Ein ég sit og prjóna
Ég prjóna í gríð og erg hér í Sóltúni sólbjartar nætur.. er langt komin með trefil og kláraði eina húfu, hvort tveggja á frænda minn barnungan, Leo... húfan er reyndar svo mislukkuð að ég ætla að rekja hana upp og prjóna hana upp á nýtt. Svo er ég með húfur og trefla í huganum á einar tvær barnungar stúlkur til viðbótar. Ég stefni á titilinn myndarlegasta útivinnandi húsmóðir í bænum. Jamm. Síðustu dagar hafa reyndar verið skemmtilegir því ég hef notið samvista einnar minna bestu vinkvenna. Því miður get ég ekki gefið upp nafnið því í kvöld mun hún koma fram sem leynigestur í kaffiboði sem ég hef skipulagt fyrir vini mína. Ekki það að ég eigi von á því að þeir lesi þetta, en þetta verður að vera leynilegt þangað til... Ég mun baka marengstertu með kremi úr mascarepone osti og súkkulaði.. sounds good no??
p.s. fyrir ahugasama tha er nuna haegt ad danloada Beethoven sinfonium a BBC! Aetla ad fara ad sofa vid uppahaldid mitt, nr. 7.
|