28.5.04

Hinn óbaerilegi léttleiki tilverunnar

Af hverju er ég alltaf threytt?

|

27.5.04

Barbapabba!!!

Jolly
You are Barbapapa! Pink-cheeked, helpful, and warm,
you are always lifting spirits up.


Which Barbapapa Personality Are You?
brought to you by Quizilla

|

26.5.04

Nú eru allir farnir..

Í morgun fór hún elsku Tobba mín sem kom faerandi hendi med hangikjöt og flatbraud, kúlusúkkid góda og meira ad segja brennivín! Vei vei.. Gradkadi í mig flatbraud med hangikjöti í hádeginu og er nú med brjóstsvida mikinn auk andremmu.
Svo var Marjon frá Hollandi einnig hér í viku og tví kátt á hjalla. OG.. svo komu Múm í heimsókn til Prag! Tví midur nádi ég ekki nema 2 sídustu lögunum thar sem ég var sveitt ad fletta tryllingslegum píanóparti Barboru á tríótónleikum. En svo bankadi ég baksvids og upphófst yndislegt Íslendingapartý med yndislegum Íslendingum sem ég hafdi ekki lengi séd. Thad var nú aldeilis kominn tími til en thessa dagana tala ég einungis íslensku thegar ég er ad kenna.. og les thá upp texta um Izumi sem er japanskur og kemur til Íslands á hverju ári. Ach ach. Hresstist líka thegar Tobba kom sko.. íslenskan. Thad var svo gaman ad drekka bjór og rifja upp gamla tíma úr MH ad ég fékk bara naerri tví heimthrá. Var ótrúlega dónaleg vid Marjon sem kom med mér og svaf á stól á medan hid íslenska trúnó nádi hámarki...

Tobba var samt bara dugleg ad vaeflast ein um borgina á medan ég kenndi íslensku í 3 tíma samfleytt.. Jan hinn K. er nefninlega manískur ad fá eins marga tíma og mögulegt er ádur en ég yfirgef land thetta..
Annars fer nú öllum veraldlegum skyldum senn ad ljúka. Skólinn er búinn og bara tónleikarnir eftir. Byrjud ad pakka nidur og farin ad fjárfesta í naudsynjum sem fást hér á hagstaedari verdi en vída annars stadar, t.d. gleraugum. Á listanum yfir naudsynlegar fjárfestingar sem thessar eru aukinheldur bakpoki og gönguskór.
En nú tharf ég tví midur ad gera málfraediverkefni fyrir Jan.. svo hann laeri nú eitthvad, ha!
Bless

|

25.5.04


|

14.5.04

Jaeja gott fólk. Í dag verdur draumur módur minnar um frumburd sinn í drottningarsaeti danska konungsríkisins ad engu fyrir fullt og allt. Frikki Frikkason og Mary Donaldson (ég hef ádur lýst tví yfir hversu mjög thetta nafn minnir á kökuuppskrift) munu í dag ganga í thad heilaga, og af tví tilefni hef ég verid bodud akút til vinnu frá klukkan 15 í til midnaettis í dag. Og svo er ég líka med morgunmatinn í fyrramálid, ekki mikill svefn hjá mér á brúdkaupsnótt prinsins.. ha.... Ég held svei mér ad ég sé farin ad gera ALLT fyrir pening. Ég held ad ég hafi verid bedin um ad vera í hvítri eda svartri skyrtu, en ég held ég eigi hvorugt, vonandi er í lagi ad maeta í svörtum bol, ég hef bara engan tíma til ad redda slíku smáatridi. Og Danir fá frí og allt verdur í dag lokad í Danmörku. Og Ólafur Ragnar á afmaeli í dag og gifti sig í laumi og gaf engum frí.
Dreymdi ad ég var í Danmörku og thurfti naudsynlega ad taka rútu til Prag. Frá Árósum eda Köben. Tók sídan straeto til Venstre eda ég veit ekki hvert... sussbí.
Annars fór ég og fékk mér bjórlufsu med kórfólki eftir aefingu í gaer og vid skáludum fyrir diplómunni hans Filips, afmaelinu hans Hrafnkells og svo brúdkaupi Fridriks drjóla Krónprins. Og ég lýsti tví fjálglega hvernig módir mín hefdi borid thá heitu thrá í brjósti ad ég yrdi naesta drottning Dana, vid hlid Fridriks hins Frída. Thetta vakti sérlega mikla kátínu vidstaddra og svo söng ég ó mín flaskan frída.
Jaeja. Ég hef víst ödru ad sinna.
Bless.

