13.6.05

Reykjavík að sumri

Í annars vægri melankólíu minni á gangi niður Laugarveginn vakti eitt sérstakt atriði sérstaklega gleði mína að nýju.
Það voru tveir lögregluþjónar á hjólum, merktum "LÖGREGLAN". Þeir voru einkennisklæddir í bláum skyrtum og með hjálma. Samt sem áður voru þeir frekar klaufalegir þar sem þeir hjóluðu niður Laugaveginn (man aldrei hvort það er með eða án r-s). þar sem mér var gengið framhjá þeim segir annar við hinn "eigum við ekki bara að hjóla framhjá þessu.." og ég ímyndaði mér strax að þeir væru á einhvern hátt að vanrækja skyldur sínar. Eftir að hafa vaknað hlátur í hug tók ég eftir hvað allt er breytt í Reykjavík. Á sumrin verður nefninlega mikil umbreyting, sem ég hef hingað til ekki tekið eftir, þar sem ég hef yfirleitt verið úti á landi á sumrin, eða erlendis. Á sumrin eru allir Reykvíkingar sérlega smartir og horfa á mann með daðrandi augnaráði. Þetta á líka við um mig sjálfa. Sérstaklega ef maður mætir Guðmundi formanni rafiðnaðarsambandsins...

Í fyrramálið flýg ég til Stokkhólms og get velt fyrir mér grámyglunni þar í borg í skýjadumbungnum...

|

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home