29.6.05

Ein ég sit og prjóna





Ég prjóna í gríð og erg hér í Sóltúni sólbjartar nætur.. er langt komin með trefil og kláraði eina húfu, hvort tveggja á frænda minn barnungan, Leo... húfan er reyndar svo mislukkuð að ég ætla að rekja hana upp og prjóna hana upp á nýtt. Svo er ég með húfur og trefla í huganum á einar tvær barnungar stúlkur til viðbótar. Ég stefni á titilinn myndarlegasta útivinnandi húsmóðir í bænum. Jamm. Síðustu dagar hafa reyndar verið skemmtilegir því ég hef notið samvista einnar minna bestu vinkvenna. Því miður get ég ekki gefið upp nafnið því í kvöld mun hún koma fram sem leynigestur í kaffiboði sem ég hef skipulagt fyrir vini mína. Ekki það að ég eigi von á því að þeir lesi þetta, en þetta verður að vera leynilegt þangað til... Ég mun baka marengstertu með kremi úr mascarepone osti og súkkulaði.. sounds good no??


p.s. fyrir ahugasama tha er nuna haegt ad danloada Beethoven sinfonium a BBC! Aetla ad fara ad sofa vid uppahaldid mitt, nr. 7.

|

26.6.05

"Ingibjörg og Einar koma. Hringið í Vatnsholt."

Svohljóðandi voru skilaboð þau er bárust talhólfinu mínu um klukkan 14 30 í dag. Barn tilkynnti þetta með svolitlum ugg í röddinni, vafalítið verið skipað að hringja í X og Y fyrir mömmu og pabba til að tilkynna breyttar áætlanir fjölskylduheimsóknar. Hvar skyldi nú Vatnsholt í veröldinni liggja? Og skyldi sá sem átti að fá skilaboðin hafa verið hættur við að koma, en myndi skipta óðara um skoðun væri honum ljóst að Einar og Ingibjörg kæmu líka??

|

23.6.05

Er ad fara a utlendingastofnun og aetla svo ad fa mer kaffi i nautholsvik og undirbua mig andlega fyrir kvoldid. Ef einhver a leid um er hann velkominn ad joina.

|

22.6.05

Stoðum kippt undan tilvist minni

Ó mig auma. Tónlistarskólinn í Reykjavík hefur í skjóli framkvæmda ákveðið að loka skólanum í allt sumar! Hvað verður um mig? Ég sem hef skipulagt tvenna tónleika í sumar, þeir fyrri annað kvöld, hvert á ég nú að leita? Hvar á ég að æfa mig? Hvernig á ég að snúa mér? Eiga sjálfselskir nágrannar mínir að gjalda þess að hafa mig gólandi hér fyrir neðan? Þarf ég að segja Barboru að ég komi ekki til með að geta spilað erfiðu lögin eftir Slavicky fyrir fjórar hendur, af því ég hafi skyndilega ekki æfingaaðstöðu? HJÁLP!

Góðhjartaðir píanóeigendur hafi sambandi um hæl.

|

21.6.05


Góðan daginn! Posted by Hello

|

"...prjónauppskriftir, Tinna.is"

... alltaf svolítið fyndið þegar hann Atli tekur til máls í útvarpinu.

Tónleikar, tónleikar í Oddakirkju klukkan 20 30 á fimmtudagskvöldið. Oddakirkja.

Endilega mætiði. Það kostar ekki mikið inn og prógrammið er æsiskemmtilegt, Andrár fyrir flautu og píanó, klassísk íslensk sumarsönglög og svo hið frábæra tríó eftir Ilja Hurník. Ég held að þetta verði alveg svakalegt stuð og ég er alveg á fullu að reyna að finna rétta fylgihluti fyrir kjólinn minn. Verst að sjalinkan sem mig langar að kaupa kostar sko 4200, sem er meira en kjóllinn kostaði! Ó mæ god. Fjárhagurinn ekki upp á marga fiska þessa dagana, eftir ótæpilega eyðslu í Stokkhólmi.. Ég legg því til að allir fái sér lítinn bíltúr austur fyrir fjall á fimmtudagskvöldið og fái sér kaffi á kleinu á eftir svo tónlistarmennirnir fái nú örugglega borgað ;)

Annars er letidagur. Desparate housewife dagur. Þarf að þvo ógrynni af þvotti sem hrannaðist upp á meðan ég var úti. Fara í sund. Svo að hitta hana Auði og fá smá þýðingarráðleggingar. Síðan að hitta hann Snorrkó.is! Vei.

