30.3.05

Bloggflensan

Já lesendur góðir, það hefur víst ekki fram hjá ykkur farið að bloggflensan hrjáir mig. Sjúkdómseinkenni eru þau að bloggari getur einungis bloggað stuttar setningar í einu, jafnvel einungis eina línu, og inn á milli asnalegar myndir af sjálfum sér. Hann hefur misst vit og hefur ekkert að segja. Sorglegt? Já. Þess vegna er ég að pæla í að taka mér bloggpásu. Ég má enda ekkert vera að þessu. Innrásin frá Mars er væntanleg (karlar eru frá Mars, konur frá Venus o.s.frv.)og ég geri ekki annað en að breyta og bæta heimili mitt og lesa bækur um sambönd í veikri von um að mitt fyrsta verði hið eina og sanna og fullkomið. Þar ofaná bætist að bókmenntaritgerðinni á að skila 15. apríl sem er eftir allt of fáa daga, en mér fannst ég einhvernveginn ennþá hafa mánuð til stefnu. Skítafjallið stækkar og stækkar... Vonandi fæ ég hærra en 5 í meðaleinkunn.. Svo er ég að syngja á tónleikum á mánudaginn og ekkert búin að æfa mig. Ó ó. Ég held ég byrji á að byrja á þessari ansvítans ritgerð. En fyrst þarf ég aðeins að skera niður rauðrófur...
Yðar Tinnsel

|

24.3.05

Vonbrigði frh.

Í NÆSTU viku.

|

Vonbrigði

1. apríl er ekki fyrr en á föstudaginn.

|

23.3.05

Stórfurðuleg forgangsröðun borgarinnar

Borgin ætlar að ganga af öllum sveitarfélögum á landinu dauðum með því að bjóða leikskólana gjaldfrjálsa. Af hverju byrja þeir ekki á að hafa ókeypis í strætó? Það myndi gagnast ÖLLUM, ekki bara barnafólki...

|

22.3.05


|

21.3.05

Ást á netinu

Eftirfarandi átti sér stað þann 13. janúar síðastliðin, þegar hin ástföngnu Tinnsel og Eddy Gordo áttu saman afar skemmtilegt (eins og sjá má) spjall um ástina og lífið og framtíð sambandsins í gegnum hið óviðjafnanlega skype:


Chat History



2005-01-13
tinnsel: 19:17:44
Is it my Eddy Gordo?
tinnsel: 19:17:46
I hope so..
tinnsel: 19:17:57
Tinnsel has regained her ordinateur!
tinnsel: 19:18:01
I'll be online...
tinnsel: 22:28:23
welll
tinnsel: 22:28:27
I think I give up
tinnsel: 22:28:39
as usually this thing is not rising to my hopes and expectations
tinnsel: 22:28:41
so
eddygordo: 22:28:41
I am not ralking to you
tinnsel: 22:28:43
fellows...
tinnsel: 22:28:53

have a nice evening
eddygordo: 22:28:59
no prob
eddygordo: 22:29:08
have a good night!
tinnsel: 22:38:53
what?
tinnsel: 22:40:33
are you trying to talk?
tinnsel: 22:40:38
because I'm not
tinnsel: 22:40:43
I unplugged the thing
tinnsel: 22:40:53
but maybe you can still hear something because of the webcam
eddygordo: 22:40:56
ok
eddygordo: 22:41:39
Yes I think the problem come from the webcam as it has a micro incorporated
tinnsel: 22:41:47
ok
tinnsel: 22:41:59
but I tuned it down..
tinnsel: 22:42:01
I think...
eddygordo: 22:42:58
Please do not use the headset
tinnsel: 22:43:14
I told you I already unplugged it
eddygordo: 22:43:21
to see if there is a kind of improvement
eddygordo: 22:43:55
unplug the headset
tinnsel: 22:43:59
I ALREADY UNPLUGGED THE HEADSET!
eddygordo: 22:44:13
Done?
tinnsel: 22:44:13
and I'm annoyed and will go to sleep
eddygordo: 22:44:35
no improvement...
tinnsel: 22:46:03
can you hear me?
eddygordo: 22:46:26
No I cannot
tinnsel: 22:46:28
please type yes or no
tinnsel: 22:46:32
if you hear me or not
eddygordo: 22:46:37
Do you hear me?
tinnsel: 22:46:42
because I might have to replug the headset
tinnsel: 22:46:45
YES i can hear you
eddygordo: 22:46:54
Yes do that
eddygordo: 22:47:41
I can hear something
tinnsel: 22:47:41
I can hear you but obviously you don't hear me
eddygordo: 22:48:06
May you talk?
tinnsel: 22:48:17
I am talking
tinnsel: 22:48:20
I'M talking
eddygordo: 22:48:48
Try to go in the volume control
tinnsel: 22:48:58
and tune everything up?
tinnsel: 22:49:03
I was just trying to do that
tinnsel: 22:50:03
I'm talking and talking but you don't hear anything
tinnsel: 22:50:07
I'm tired of this
tinnsel: 22:50:12
I'm going to bed
eddygordo: 22:50:26
ok bye

