnu á kaffihúsinu, tá verdur madur ad fara á kaffihúsid, right?
En fyrst ætlum vid á bókasafnid.

|

2.11.03

Sælir sælir.
Helgi Steinar heimsótti okkur um helgina og var feiknafjör.
Hann er bara svo skemmtilegur!
Vid héldum svakalegt partý og sungum Ò mína flöskuna frídu og alles. Tad var svo gaman ad vid ætludum aldrei ad koma blokkflautuleikurunum út! Teir lágu bara eins og hrávidi á dýnunni minni. Og svo fóru allir, eda sumir ad syngja og spila og polaroidmyndavélin fór af stad og smellti af einhverri hrædilegri mynd af mér tar sem ég lít út eins og Anna Mjöll!!!!! Ég held sífellt áfram ad koma sjálfri mér á óvart.
Og tad komu meira ad segja nornir í Halloween búningum og allt hvad eina.
Svo kom líka stelpa sem drakk alla vodkaflöskuna, ein.

|