28.4.04

A: Komdu sæll!
B: Komdu sæl!
A: Hvernig hefurðu það?
B: Ég hef það gott, þakka þér.
A: Jæja, það er gott að heyra. Ég verð að þjóta! Tala við þig seinna!
B: Allt í lagi. Bless!
A: Blessaður.
_______

A: Hæ!
B: Nei, hæ!
A: Hvað segirðu?
B: Ég segi allt fínt, en þú?
A: Allt ágætt. Brjálað að gera eins og venjulega.
B: Jújú, það breytist ekkert.
A: Ég var ad fá vinnu fyrir sumarið.
B: Nú? Hvar?
A: Í ísbúðinni í Álfheimum.
B: Nei, en gaman! Verðurðu þar í allt sumar?
A: Já, fyrir utan 3 vikur í júní. Þá fer ég í útskriftarferð til Tékklands og Ungverjalands.
B: Það er aldeilis! Ég ætla sko ad heimsækja þig í vinnuna í sumar!
A: Já, gerðu það endilega! Hvað ætlar þú að gera í sumar?
B: Ég fékk vinnu á hóteli fyrir austan. Svo fer ég kannski eitthvert til útlanda, en ég er ekki veit ekki ennþá hvert. Kannski til Króatíu.

Finnst ykkur ekki frábaer samtölin sem ég er hérna sveitt ad semja fyrir íslenskunemendurna??????!!!!!!!

|

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home