|

12.5.04

Oh, thad er yndislegt ad vakna klukkan 5 á morgnana...

|

11.5.04

Svo er Helgi Steinar haettur ad blogga svo ég tók hann út af tenglalistanum. En Helga Thóra er hins vegar gedveikt skemmtilegur bloggari! Svo heldur hún tónleika á morgun, dugleg er hún!
En ég aetla ad reyna ad haetta ad vera í fýlu og svo átti Ísleifur Pálsson frá Ekru afmaeli í gaer.
Er ad kenna klukkan 18. Sídast lét ég thau fá heimaverkefni thar sem thau áttu ad stigbreyta lýsingarord, en ég gleymdi ad athuga og segja theim frá tví ad thau thurfa ad fallbeygja thau.. ae aeae.

|

Ödru vísi mér ádur brá og flugmidavesen

Já, ég get tekid undir thad sem hún tóta skrifadi á bloggid sitt ad Blogger er bara komin med nýtt lúkk!
Í gaer fór ég í fýlu daudans tví thegar ég kom á GTS International ferdaskrifstofuna (beid nota bene í hálftíma eftir afgreidslu) var barasta ENGIN pöntun á mínu nafni og svo spurdu thau mig um einhvern rezervacní kód sem ég var svo fjarri tví ad hafa vitneskju um. Og svo tudadi ég um flugmida og fékk svo sem mida, en bara um kvöldid sem er bara leidinlegt tví ég get ekki stoppad eins lengi hjá hr. Maillard en midinn var samt ekkert svo mikid dýrari. Ég vard svo brjálud ad ég fór naestum ad grenja. Ég tholi ekki svona, ég meina, thad er THEIRRA ÁBYRGD ad upplýsa mig um svona!!!! Og sídan sagdist ég ekki hafa heyrt neitt um neinn rezervacní kód og thá vogadi tudran sér ad segja ad hún aetti nú erfitt med ad trúa thví. THEGIDU KELLING!!!!!!!
Jaeja, en sídan var ég eiginlega búin ad saetta mig vid thetta, en thá hringdi hr. Maillard í mig um kvöldid og skammadi mig fyrir ad hafa ekki sett SIG inn í málid og ad hann hefdi keypt fyrir mig ódýrari mida á netinu og ad ég hefdi nú verid alltof illa upplögd til ad hugsa skýrt og kaupa flugmida í fýlukastinu... sem gerdi thad ad verkum ad ég fór í ennthá meiri fýlu sem ég er ennthá í. Ae ae. Kannski lagast thad ef ég fer núna og fae mér kaffi.

|

7.5.04

Ég thjáist af óbaerilegum léttleika tilverunnar. Ég skil ekki hvernig mér gat ekki dottid thad í hug fyrr.