|
Mám hlad.

|

20.3.05

Fræðilegt vandamál.

Ég á í svo miklum vandræðum með að finna orð yfir málfræðihugtök eins og perfective. Hvað eru perfective sagnir á íslensku? Fullkomnar sagnir? Ég held ekki...

Ég er með hugmynd að ba verkefni: búa til almennilega ensk-íslenska og íslensk-enska orðabók sem er aðgengileg og ókeypis á NETINU. Það er ekkert almennilegt á netinu til að þýða úr ensku á íslensku og öfugt. Svo finnur maður geðveikt nákvæmar og fínar orðabækur á tékknesku! Alveg hreint..

|

19.3.05

Only the lonely II

Ég er ein á laugardagskvöldi að bisa við að skrifa einhverja 'fræðilega' grein um tékkneskt mál. Ó ó óbyggðaferð.
Bróðir minn vann ekki í músiktilraunum. Þeir komust ekki einu sinni í úrslit. Eins og þeir voru langbestir.
Ég ítreka fyrri færslu. Plís.

|

Only the lonely

Hver vill horfa á Tim Burton myndina með mér? Get útvegað bíl.

|

17.3.05

Af fundum Tinnu Sigurðardóttur og Vigdísar Finnbogadóttur

Í dag brá ég mér á fræðilega samkomu um það hvernig útlendingar læra að fallbeygja nafnorð, einkum í karlkyni eintölu (týpískt!). Voru þar og mættir margir mætir menn og konur, þeirra á meðal Vigdís Finnbogadóttir, og Kristín lektorsframbjóðandi. Eftir fyrirlesturinn, sem í raun var kynning á niðurstöðum MA verkefnis Kolbrúnar Égmanekkihversdóttur, spunnust heitar umræður um hvernig máltaka útlendinga fer fram og höfðu ýmsir margt við málið að athuga. Þetta er enda afar áhugavert efni og hefði ég mikinn áhuga á að kynna mér það nánar. Við Vigdís spjölluðum aðeins um íslenskukennslu í útlöndum.. eða ég blandaði mér aðeins inn í þær samræður öllu heldur.. fræði fræði tækifæri

|

16.3.05

Af konum hjartsjúkum og þeirra fábrotna kvenlega vafstri

Ó ó. Áðan fór ég í leiðangur í þessa frómu búð og keypti ýmislegan varning, t.d. eitthvað svona, þetta og svo auðvitað servíettur eins og alltaf. Heimilið mitt er nefninlega orðið að nýju áhugamáli, þótt það verði bráðlega alltof lítið fyrir tvo einstaklinga (þ.e. mig og Victor, því hann flytur bráðum inn!). Hér er engin geymsla og þess vegna hef ég brugðið á það ráð að gefa megnið af fötunum mínum til Rauða krossins og vona að aðrir muni njóta góðs af. Skipulagið inni í fataherberginu er nú eins og í Opruhþætti. Þá hef ég umpottað blómin þrjú, sem voru búin að vera í sömu pottunum síðan árið 2002. Kominn var tími til. Mig langar í hund, hús og barn. Hvað er eiginlega að mér?

|

10.3.05

Ástin....


Sumir eiga sitt fyrsta anniversary um þessar mundir... Posted by Hello


Já, ótrúlegt en satt, þá erum við Victor (sem fyrst gekk undir dulnefninu "leynimaðurinn" og "hr. Maillard" á bloggi þessu, sjálfum sér til mikillar furðu) búin að vera saman í heilt ár! Af þessum tíma höfum við verið saman í um það bil 2 mánuði. En nú erum við svo sannarlega búin að þreyja þorrann og góuna og mál að linni, háir símreikningar og almenn fjárútlát vegna utanlandsferða eru að gera okkur gráhærð fyrir aldur fram (svo ég tali nú alla vega fyrir sjálfa mig!) og hann flytur til Íslands fyrir páska! Ef einhver veit um einhverja góða vinnu handa honum....

|

8.3.05

Bróðir minn er snillingur!




