7.5.04

Ég thjáist af óbaerilegum léttleika tilverunnar. Ég skil ekki hvernig mér gat ekki dottid thad í hug fyrr.

Annars er líf mitt ordid brjálaedislega hektískt. Ég skil thad varla. Á midvikudaginn vann ég frá 6 til 10 vid ad útbúa morgunverd oní 46 hungrada Skandinava. Sídan man ég ekki hvad ég gerdi! Hraedilegt! Ég fór ekki í skólann.. en ég man ad thegar ég kom heim hringdi Anne í mig og ég drakk med henni einn bjór og fór svo og aefdi mig og fór svo ad sofa. Og fékk bréf frá Önnu Lennon. (og sprakk úr hlátri tví hún skrifadi utan á thad Tinna Sigurdardóttir grada!!! HA HA HA HA HA HA HA)Nei, nú man ég hvad ég gerdi í millitíd, ég fór heim og eldadi og lagdi mig og fór svo ad kenna íslensku. Og daginn eftir, sem sagt í gaer var ég aftur ad vinna frá klukkan 7 og skrópadi í skólanum til thess eins, audnuleysingi sem ég er. Thad var alveg ömurlegt í vinnunni og ég fór í vont skap tví tjónalufsurnar höfdu ekki drullast til ad leggja á bordinu og ég fann ekki lyklana og bla bla bla en allt fór svo sem vel ad lokum. Fór svo og gerdi einhverja illnaudsynlega hluti, hluti sem ég fordast venjulega og thykist ekki vita ad séu til eda thurfi adhlynningu.. ekki aetti ad vefjast fyrir neinum ad hér raedir um framtídina. Eda framtíd mína. Fólst thad í tví ad fara á British council og spyrjast fyrir um einhver umsóknareydublöd. Jaeja. Ég fór svo heim og dundadi eitthvad thangad til ég fór aftur í vinnuna klukkan 3 og var til 5 og fór svo einmitt á netid og aetladi ad fara ad kaupa sojanesa í fyrirhugad kartöflusalat thegar hann Alex minn hringdi í mig og sagdi mér ad hitta sig hjá Frönsku institúsjóninni sem ég og gerdi. Thar voru svei mér thá bara tónleikar, ekkert annad, franskt band ad spila írska tónlist. Mjög gaman og ég fékk mér anís. Sídan fórum vid og horfdum adeins á hokkí, Slóvakía Finnland á einhverjum sportbar. Ég fór svo heim enda var ég uppgefin eftir svefnlitlar naetur og vinnuálag.
Í morgun lufsadist ég á faetur klukkan hálf 10 og fór ad kenna íslensku klukkan 11, eftir thad hringdi ég og pantadi mér flugmida til London thann 5. júní, hringdi í British council kallinn og hann sagdi mér um hvad ég aetti ad bidja á British Council og hringdi svo í Ingvar, sem er ad laera arkítektúr hér í landi og Audur skildi eftir hjá honum einhver íslenskukennslugögn ádur en hún fór. Sko hvad ég var dugleg! Og ég sem tjáist oft einnig af símafaelni, sérstaklega thegar ég tharf ad tala TĚKKNESKU!!! Fór og nádi í baekurnar til Ingvars, í UCAS umsóknareydublödin á british council og keypti mér svo pain au chocolat í tilefni af tví. Og nú er ég hér og fer brádum heim og geri kartöflusalatid mitt. Fer svo á einhverja nútíma óperuuppfaerslu sem fram fer á bar og um helgina til Hlinsko.
(Thetta var nú aldeilis ítarleg faersla.)

|

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home