30.3.05

Bloggflensan

Já lesendur góðir, það hefur víst ekki fram hjá ykkur farið að bloggflensan hrjáir mig. Sjúkdómseinkenni eru þau að bloggari getur einungis bloggað stuttar setningar í einu, jafnvel einungis eina línu, og inn á milli asnalegar myndir af sjálfum sér. Hann hefur misst vit og hefur ekkert að segja. Sorglegt? Já. Þess vegna er ég að pæla í að taka mér bloggpásu. Ég má enda ekkert vera að þessu. Innrásin frá Mars er væntanleg (karlar eru frá Mars, konur frá Venus o.s.frv.)og ég geri ekki annað en að breyta og bæta heimili mitt og lesa bækur um sambönd í veikri von um að mitt fyrsta verði hið eina og sanna og fullkomið. Þar ofaná bætist að bókmenntaritgerðinni á að skila 15. apríl sem er eftir allt of fáa daga, en mér fannst ég einhvernveginn ennþá hafa mánuð til stefnu. Skítafjallið stækkar og stækkar... Vonandi fæ ég hærra en 5 í meðaleinkunn.. Svo er ég að syngja á tónleikum á mánudaginn og ekkert búin að æfa mig. Ó ó. Ég held ég byrji á að byrja á þessari ansvítans ritgerð. En fyrst þarf ég aðeins að skera niður rauðrófur...
Yðar Tinnsel

|

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home