17.3.05

Af fundum Tinnu Sigurðardóttur og Vigdísar Finnbogadóttur

Í dag brá ég mér á fræðilega samkomu um það hvernig útlendingar læra að fallbeygja nafnorð, einkum í karlkyni eintölu (týpískt!). Voru þar og mættir margir mætir menn og konur, þeirra á meðal Vigdís Finnbogadóttir, og Kristín lektorsframbjóðandi. Eftir fyrirlesturinn, sem í raun var kynning á niðurstöðum MA verkefnis Kolbrúnar Égmanekkihversdóttur, spunnust heitar umræður um hvernig máltaka útlendinga fer fram og höfðu ýmsir margt við málið að athuga. Þetta er enda afar áhugavert efni og hefði ég mikinn áhuga á að kynna mér það nánar. Við Vigdís spjölluðum aðeins um íslenskukennslu í útlöndum.. eða ég blandaði mér aðeins inn í þær samræður öllu heldur.. fræði fræði tækifæri

|

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home