Í gær fórum við hjúin út að borða á Kaffi Kúltúre. Ég fékk mér súpu og karfa. Það var ágætt. Á eftir fórum við svo á Dubliners og hittum Slóvakana og eina tékkneska stelpu sem ég hef komist í vinfengi við, hún Vera. Hún vinnur á hóteli hér í miðri borg, eigandinn er fylliraftur og aumingi og hún fær rosalega lítinn pening. Fólk lætur bjóða sér ýmislegt í útlöndum.

|

19.6.05

Farvel...

Ae. Vid erum ad fara i kvöld. Dagarnir i Svitjod hafa verid yndislegir og eg verd ad segja ad mig langar ekkert serstaklega ad fara heim i gramygluna. :(

Oo.

I gaer var aedisleg Islandsmessa og miniskrudganga a eftir thar sem allir veifudu hinum islenska fana og sungu islensk lög! Sidan tok vid mikid kökuat og stelpurnar sungu svo vel ad eg fekk tåra i ögon. Sidan forum vid i frabaert pikknikk i Drottningarlundinn thar sem hr. og fr. kongur og drottning bua. Thad var sömuleidis frabaert. I dag munum ver slaepast thad sem eftir lifir dags og til kvölds. Vinna klukkan 8 i fyrramalid.

|

16.6.05

BIKINI!

I dag forum vid og steiktum okkur a grasbölum vid sjoinn i Stokkholmi. Thad var gott. Dyfdi mer lika i vatnid og fyllti bikinid mitt graena af gulum sandi. Hressandi. A eftir köld sturta a valda stadi og aftur a balann graena. Las Kvenspaejarastofu nr. 1 sem allir virdast vera ad lesa thessa dagana, en eg er nybuin ad hitta thessar baekur og keypti hina fyrstu i Keflavik a leid i velina. (Hins vegar er eg nuthegar buin ad finna osamraemi hja höfundinum! Hann segir ad ein persona se einhleyp a einum stad og hafi aldrei gifst, en nokkrum köflum sidar kemur i ljos ad hann hafi gifst, en konan tvi midur daid!!!! Veikir tru mina a thessum bokmenntum.. tvi midur...) Espresso a barnum, orlitil dvol i skugga inn a milli og viti menn! Ek hef brunnid! Svei thvi, thvi engri er kroppamjolkinni til ad dreifa og hud min tvi vidkvaem eftir tvi.. Eg veit ekki hvad er langt sidan eg hef solbadad mig svona formlega i annarri eins blidu.. kannski var thad a Italiu 2001?? Mama mia.
A morgun rennur upp hinn mikli thjodhatidardagur og munum vid korinn og stjornandinn skunda i songbuningum i hid islenska sendirad klukkan 10 30. Thar mun sungid verda, og eftir thad a ad fara med strolluna, sem samanstendur af 13-15 ara unglinsstelpum hafi thad farid fram hja einhverjum, ad VERZLA. Thad er vist thad sem thessar elskur thra mest. Ja herna. Gelgjuskeidid er alveg agalegt! Thad er nefninlega buid ad spa rigningu. En eg thori ad vedja ad thad verdur afram sol! Heja!

|

14.6.05

STF VANDRARHEM

Saelinu!

O Stokkholmur! Yndislegt sumar!
Her hofum vid komid okkur fyrir a AV Chapman vandrarhem, sem er medal annars gömul skuta sem nokkrar ur stulknakornum Heklu gista i. Eg gisti tho i husi, og deili herbergi med systur minni og 2 odrum samferdarkonum ur kornum. Eftir langa rutuferd hingad fra flugvellinum (og ekki ma gleyma ad flugferdin einkennist m.a. af mestu turbjulans sem eg hef lent i um aefina) komum vid hingad seinni partinn i dag.
I kvöld höfum vid notid thess ad vera her fyrir utan vandraheimilid, sem er alveg vid kanalinn eins og gefur ad skilja, og forum i leiki a arbakkanum og horfdum a adra Svia njota sin i kvöldsolinni, med vini, elskhuga eda baekur ser vid hlid. Thad er audvitad himneskt ad draga ad ser storborgarloftid og meginlandsloftslaginuog fa ser sma hvid vin med.. Sviar eru bara kul a tvi synist mer, ekki ma gleyma ad eg hef ekki komid til Svitjodar i 10 ar, eda sidan eg var vid barnapössun i Linköping fordum tid.. Vid bordudum kvöldmat i nylistasafni borgarinnar sem var ekkert nema jätte kjyyyyl. A morgun er thad svo tivoli i gröna lund, solbrunka og bjor a barnum.
Best ad halla ser i lakan fra STF VANDRARHEM! Hejså!

