19.11.03

Kennarar

Af ýmsum ástædum hefur mér verid hugsad til og um kennara af ýmsu tagi - bædi thá sem ég hef sjálf haft og thá sem ég hef haft spurnir af í­ gegnum adra - og thad sem mér sjálfri finnst um hlutverk theirra.

Thad er sko ekkert grí­n ad vera kennari. Kennarinn tharf á hverjum einasta degi ad vera fullur af fjöri. löngunin til ad midla af thekkingu sinni verdur ad brenna eins og bál innra med honum. Hann á ad innblása nemanda sinn - fræda hann og örva - sýna honum thúsund hlidar á heiminum, færa honum fródleiksfýsnina á silfurfati. Hann á ad kenna.

Ég hef verid svo ótrúlega heppin í­ gegnum tí­dina ad hafa hitt fólk sem hefur kunnad thetta. Kunnad ad opna augu mí­n fyrir tví­ sem ég ekki sá, eyru mí­n fyrir tví­ sem ég ekki heyrdi og hjarta mitt fyrir tví­ sem ég ekki fann.

Áttar kennarinn sig á teim áhrifum sem hann getur haft?

Kennarar mega ekki undir nokkrum kringumstædum loka nemandanum. En tetta getur gerst. Á sama tí­ma og opna má nemendur, má loka teim lí­ka. Á sama tí­ma og ,,opnadur" nemandi sér allt ödru samhengi eftir einn tíma hjá kennaranum sí­num getur lokudum nemanda fundist nám sitt sí­n allra versta hugmynd - hæfileikar sínir tálsýn, og tilvist sí­n vart á rökum reist.
En audvitad má fara bil beggja - opna hurdina og láta nemandann einan um ad koma sér út úr húsi. Sú leid getur verid thó verid vandrötud - fyrir suma alla vega.

Thad eru til milljón leidir til ad kenna.
Hægt ad túlka kennsluadferdir á milljón vegu.
En nám á alltaf ad stefna ad tví­ ad bæta og styrkja.
Nám á alltaf ad skilja eftir manneskju sem betri madur.


|

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home