Bróðir minn er kominn í úrslit í músiktilraunum ásamt hljómsveit sinni Motýl, en það er einmitt tékkneska og þýðir fiðrildi! Segiði svo að eldri systur séu ekki góðar fyrirmyndir! Ég er ekkert smá stolt af honum, en því miður hlustaði ég ekki á þá, þar sem ég fékk bráðaheymæði og hélt um sinn að ég væri orðin ólétt líka. ómg eins og kallinn sagði. Það komust bara 2 áfram og dómnefndin valdi þá, en salurinn hina! Oh, húrra húrra húrra húrra!

|

Elskan mín ég dey

... þegar Joao Gilberto byrjar að raula með hljómsveitinni!!!!!!!AAAAAAAAAAAAaaaaaaaaaaaaa!
En nú verð ég að læra. Hvað verður annars um málfræðilegar formdeildir í íslensku?

|

We're freaks, aha, we like illusion


 Posted by Hello

|

Nýju appelsínugulu skórnir hennar Fínu Jónssen.. Posted by Hello

|

Afmælisbarn dagsins

Afmælisbarn dagsins er Hildur Jónsdóttir öndvegisfrænks og föðursystir. Til hamingju með daginn Hildur mín, þú átt litla gjöf frá mér ;)


|

ógleymanlegt andartak og "Ó, hve létt er mitt skóhljóð"

Ég verð að segja frá því, þrátt fyrir hina ósmekklegu færslu hér að neðan, að á laugardaginn urðu þau tíðindi að ég var á gangi í miðborg Reykjavíkur laugardaginn 5. mars sl., nánar tiltekið á Bergþórugötu og sem mér er gengið framhjá Hótel Holti strollar þar mannfjöldi nokkur út. Tveir menn ganga á undan mér á gangstéttinni, og greinilegt að annar þeirra heyrði tiplið í fínu nýju appelsínugulu skónum mínum. Varð honum og litið við við mitt létta skóhljóð og viti menn! Þetta var enginn annar en sjálfur Jose Carreras!!!!!!! Með hatt! Ég vatt mér að sjálfsögðu upp að honum strax og heilsaði honum á ítölsku. Sagðist vera ósgjanlega efnileg söngkona og hvort hann væri ekki til í að taka mig í tíma, svona rétt fyrir konsert! Hann tók vel í það og gaf mér númerið sitt.

(Allt sem ritað er eftir "með hatt!" er lygi.)

|

Þriðjudagur

Ég er með plömmer. Hvers á ég að gjalda?

|

5.3.05

Árshátíðarannáll


Eftir árshátíð..... Posted by Hello


Árshátíðin var að vonum vel heppnuð, glæsilegur matur, skemmtiatriði, þar með talin ógleymanlega minni karla og kvenna, ort og flutt af undirritaðri og þessum hérna við fádæma viðtökur og góðan orðstír. Aftur varð ég fjölskyldu minni og þjóð allri til sóma. Borðfélagar mínir voru og ekki af verri endanum, t.a.m. Halla og fyrrnefndur þessi, að ógleymdum sjálfum BMK og Hauki Vítutaka. Eftir þessi herlegheit fórum við á þjóðleikhúskjallarann og sátum þar að sumbli, heimsóttum einnig næsta bar, þar sem Szymon vinur minn Kuran lét mér í té handskrifað boðskort á tónleika sína í næstu viku á Rózenberg.. endilega mæta þangað. Enduðum svo, ég og Sigga í öndergrándstemmningunni á Sirkus með rauðvín í mjólkurglasi. Er að fara að gefa kettinum hennar Ingileifar, minna má það ekki vera eftir hina ódauðlegu förðun.. Góðar stundir

|

Fyrir árshátíð.... Posted by Hello

|

1.3.05

Leið mistök

Þau leiðu mistök áttu sér stað að ég gleymdi alveg að tilkynna afmælisbarn dagsins þann 27. febrúar síðastliðinn, en það var hún elsku vinkona mín, þjáningasystir, stuðningsmaður, fyrrum sambýliskona, tengdamóðir og amma Ásta Hannesdóttir, Esbjerg, Danmörku! Til lykke söster og fyrirgefðu að ég gleymdi að tilkynna þetta! Ásta er nú 23 vetra..


|