|

13.6.05

Reykjavík að sumri

Í annars vægri melankólíu minni á gangi niður Laugarveginn vakti eitt sérstakt atriði sérstaklega gleði mína að nýju.
Það voru tveir lögregluþjónar á hjólum, merktum "LÖGREGLAN". Þeir voru einkennisklæddir í bláum skyrtum og með hjálma. Samt sem áður voru þeir frekar klaufalegir þar sem þeir hjóluðu niður Laugaveginn (man aldrei hvort það er með eða án r-s). þar sem mér var gengið framhjá þeim segir annar við hinn "eigum við ekki bara að hjóla framhjá þessu.." og ég ímyndaði mér strax að þeir væru á einhvern hátt að vanrækja skyldur sínar. Eftir að hafa vaknað hlátur í hug tók ég eftir hvað allt er breytt í Reykjavík. Á sumrin verður nefninlega mikil umbreyting, sem ég hef hingað til ekki tekið eftir, þar sem ég hef yfirleitt verið úti á landi á sumrin, eða erlendis. Á sumrin eru allir Reykvíkingar sérlega smartir og horfa á mann með daðrandi augnaráði. Þetta á líka við um mig sjálfa. Sérstaklega ef maður mætir Guðmundi formanni rafiðnaðarsambandsins...

Í fyrramálið flýg ég til Stokkhólms og get velt fyrir mér grámyglunni þar í borg í skýjadumbungnum...

|

11.6.05

Næturvakt

Jæja. Byrjar maður að blogga. Til hvers er blogg?
Ég velti því stundum fyrir mér, og ég veit að margir sem velta því fyrir sér, hafa hætt því (þ.e. að blogga). Oft finnst mér bloggið vera óttaleg montrassasýning. Hverjum er hollt að tala og skrifa um sjálfan sig fyrir allra augum? Hvergi setur maður sjálfan sig á jafnháan stall, löðrandi í hroka og sjálfelsku. Vill maður virkilega að hugsanlega bláókunnugt fólk viti hvað maður er að pæla, eða hver maður er, og hverja maður þekkir? Eða dettur manni ef til vill í hug að einhver hafi gaman af því sem maður skrifar?! "Hey, lesiði mitt blogg! Það er svo ógeðslega fyndið! Ég er meira að segja með teljara á síðunni minni svo þið sjáið hvað það er ógeðslega vinsælt!!!!"
Jæja. Sjálfhverfa dagsins. Að blogga um blogg. Þarna féll ég á eigin bragði.
Mér þykir sjálfri mesta skemmtanagildið falið í að lesa hvað drífur á daga vina og ættingja erlendis, og heima líka. Samt stend ég mig að því að vafra stundum hlekk af hlekk ofaní bloggnetið. Les síður hjá bláókunnugum. Njósna um fyrrum kunnuga. Gamla bekkjarfélaga. Sæta stráka. Vinsælar stelpur.
Stundum hafa bloggskrif mín haft ígildi langra og íhugulla bréfaskrifta, sem ég stundaði og hef stundað af mismiklum krafti um árabil. Nú stend ég mig líka að því að senda færri bréf. Óskynsamleg þróun?
Hvað um það, þá var þetta afar meðvituð bloggfærsla, ætluð hinum almenna
blogglesanda, og bloggara. Góðar stundir.
p.s. og viljiði svo segja þessum bleyðum sem eru í ritnefnd Mímis að drullast til að lesa yfir, lesa póstinn sinn og hafa samband við mig! Kann þetta pakk enga mannasiði?

|

8.6.05

Orvaenting um morgun

Oh! Hvar er sundkortid!?

|

3.6.05

Reynsluheimur kvenna

Ekkert er eins dásamlegt og þegar ókunnugur karlmaður garfar í klofinu á manni í leit að hugsanlegum frumubreytingum í leghálsi.

|