26.5.04

Nú eru allir farnir..

Í morgun fór hún elsku Tobba mín sem kom faerandi hendi med hangikjöt og flatbraud, kúlusúkkid góda og meira ad segja brennivín! Vei vei.. Gradkadi í mig flatbraud med hangikjöti í hádeginu og er nú med brjóstsvida mikinn auk andremmu.
Svo var Marjon frá Hollandi einnig hér í viku og tví kátt á hjalla. OG.. svo komu Múm í heimsókn til Prag! Tví midur nádi ég ekki nema 2 sídustu lögunum thar sem ég var sveitt ad fletta tryllingslegum píanóparti Barboru á tríótónleikum. En svo bankadi ég baksvids og upphófst yndislegt Íslendingapartý med yndislegum Íslendingum sem ég hafdi ekki lengi séd. Thad var nú aldeilis kominn tími til en thessa dagana tala ég einungis íslensku thegar ég er ad kenna.. og les thá upp texta um Izumi sem er japanskur og kemur til Íslands á hverju ári. Ach ach. Hresstist líka thegar Tobba kom sko.. íslenskan. Thad var svo gaman ad drekka bjór og rifja upp gamla tíma úr MH ad ég fékk bara naerri tví heimthrá. Var ótrúlega dónaleg vid Marjon sem kom med mér og svaf á stól á medan hid íslenska trúnó nádi hámarki...

Tobba var samt bara dugleg ad vaeflast ein um borgina á medan ég kenndi íslensku í 3 tíma samfleytt.. Jan hinn K. er nefninlega manískur ad fá eins marga tíma og mögulegt er ádur en ég yfirgef land thetta..
Annars fer nú öllum veraldlegum skyldum senn ad ljúka. Skólinn er búinn og bara tónleikarnir eftir. Byrjud ad pakka nidur og farin ad fjárfesta í naudsynjum sem fást hér á hagstaedari verdi en vída annars stadar, t.d. gleraugum. Á listanum yfir naudsynlegar fjárfestingar sem thessar eru aukinheldur bakpoki og gönguskór.
En nú tharf ég tví midur ad gera málfraediverkefni fyrir Jan.. svo hann laeri nú eitthvad, ha!
Bless

|

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home