Annars er líf mitt ordid brjálaedislega hektískt. Ég skil thad varla. Á midvikudaginn vann ég frá 6 til 10 vid ad útbúa morgunverd oní 46 hungrada Skandinava. Sídan man ég ekki hvad ég gerdi! Hraedilegt! Ég fór ekki í skólann.. en ég man ad thegar ég kom heim hringdi Anne í mig og ég drakk med henni einn bjór og fór svo og aefdi mig og fór svo ad sofa. Og fékk bréf frá Önnu Lennon. (og sprakk úr hlátri tví hún skrifadi utan á thad Tinna Sigurdardóttir grada!!! HA HA HA HA HA HA HA)Nei, nú man ég hvad ég gerdi í millitíd, ég fór heim og eldadi og lagdi mig og fór svo ad kenna íslensku. Og daginn eftir, sem sagt í gaer var ég aftur ad vinna frá klukkan 7 og skrópadi í skólanum til thess eins, audnuleysingi sem ég er. Thad var alveg ömurlegt í vinnunni og ég fór í vont skap tví tjónalufsurnar höfdu ekki drullast til ad leggja á bordinu og ég fann ekki lyklana og bla bla bla en allt fór svo sem vel ad lokum. Fór svo og gerdi einhverja illnaudsynlega hluti, hluti sem ég fordast venjulega og thykist ekki vita ad séu til eda thurfi adhlynningu.. ekki aetti ad vefjast fyrir neinum ad hér raedir um framtídina. Eda framtíd mína. Fólst thad í tví ad fara á British council og spyrjast fyrir um einhver umsóknareydublöd. Jaeja. Ég fór svo heim og dundadi eitthvad thangad til ég fór aftur í vinnuna klukkan 3 og var til 5 og fór svo einmitt á netid og aetladi ad fara ad kaupa sojanesa í fyrirhugad kartöflusalat thegar hann Alex minn hringdi í mig og sagdi mér ad hitta sig hjá Frönsku institúsjóninni sem ég og gerdi. Thar voru svei mér thá bara tónleikar, ekkert annad, franskt band ad spila írska tónlist. Mjög gaman og ég fékk mér anís. Sídan fórum vid og horfdum adeins á hokkí, Slóvakía Finnland á einhverjum sportbar. Ég fór svo heim enda var ég uppgefin eftir svefnlitlar naetur og vinnuálag.
Í morgun lufsadist ég á faetur klukkan hálf 10 og fór ad kenna íslensku klukkan 11, eftir thad hringdi ég og pantadi mér flugmida til London thann 5. júní, hringdi í British council kallinn og hann sagdi mér um hvad ég aetti ad bidja á British Council og hringdi svo í Ingvar, sem er ad laera arkítektúr hér í landi og Audur skildi eftir hjá honum einhver íslenskukennslugögn ádur en hún fór. Sko hvad ég var dugleg! Og ég sem tjáist oft einnig af símafaelni, sérstaklega thegar ég tharf ad tala TĚKKNESKU!!! Fór og nádi í baekurnar til Ingvars, í UCAS umsóknareydublödin á british council og keypti mér svo pain au chocolat í tilefni af tví. Og nú er ég hér og fer brádum heim og geri kartöflusalatid mitt. Fer svo á einhverja nútíma óperuuppfaerslu sem fram fer á bar og um helgina til Hlinsko.
(Thetta var nú aldeilis ítarleg faersla.)

|

4.5.04

..svo langar mig í kúlusúkk.. en best ad drulla sér í tíma

|

En alla vega.

Thá mun Tinna Sigurdardóttir, tékkneskunemi og lífsleitari, koma fram á tónleikum í Dvořáksafninu í Prag, metro stop I.P. Pavlova, klukkan 17, föstudaginn 4. júní 2004. Mun hún thar flytja nokkur íslensk thjódlög (sem ekki enn hafa verid ákvedin) auk thess sem hún mun flytja utan ad Rúmenska dansa eftir Béla Bartók og Ljódraenan polka op. 42 eftir Smetana á píanó. Á milli upphafs og loka atridis munu nokkur börn spila á píanó. Allir velkomnir. EU.

|
Ég nenni ekki heldur í tíma svei mér thá.


|
Bedist er velvirdingar á theim leidu mistökum er urdu er fyrirfórst ad tilkynna afmaelisdag Thórarins Más Baldurssonar tann 14. apríl sl. Ég áttadi mig ekki á tví fyrr en í gaer er ég leit á dagatalid til ad fletta yfir á maí og sá thá mér til annars ánaegjulegrar undrunar ad ég hafdi thó hunskast til ad skrifa thad hjá mér. Sorrý Tótó-

|
Thad er alveg agalegt ad vera ástfangin af manni sem ekki er staddur í sama landfraedilega landi og madur sjálfur.

|

Veltivangar

Stundum er ég svo mikill sódi ad ég skil ekki hvernig var haegt ad ala mig upp...

|