Árshátíðarannáll
Eftir árshátíð.....
Árshátíðin var að vonum vel heppnuð, glæsilegur matur, skemmtiatriði, þar með talin ógleymanlega minni karla og kvenna, ort og flutt af undirritaðri og þessum hérna við fádæma viðtökur og góðan orðstír. Aftur varð ég fjölskyldu minni og þjóð allri til sóma. Borðfélagar mínir voru og ekki af verri endanum, t.a.m. Halla og fyrrnefndur þessi, að ógleymdum sjálfum BMK og Hauki Vítutaka. Eftir þessi herlegheit fórum við á þjóðleikhúskjallarann og sátum þar að sumbli, heimsóttum einnig næsta bar, þar sem Szymon vinur minn Kuran lét mér í té handskrifað boðskort á tónleika sína í næstu viku á Rózenberg.. endilega mæta þangað. Enduðum svo, ég og Sigga í öndergrándstemmningunni á Sirkus með rauðvín í mjólkurglasi. Er að fara að gefa kettinum hennar Ingileifar, minna má það ekki vera eftir hina ódauðlegu förðun.. Góðar stundir
|
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home