22.6.05

Stoðum kippt undan tilvist minni

Ó mig auma. Tónlistarskólinn í Reykjavík hefur í skjóli framkvæmda ákveðið að loka skólanum í allt sumar! Hvað verður um mig? Ég sem hef skipulagt tvenna tónleika í sumar, þeir fyrri annað kvöld, hvert á ég nú að leita? Hvar á ég að æfa mig? Hvernig á ég að snúa mér? Eiga sjálfselskir nágrannar mínir að gjalda þess að hafa mig gólandi hér fyrir neðan? Þarf ég að segja Barboru að ég komi ekki til með að geta spilað erfiðu lögin eftir Slavicky fyrir fjórar hendur, af því ég hafi skyndilega ekki æfingaaðstöðu? HJÁLP!

Góðhjartaðir píanóeigendur hafi sambandi um hæl.

|

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home